Man nú einhver auglýsinguna um "Kápþinking"?

Kannski mætti kalla málið, sem dæmt var í í gær, Búnaðarbankamálið ef ferill hinna sakfelldu er rakinn aftur í tímann vegna þess að við sölu Búnaðarbankans upp upp úr síðustu aldamótum varð til ákveðinn hugsunarháttur og fjársýsluaðferð, sem gekk eins og rauður þráður í gegnum stofnun Kaupþingsbankans og starfsemi hans allt til Hruns. 

Veifað var sem staðreynd að þýskur banki hefði mikinnn áhuga á sölunni þótt í ljós kæmi að ekki var fótur fyrir því, og kaupendur Landsbankans og Búnaðarbankans stunduðu sameiginlegar og samtvinnaðar bókhaldskúnstir til þess að fóðra kaupin svo að á yfirborðinu liti út fyrir að lagðir væru fram miklir fjármunir þegar þessi fjármunir voru í raun að miklu leyti tölur á pappír.

Þessar aðferðir svínvirkuðu og báru þann tilætlaðan árangur að færa nýjum einkaeigendum þessa tvo ríkisbanka á silfurfati undir stjórn þáverandi landsherra á bak við tjöldin.

Þegar fyrir lá hve árangursríkar svona brellur voru og meira að segja löglegar, þótt Vilmundur Gylfason hefði líklega sagt að þær væru "löglegt en siðlaust" athæfi, varð ekki aftur snúið í því að halda áfram að þróa hinn nýja stíl á viðskiptasviðinu þangað til hann færi með himinskautum.

Hannes Smárason lýsti hliðstæðum hundakúnstum þáverandi fjármálasnillinga á Íslandi þannig í tímaritsviðtali 2007 að "það myndi engum detta í hug að gera það sem við erum að gera nema fólki sem veit engan veginn hvað það er að fara út í." Og svaraði með þessum orðum spurningu undrandi blaðakonu um "innihald íslenska efnahagsundursins" sem lýst var í kosningaauglýsingum með kjörorðunum "traust efnahagssstjórrn" og "árangur áfram,- ekkert stopp." 

Sömu stjórnmálaöfl og höfðu hrint af stað 90% lánshlutfalli á landsvísu og unnið kosningar út á það kjörorð, og höfðu jafnframt staðið að mestu þenslu síðari áratuga gáfu hinum innvígðu og innmúruðu snillingum tækifæri til að færa blekkingakúnstir græðginnar á fjármálasviðinu upp í nýjar hæðir á heimsvísu með stofnun og starfsemi Kaupþings og hinna einkabankanna.  

Óbrotgjarnasti vitnisburðurinn til allrar framtíðar um það hvert menn voru komnir þegar hæst lét var myndband fyrir starfsfólk og viðskiptavini Kaupþingsbanka þar sem fullyrt var að í þeim banka hefði verið fundin upp alveg ný og háþróuð formúla í fjármálaviðskiptum sem hlaut nafnið "Kaupthinking", borið fram "Kápþinking".

Þar með væru Íslendingar orðnir svipaðir brautryðjendur og byltingarfrömuðir í fjármálasnilld á heimsvísu og víkingarnir voru í landafundum fyrir þúsund árum.

Þegar horft er á þetta myndband tekur maður andköf af undrun yfir því hvert þessir menn og þjóð þeirra voru komnin. Og tekur aftur andköf þegar maður heyrir hvaða augum Sigurður Einarsson lítur á dóm Hæstaréttar, því að skoðun hans á dóminum er í rökréttu samhengi við alla atburðarásins, sem hófst með sölu ríkisbankanna fyrir 13 árum, og munurinn á viðhorfum hans og hæstaréttardómaranna er svo yfirgengilega mikill, að maður á ekki orð.

Man nú nokkur "Kápþinking"? Eða er þetta aðferð sem er að stinga upp kollinum á ný hér og þar í nýjum myndum?

Lára Hanna, máttu og geturðu framkallað myndbandið um "Kápþinking" fyrir okkur svo að við getum notið þess að sjá það aftur. Og helst aftur og aftur og aftur? 


mbl.is Mikilvægt að ekki skapist friðhelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, og var þetta ekki framsóknarmannabanki?  Jú, það var svo.

Síðan eftir hrun, - þá þykjast framsóknarmenn sérfræðingar í að reka banka!  Halló.  Vita allt um hvernig á að reka banka, að eigin sögn, - og umtlsverður hluti innbyggja er sammála þeim!  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.2.2015 kl. 11:43

2 Smámynd: FORNLEIFUR

 http://www.larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/933712/

FORNLEIFUR, 13.2.2015 kl. 12:44

3 Smámynd: FORNLEIFUR

 https://www.youtube.com/watch?v=Rkz-hjpch38

Nú varð ég á undan Steina Briem.

FORNLEIFUR, 13.2.2015 kl. 12:47

4 identicon

Mér sýnist að þú þurfir að finna út úr því hvernig þú gerir réttar gæsalappir á vélinni þinni. Þær eiga að vera svona; „ “, ekki " og ". :-)

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 13:53

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við stöndum vaktina, FORNLEIFUR.

Sjálfstæðisflokkurinn
hefur ákveðið að ráðast í útflutning á íslenskum gæsalöppum í stórum stíl.

Sjálfstæðismenn eru menn sem vilja græða á daginn og grilla á kvöldin - Myndband

Þorsteinn Briem, 13.2.2015 kl. 14:28

7 identicon

"Óreiðumenn"

Grímur (IP-tala skráð) 13.2.2015 kl. 17:10

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

 Steini Briem er í bölvaðri óreiðu, en ekki ég.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 13.2.2015 kl. 18:55

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjargvætturin:

Ólafur Ragnar Grímsson
í London 3. maí 2005 - "How to succeed in modern business":

"No one is afraid to work with us; people even see us as fascinating eccentrics who can do no harm and therefore all doors are thrown wide open when we arrive."

"I have mentioned this morning only some of the lessons which the Icelandic voyage offers, but I hope that my analysis has helped to clarify what has been a big mystery to many."

Þorsteinn Briem, 13.2.2015 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband