Lýsandi fyrirmynd.

Það virðist eitthvað svo öfugsnúið þegar kornungt og efnilegt fólk þarf að glíma við sjúkdóma, sem frekar láta á sér kræla á efri árum og það er gangur lífsins að hinir eldri þurfi að kjást við Elli kerlingu og fylgifiska hennar. 

Þegar frændgarðurinn er stór er margt sem gleður og er uppörvandi en líkindin á áföllum eru einnig þeim mun meiri sem fólkið er fleira. Mist Edvardsdóttir

Fátt kom þó meira á óvart en það áfall þegar kornung frænka mín þurfti að horfast í augu við vágest af því tagi sem ungt fólk á ekki að þurfa að hafa áhyggjur af.

Þetta dundi yfir þegar hún var einmitt að stimpla sig inn sem afrekskona í landsliðsklassa.

En það hefur verið sagt að sannur meistari öðlist ekki þann sess nema þegar hann hefur sýnt hvaða mann hann hefur að geyma þegar áföll dynja yfir og verst gengur. 

Sannur meistari er sá sem snýr ósigri í sigur og eflist við hverja raun.

Svo sérkennlega sem það hljómar hefur fátt veitt meiri birtu inn í lífið og tilveruna síðasta árið en hetjuleg barátta Mistar Edvardsdóttur við krabbameinið, sem hún varð að horfast í augu við þegar engin átti sér ills von. 

Hún er lýsandi fyrirmynd fyrir okkur öll. 

 


mbl.is Mist 1 - Krabbamein 0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband