16.2.2015 | 14:18
Þetta yrði nýlunda á mörgum sviðum.
Ég er ekki vel að mér í þýðingum þess skógs af tilskipunum sem við þurfum að innleiða hér á landi ef við á annað borð viljum halda áfram að vera í EES.
Á einu sviði þekki ég þó til, en það er í bílaíþróttum, svo sem í rallakstri. Í þeirri keppnisgrein varð það að samkomulagi fyrir löngu hjá alþjóðasamtökunum á því sviði, að enda þótt hvert land hefði reglurnar á heimavelli á eigin tungumáli, skyldi franski textinn ráða, ef vafi kæmi upp varðandi túlkun reglnanna.
Afleiðing þessa er einföld: Allar þjóðir reyna að hafa þýðinguna úr frönsku þannig að hún sé sem nákvæmust svo að komið sé í veg fyrir að vafaatriði geti valdið vandræðum.
Hvað aðrar þjóðir en Frakka varðar, kunna aðstæður að vera þannig, að freisting sé að "milda" ákvæði með því að sveigja þýðinguna í heimatungumálið örlítið til frá innihaldi franska textans.
En þetta kemur að sjálfsögðu ekki til greina á þessu sviði, hvorki hér á landi né í öðrum löndum, þar sem ekki er töluð franska, því að það myndi ekki aðeins valda vandræðum varðandi þátttöku útlendinga í keppni í öðrum löndum en þar sem franska er töluð, til dæmis þáttöku útlendinga hér á Íslandi, heldur einnig valda óvissu og vandræðum alls staðar.
Og ef þýðingin er ekki góð yfir á heimatungumálið, er franski textinn með nákvæmri merkingu hans látinn ráða og þýðingin lagfærð.
Svo einfalt er það.
Ef við erum ósátt við merkingu franska textans, er hægt að berjast fyrir breytingu á honum á vettvangi alþjóðasamtakanna.
Og ef óánægjan með hann er svo mikil, að við verði ekki unað, er næsta skref að segja sig einfaldlega úr alþjóðasamstarfinu.
Og auðvitað getum við sagt okkur frá EES samningnum og fært klukkuna aftur til ársins 1993.
Þýðendur harma orð Sigrúnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.
Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."
Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:26
"Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."
Schengen-samstarfið
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:27
Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:
"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.
Og okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:29
"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.
Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:30
"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:
Reglugerð nr. 1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."
Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:32
8.4.2013:
"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."
"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.
Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."
"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:33
Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:35
Lög um frjálsan atvinnu- og búseturétt launafólks innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) nr. 47/1993
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:36
Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).
"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Ísland, Noregur og Sviss]."
"The 31 National Members of CEN work together to develop voluntary European Standards (ENs).
These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries."
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:38
"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."
Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002
Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:56
"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."
Jarðalög nr. 81/2004
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 16:59
Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.
Þorsteinn Briem, 16.2.2015 kl. 17:03
Franska var í margar aldir, svokallað "language of diplomacy" í alþjóðlegum samskiptum, og er að einhverju leyti enn, t.d. kallast reglur ESB, "aquis" upp á frönsku. Frá 1815 varð franska "exclusive language of diplomacy" við gerð milliríkjasamninga.
Í bók Michael Milde, International Air Law and ICAO kemur fram, að þegar öll undirbúningsskjöl fyrir Chicagoráðstefnuna, og þar með fyrstu drögin að Chicagosáttmálanum, voru útbúin 1944, var einungis notast við ensku sem tungumál. Var það víst með fyrstu skiptum sem svona alþjóðlegt samkomulag var útbúið án þess að notast við frönsku sem tungumál frumtextans. Franski fulltrúinn lýsti yfir vonbrigðum á öðrum undirbúningsfundinum, á frönsku að sjálfsögðu, að söguleg staða frönsku sem annað tveggja opinberra tungumála ráðstefnunar væri ekki virt við undirbúning textans. Sagt er að fundarstjórinn, Adolf A. Berle, þá aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi skilið þetta sem tillögu, sem Kína styddi, þess efnis að nota ætti ensku á ráðstefnunni og bar undir atkvæði, sem var samþykkt samhljóða. Þess vegna var það svo að Chicagosáttmálinn, og öll skjöl honum tengd voru einungis útbúin á ensku fyrir undirritun í desember árið 1944, en ekki líka á frönsku. Þó var tilgreint í lok sáttmálans að sami texti útbúinn á frönsku og spænsku skyldi vera til reiðu í Washington D.C. til undirritunar. Til voru vinnugögn á frönsku og spænsku, en þar sem ekki var ljóst hver ætti að bera ábyrgð á að tryggja að rétt væri haft eftir enska frumtextanum, voru endanlegar franskar og spænskar útgáfur ekki útbúnar fyrr en 1968.
Útdrátt úr bók Milde má finna hér: http://books.google.lt/books?id=YqaYJ3R0nKQC&pg=PA19&hl=is&source=gbs_toc_r&cad=3#v=onepage&q&f=false
Erlingur Alfreð Jónsson, 16.2.2015 kl. 17:14
Ekki ætla ég að leggja dóm á orð umhverfisráðherra, en hef þó velt því fyrir mér að sumar þýðingarnar, sem félag þýðenda virðist vera svo ánægt með er algert torf og virðist helst að notast hafi verið við Google-translate við þýðinguna. Eða getur einhver sat mér á skiljanlegri íslensku hvað verið er að skilgreina hér:
"Tengdur lánssamningur: Lánssamningur þar sem viðkomandi lán þjónar eingöngu þeim tilgangi að fjármagna samning um veitingu sérstakrar vöru eða sérstakrar þjónustu og birgir eða þjónustuveitandi fjármagnar sjálfur lánið eða, þar sem þriðji aðili fjármagnar lánið, ef lánveitandi notar þjónustu birgis eða þjónustuveitanda í tengslum við gerð eða undirbúning lánssamnings eða þegar sérstök vara eða veiting sérstakrar þjónustu er sérstaklega tilgreind í lánssamningi."
Vara svo það sé á hreinu þá er þetta ekki samið af mér heldur er hér afritað beint úr íslenskum lögum, nánar tiltekið Lög um neytendalán nr. 33/2013 og eru þau lög þýdd beint frá EB tilskipuninni. Og þetta er ekki eina svona tilfellið úr þessum lagabálki. Það er bara eins og að þýðandi hafi bara alls ekki kunnað íslenskt mál, þótt hann teldist kunna íslensku.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 17:21
Þetta heitir "linked credit agreement" á ensku en "kombinerat kreditavtal" á sænsku. Þú hefur kannski betri þýðingu? Ég er nokkuð viss um að hvorki enskumælandi né sænskumælandi almenningur viti almennt hvað þetta er. Hins vegar er þetta hugtak ekki að finna í hugtakasafni þýðingarmiðstöðvar.
Jón (IP-tala skráð) 16.2.2015 kl. 20:11
Sjá greinargerðina með frumvarpinu: https://www.althingi.is/altext/141/s/0228.html
"Um p-lið. Í ákvæðinu eru tengdir lánssamningar skilgreindir. Nokkuð algengt er hérlendis að fólk nýti sér tengda lánssamninga, dæmi um slíkt eru raðgreiðslusamningar ýmissa verslana, svo sem um kaup á húsgögnum, tölvum eða bifreiðum."
Það eru fjölmörg dæmi um alíslenk sem eru samin frá rótum hérlendis án nokkurrar tengingar við EES-rétt, sem eru miklu illskiljanlegri en þetta.
Besta nýlega heimasmíðaða dæmið eru lögin um Leiðréttinguna svokölluðu: http://www.althingi.is/lagas/nuna/2014035.html
Verði ykkur til dæmis hjartanlega að góðu með 4. mgr. 11. gr:
"Leiðréttingarfjárhæð, í heild eða að hluta, myndar leiðréttingarhluta láns. Skal ráðstöfun hennar vera með eftirfarandi hætti inn á leiðréttingarhlutann þar til leiðréttingarfjárhæð er að fullu nýtt eða frumhluti láns tæmist. Fyrst skal ráðstafað inn á elsta ógreidda gjalddaga lánsins í eftirfarandi röð. Fyrst kemur vanskilakostnaður og dráttarvextir, næst ógreiddir vextir, auk verðbóta á ógreidda vexti, og loks ógreiddur höfuðstóll, auk verðbóta á ógreiddan höfuðstól. Með sama hætti skal ráðstafa inn á næstelsta ógreidda gjalddaga og svo koll af kolli. Þá skal færa á leiðréttingarhluta lánsins skuld á jöfnunarreikningi ef umsækjandi hefur notið greiðslujöfnunar á grundvelli laga nr. 63/1985, sbr. lög nr. 107/2009. Þar á eftir skal ráðstafa inn á leiðréttingarhluta lánsins svo miklum hluta af áföllnum vöxtum og verðbótum áfallinna vaxta og höfuðstól og verðbótum lánsins sem þarf þar til leiðréttingarfjárhæð er náð eða frumhluti láns tæmist. Leiðréttingarfjárhæð þannig samansett myndar nýjan höfuðstól fyrir leiðréttingarhluta láns. Áfallna ógreidda vexti af leiðréttingarhluta lánsins má leggja við höfuðstól á 12 mánaða fresti. Því næst skal leiðréttingarfjárhæð ráðstafað með sömu aðferð á fasteignaveðlán á næsta veðrétti fasteignar umsækjanda og svo koll af kolli. Ef þá stendur eftir fasteignalán umsækjanda sem tryggt er með veði í fasteign annars einstaklings skal það fært niður með sama hætti."
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2015 kl. 21:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.