Áður voru það "ónýtir kofar úr fúaspýtum," nú "ónýt steypa".

Torfusamtökin hafa reynslu að því að fást við mat á húsum, þar sem viðkomandi hús hafa verið dæmd einskis virði en annað hefur komið í ljós. 

Í kringum 1970 átti að rífa Bernhöftstorfuna og reisa risastóran glerkassa fyrir stjórnarráð Íslands. Sagt var að húsin í á torfunni væri "ónýtt kofadrasl og fúaspýtur" enda væri timbur þess eðlis að það entist skammt, fúnaði og yrði ónýtt.

Þess vegna þyrfti að ryðja burt þessu timburdrasli svo sem Fjalakettinum og öðrum úreltum timburhúsum og reisa bákn úr steypu og gleri í staðinn. 

Nú myndi engum láta sér detta í hug að hrófla við Bernhöftstofrunni. 

Það nýjasta er þrátt fyrir alla ástina á steinsteypunni er nú er hún allt í einu orðin að ónýtu drasli sem þurfi að fjarlægja og reisa stærri og meiri steinsteypuklumpa í staðinn. 

Að vísu verður byrjunin fólgin í að rífa það gamla og reisa eftirlíkingu í staðinn.

En þegar um er að ræða menningarminjar verður hins vegar að stíga varlega til jarðar og vanda sig. 

Þar sem slíkt hefur verið gert víða á landinu hefur það gefist vel. 

 


mbl.is Niðurrif „menningarlegt slys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Að vísu verður byrjunin fólgin í að rífa það gamla og reisa eftirlíkingu í staðinn."  Gengur íslensk minjavernd ekki út á það að byggja eftirlíkingar hingað og þangað um bæinn?  

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 15.2.2015 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband