Engin hókus-pókus leið.

Fróðlegt er að fylgjast með umræðum um vanda Grikkja vegna efnahagshrunsins. Landið er gjaldþrota og því afar óhægt um vik með aðgerðir til bjargar. 

Ísland var líka í raun gjaldþrota haustið 2008 en með því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil, krónuna, var hægt að skella á mestu gengisfellingu á Íslandi síðan 1967 með stórfelldustu kjararýrnun og skuldahækkun sem dæmi eru um í einu vetfangi.

Helsti kostur þess að hafa krónuna var einfaldlega sá að það var hægt að féfletta skuldara og skerða kjör launafólks margfalt meira og hraðar en á annan hátt. 

Með skuldaleiðréttingaraðgerðunum í vetur var enn verið að reyna að ráða fram úr afleiðingum falls krónunnar í Hruninu.

Sumir telja að skást sé fyrir Grikki að fara sömu leið og við, en gleyma því, að hagur fólks í Grikklandi er svo miklu verri en hagur Íslendinga 2008, að hrikaleg gengislækkun og samsvarandi kjaraskerðing þar í landi kann að hafa óviðráðanlegar og miklu verri afleiðingar þar en þó fylgdu hruninu hér á landi.  


mbl.is Mikil lækkun í grísku kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:33

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:34

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Total Government Gross Debt (% of GDP) in Year 2013:

Japan 245,4%,

Bandaríkin 108,1%,

Ísland 91,9%,

Evrópusambandið 89%.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:42

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Graphic showing how much Greece owes to whom

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.2.2015:

"Greece owes a lot of money. The debt is 176 percent of its gross domestic product, a high figure but not the worst in the world.

Debt service now takes costs a little over four percent of GDP per year, though some calculate the cost to be just 2.2 percent when various sweeteners are considered."

Will Greece Default On Its Debt? - Forbes

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:45

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:02

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:03

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Engir tollar eru lagðir á þær vörur sem fluttar eru á milli landa innan Evrópusambandsins.

Gengi Ísland í Evrópusambandið yrðu tollar á vörur frá Evrópusambandsríkjum felldir niður en þaðan kemur ríflega helmingur alls innflutnings."

"Þannig eru lagðir 30% tollar á kjöt, mjólkurvörur og egg, 20% á sætabrauð og kex, 15% á fatnað og 7,5% á heimilistæki."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:05

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Og þar að auki fullunnu lambakjöti.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:07

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:08

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:09

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Þar að auki eru dráttarvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:10

17 Smámynd: Már Elíson

1,2,3,4....16 kexrugluð "spöm" við eina bloggfærslu...Er þetta ekki bara met. frá 18,32 til 19,10...á 38 mínútum, á matartíma og saltkjöt og baunir í matinn ? - Hann hlýtur að geyma þetta rugl í pappakassa við hliðina á rúminu sínu, kallinn !

Már Elíson, 17.2.2015 kl. 23:09

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flutt voru út héðan frá Íslandi 1.589 lifandi hross árið 2009, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Og seld voru um 1.500 tonn af íslensku hrossakjöti árið 2012.

Meirihlutinn
af því var fluttur út, aðallega til Frakklands, Ítalíu, Sviss og Rússlands.

18.2.2013:


Útflutningur á hrossakjöti þrefaldast


27.6.2012:


Telja að útflutningur á lifandi hrossum muni aukast

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 00:08

19 identicon

Mest voru flutt út árlega um 3000 lífhross. Það er nokk langt síðan, - ca 20 ár. Flest flutt með vélum Cargolux til Lúxemborgar, og svo keyrð út um allar koppa grundir.
Þetta var stærsta útflutningsafurð landbúnaðar á þeim tíma. Það hindraði þó ekki það, að í EES samningunum "gleymdist" þetta, þannig að þetta bar fullan toll. 28% ef ég man rétt.
Gríðarleg tollrannsókn Þýskalands á þessum hrossa-innflutningi olli svo því að það dró úr þessu. Og svo bólgnaði krónan síðar meir að auki.
Þess má geta að bak við 1.500 hross í útflutning eru kannski 10.000 á fóðrum hér heima, og ársverkin ærið mörg.
Flest fór ég með 32 stykki í einni ferð hjá Cargolux, - sem "horse-groom" eða "escort" eins og það var nefnt. Kynntist þar ótrúlegu skrifræði og því tengdum almennum aulaskap í LUX.

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.2.2015 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband