Miskunnsami Samverjinn fjarstaddur.

Miskunnsami Samverjinn í dæmisögu Krists kom nauðstöddum manni til hjálpar eftir að góðborgarar og prelátar höfðu gengið fram hjá honum í blóði sínu hver á fætur öðrum án þess að gefa sig að honum eða leggja honum lið.  

Ef Kristur hefði verið að segja þessa dæmisögu á Íslandi á þessum Drottins degi, hefði hann líklega sett prest, þingmann, dómara og vellauðugan framkvæmdastjóra í hlutverk þeirra sem sýndu sinnuleysi en öskukarl í hlutverk miskunnsama Samverjans. 

Munrinn er þó sá, að enginn öskukarl var á ferð þar sem nauðstadda íslenska konan lá með tveggja ára barn við hlið sér.

Hliðstæður þessarar íslensku sögu er reyndar alþekktar víða úr borgarsamfélögum heimsins og eru taldar merki um ákveðna firringu í streitu borgarlífsins, sem svipti okkur samkennd með náunga okkar.

 

 


mbl.is Hunsuðu konu í flogakasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sorgleg uppákoma.

Sigurður Haraldsson, 13.2.2015 kl. 00:40

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"... taldar merki um ákveðna firringu í streitu borgarlífsins, sem svipti okkur samkennd með náunga okkar."

Fjölmargir hafa ekið framhjá slysum á þjóðvegum án þess að koma þar slösuðum til aðstoðar.

Hefur væntanlega ekkert með framkvæmdastjóra að gera.

Og ekki hef ég séð sannanir fyrir því að öskukarlar séu betri en aðrir menn.

Þorsteinn Briem, 13.2.2015 kl. 00:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Upptalning mín er aðeins viðleitni til að setja inn í íslenska nútíma dæmisögu menn við svipaða þjóðfélagsstöðu og mennirnir sem Kristur valdi í sína samtímasögu. 

Ómar Ragnarsson, 13.2.2015 kl. 09:27

5 identicon

En þessi kristur gerði heldur ekki neitt, hann hefði td getað hindrað flogið en kaus að gera það ekki, horfði bara á ofan úr skýjunum... eh :)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 10:52

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

How your government spends your taxes

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband