Tvö morð við götu æskuslóðanna.

Morð eru það sjaldgæf á Íslandi, sem betur fer, að við langflestar þeirra hefur aldrei verið framið slíkt voðaverk. 

Það var því harmræm upplifun átta ára drengs þegar efst við Stórholt, þar sem ég ólst upp, var framið morð með hnífsstungu. Þetta gerðist í bragga, sem stóð við götuhorn þar sem mættust þrjár götur, Stórholt, Nóatún og Háteigsvegur. 

Bragginn stóð nánar tiltekið á horninu á Háteigsvegi og Nóatúni en blasti við þegar horft var upp eftir Stórholtinu. 

Á þessum tíma var ég læs og las dagblöðin þegar sundur og saman. Þar að auki logaði gatan af umtali um þennan vofveiflega atburð. 

Síðan gerðist það meira en hálfri öld síðar, að morð var framið neðarlega í götunni og þá rifjuðust upp dapurlega minningar frá æskuárunum og undrun yfir því að aftur væri framið morð í sömu götunni. 


mbl.is Þrjú ár frá voveiflegum atburði í sömu götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn hefur komið í veg fyrir að þú getir gapað hér eins og þér sýnist en staðreyndir er það sem máli skiptir hér en ekki skoðanir, Brynjólfur Þorvarðsson.

Hvað þá skoðanir manna á öðrum mönnum hér, til að mynda Óskari Helga Helgasyni.

Og hann má að sjálfsögðu hafa þær skoðanir sem honum sýnist.

En skoðanir Óskars Helga eru ekki staðreyndir frekar en þínar skoðanir og jafn merkilegar eða ómerkilegar og þínar.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband