Árásir á fleiri en eina tegund frelsis.

Sumir þeir sem reyndu að rýna í spádómskúlur um síðustu aldamót varðandi höfuðatriði 21. aldarinnar, spáðu því að hún yrði öld trúarbragðastríða. 

Það sýndist eitthvað svo fjarstætt á tímum upplýsingar- og fjarskiptabyltingar og ótrúlegt afturhvarf til rammrar forneskju fyrri alda. 

En fyrsti sjöttungur aldarinnar ber samt með sér vaxandi hörku í átökum ólíkra menningarheima þar sem ofbeldismenn nota trúarbrögð sem réttlætingu fyrir kúgun og voðaverkum. 

Í ársbyrjun 1941 þegar Roosevelt Bandaríkjaforseti hóf þriðja kjörtímabil sitt í embætti setti hann fram fjórar tegundir frelsis, sem berjast þyrfti fyrir. 

1. Tjáningar- og skoðanafrelsi. 

2. Trúfrelsi. 

3. Frelsi frá ótta. 

4. Frelsi frá skorti. 

Árásirnar í Kaupmannahöfn og París eru svívirðilegar árásir gegn tjáningar- og skoðanafrelsi, en einnig árásir gegn frelsi frá ótta, því að þeim er ætlað að sá fræjum óttans svo rækilega inn í samfélögin að gera óttann að ráðandi afli og eyða þeim friði sem í þeim hefur ríkt.

Og svo virðist að margir geti hugsað sér að aðstoða við að breiða hugarfar óttans út og gera hann og takmarkalitla tortryggni gagnvirka á milli kristinna og múslima, þannig að þeir hatist við hvorir aðra eingöngu á þeim forsendum hvaða trú þeir játi. 

Í netpistlum má sjá upphrópanir eins og "burt með alla múslima", - "lokum landinu", - "í húsakynnum múslima er verið að útbúa vopnabúr fyrir valdayfirtöku" og "lögreglurannsókn þarf á öllum þeim, sem eru skráðir sem múslimatrúar".

Í Fréttatímanum í dag má sjá dæmi um þetta í viðtali við múslima frá Marokkó, konu, sem skynjar á fjandsamlegu viðmóti við sig hér á landi það ástand ótta og andúðar sem verið er að kynda undir, þannig að flótti hennar til Íslands frá kúgun og óréttlæti í heimalandi hennar virðist ætla að snúast upp í flótta frá Íslandi.

Verði af þeim flótta mun það henta afar vel kröfunni um að "hreinsa landið af þessum lýð."  

Þegar slíkt ástand hefur myndast er einnig vegið gegn trúfrelsinu og þar með í heild gegn öllum þremur fyrstu tegundum frelsis sem Roosevelt taldi nauðsynlegt að berjast fyrir.

Og þar með hefur ofbeldisseggjunum og morðhundunum sem réðust á Tvíburaturnana 2001 og hafa farið myrðandi um Kaupmannahöfn og París í vetur orðið að ósk sinni um að rífa niður það þjóðfélag friðar, frelsis sáttar, samlyndis, mannréttinda og mannúðar, sem búið er að kosta mikla baráttu að koma á í okkar heimshluta.  

Er það þjóðfélagið sem við viljum lifa í?

Er það í þágu hugsjóna og stefnumótunar leiðtoga vestrænna ríkja 1941 þegar berjast þurfi við mestu villimennsku sem ógnað hafði vestrænum samfélögum og vestrænum gildum mannréttinda, frelsis og mannúðar? 

 

 

  


mbl.is Svartur laugardagur fyrir tjáningarfrelsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er það ekki árás á trúfrelsi að skjóta Gyðinga?

ls (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 10:38

2 identicon

Sama hvert ég lít, ég sé ekki kristna ráðast á múslima.
Ef þetta er trúarbragðastríð, þá sé ég bara einn árásaraðila.

Hitt er svo, að vinstrimenn hafa skipt afar hratt um aðferð. Árásir múslima á saklaust fólk eru orðnar að árásum geðveikra einstaklinga á saklaust fólk, en Breivik var fulltrúi hægristefnu.

Hræsni vinstrimanna er þeim í blóð borin.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 11:38

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.2.2015 (síðastliðinn miðvikudag):

Three young Muslims gunned down in North Carolina family home

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:44

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Víetnam:

"Air force captain, Brian Wilson, who carried out bomb-damage assessments in free-fire zones throughout the delta, saw the results firsthand.

"It was the epitome of immorality...One of the times I counted bodies after an air strike—which always ended with two napalm bombs which would just fry everything that was left—I counted sixty-two bodies.

In my report I described them as so many women between fifteen and twenty-five and so many children—usually in the arms of their mothers or very close to them—and so many old people."

When he later read the official tally of dead, he found that it listed them as 130 VC killed."

Turse, Nick (2013). Kill Anything That Moves: The Real American War in Vietnam. New York: Metropolitan Books.

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bandaríkjaher í Írak:

"12. mars 2006 hélt Green að heimili al-Janabi fjölskyldunnar ásamt fleiri hermönnum.

Þar nauðguðu tveir hermenn [14 ára] stúlkunni, Abeer, á meðan Green skaut fjölskyldu hennar til dauða.

Green nauðgaði síðan stúlkunni og skaut hana síðan í höfuðið.

Hermennirnir kveiktu síðan í líki stúlkunnar."

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:48

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Krossferðirnar voru herfarir kaþólskra Evrópumanna á hendur þeim sem þeir töldu heiðingja á seinni hluta miðalda.

Aðallega
voru það múslímar sem urðu fyrir barðinu á krossförunum en einnig heiðnir Slavar, gyðingar, rússneskir og grískir rétttrúnaðarsinnar, Mongólar, Katarar, Hússítar, Valdensar, Prússar og pólitískir andstæðingar páfans.

Krossfarar sóru eið og fengu syndaaflausn fyrir vikið."

Krossferðir

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:50

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Seinni heimsstyrjöldin hófst í Evrópu en breiddist út til annarra heimsálfa og stóð í tæp sex ár."

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:51

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"In the English-speaking world, Bosniaks are also frequently referred to as Bosnian Muslims."

"The Srebrenica massacre, also known as the Srebrenica genocide, was the July 1995 killing of more than 8,000 Bosniaks, mainly men and boys, in and around the town of Srebrenica during the Bosnian War."

"The Secretary-General of the United Nations described the mass murder as the worst crime on European soil since the Second World War.

A paramilitary unit from Serbia known as the Scorpions, officially part of the Serbian Interior Ministry until 1991, participated in the massacre, along with several hundred Russian volunteers."

Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 20:54

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"1. gr. Trúfrelsi.

Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins.

Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.

Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.

Eigi er skylt að tilkynna stjórnvöldum um stofnun eða starfsemi trúfélaga eða annarra félaga um lífsskoðanir. ..."

Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 02:40

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ten things that Irish women could not do in 1970s:

1. Keep their jobs in the public service or in a bank once they married

Women who worked in the civil service had to resign from their jobs when they became wives.

2. Sit on a jury

Any Irish citizen who sat on a jury had to be property owners according to the 1927 Juries Act, thus excluding the majority of women.

3. Buy contraceptives

According to the 1935 Criminal Law Amendment Act, the import, sale and distribution of contraceptives was illegal. As a result the majority of women had no access to contraceptives, apart from the Pill which was sometimes prescribed as a "cycle regulator".

4. Drink in a pub

During the 1970s, most bars refused to allow women to enter a pub. Those who allowed women to enter generally did not serve females pints of beer.

5. Collect their Children’s Allowance

 In 1944, the legislation that introduced the payment of child benefits to parents specified they could only be paid to the father.

6. Women were unable to get a barring order against a violent partner

7. Before 1976 they were unable to own their home outright

According to Irish Law, women had no right to share the family home and her husband could sell their property without her consent.

Read More: Irish women speak out in anger over their abortions in Britain

8. Women could not refuse to have sex with their husband

A husband had the right to have sex with his wife and consent was not an issue in the eyes of the law.

9. Choose her official place of residence

Once married, a woman was deemed to have the same "domicile" as her husband.

10. Women could not get the same pay for jobs as men

In March 1970, the average hourly pay for women was five shillings, while that for men was over nine. The majority of women were paid less than male counterparts."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 02:49

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The majority of Kurds today are Muslim, belonging to the Shafi school of Sunni Islam."

27.1.2015:

Konur í fararbroddi í sigri hersveita Kúrda á Íslamska ríkinu:

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 03:00

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Women's right to vote was accepted in Switzerland in 1971."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 03:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband