Snýst um fjórðung brautarinnar.

Litla brautin á Reykjavíkurflugvelli er aðeins 869 metra löng og 75% hennar liggur inni í brautakerfi hinna tveggja brautanna. 

Þess vegna er það slysalegt ef notkunargildi þessarar brautar verður eyðilagt með einni röð íbúðabygginga við norðausturendann, sem vel væri hægt að færa til inni í Hlíðarendareitnum, sem á hvort eð er að vera með auð svæði, sem væri hægt að hnika til innan reitsins.

Í fréttum í kvöld er því haldið fram að byggingar sem væru fjær brautinni, myndu eftir sem áður koma í veg fyrir notkun brautarinnar, en ekki þarf annað en að slá máli á aðflugslínuna til að sjá, að þetta er ekki rétt. 

Eini hluti brautarinnar sem stendur út fyrir brautakerfi hinna brautanna, er suðvesturendinn.

Ef hann verður lagður niður losnar um á að giska 50 hektara til íbúðabygginga eða 0,05 ferkílómetra.

Fráleitt er að halda því fram að allt íbúðaskipulag höfuðborgarsvæðisins standi eða falli með svo litlu svæði.  

 


mbl.is Segir Dag spilla friði í Rögnunefndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hættan á flugslysum er einna mest við enda flugbrauta.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:52

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:53

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.2.2012:

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu - Stjórnarskrárvarinn eignarréttur


"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og að meina öðrum að nota hann."

Reykjavíkurborg og einkaaðilar eiga meirihlutann af Vatnsmýrarsvæðinu, merkt hér með gulum strikum:

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:54

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í síðustu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:56

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23 prósent kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins."

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 18:58

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga.

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:
"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 19:00

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Í flugvallarmálinu er iðulega reynt að láta þá sem vilja halda flugvellinum óbreyttum standa frammi fyrir orðnum hlut - með því að þrengja að flugvallastæðinu - og þannig gera flugvöllinn óstarfhæfan.

Páll Vilhjálmsson, 17.2.2015 kl. 20:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki stefna Reykjavíkurborgar að leggja Reykjavíkurflugvöll niður.

Þar að auki veit ég ekki til þess að einhverjir séu á móti flugvöllum.

Reykjavíkurborg vill hins vegar að Reykjavíkurflugvöllur verði færður af Vatnsmýrarsvæðinu á annan stað á höfuðborgarsvæðinu.

Og menn ættu að lesa samkomulagið um Reykjavíkurflugvöll, sem Rögnunefndin byggist á:

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 17.2.2015 kl. 21:02

9 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki er hægt að færa flugvelli.Þar af leiðandi er ekki hægt að færa flugvöllinn í Vatnsmýri.Ef borgaryfirvöldum tekst að koma í veg fyrir að Vatnsmýrarflugvöllur sé notaður,er ekki um annan flugvöll að ræða á höfuðborgarsvæðinu.Flugvöllurinn á Miðnesheiði í Sandgerði mun þá taka yfir alla starfsemi sem er á R.Víkurflugvelli.Hefja þarf strax undirbúning að því.Bæjaryfirvöld í Sandgerði munu eflaust fagna að fá þarna vinnustað með á annað þúsund starfsmenn og tilheyrandi tekjur af starfseminni.En taka á í leiðinni af byggð í Sörlaskjólinu í Vesturbænum í R.Vík og flytja ábúendur þar,meðal annars st.nokkurn briem upp á Hólmsheiði og bjóða þeim frítt húsnæði þar,í húsnæði sem er í byggingu.

Sigurgeir Jónsson, 17.2.2015 kl. 22:52

10 Smámynd: Már Elíson

Ef þú getur lofað þessu og beitt þér fyrir þessu síðasta Sigurgeir, þá mun ég kjósa þig. Hvar ertu annars í framboði ?

Már Elíson, 17.2.2015 kl. 23:04

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ætli Silja Dögg sjái ekki um þetta fyrir mig.Eða Ásmundur.Kannski bæði.

Sigurgeir Jónsson, 17.2.2015 kl. 23:12

13 identicon

það eru tveir endar á hverri braut og menn ættu að hafa í huga hvað stendur til Skerjafjarðarmegin. 3000-3500 manna byggð á litlu svæði(hálft bílastæði á íbúð) mun valda öngþveiti á svæðinu og engin leið að leysa úr því nema loka vellinum eins og íbúar bentu á á kynningarfundi. "Einmitt" sagði Stjóri og glotti.

GB (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 04:41

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um átján þúsund nemendur eru í Háskóla Íslands og Háskólanum í Reykjavík og ef þeir færu allir á einkabíl í skólann, einn í hverjum bíl, þyrfti um 324 þúsund fermetra af bílastæðum nálægt skólunum undir þá bíla eina.

Það eru áttatíu knattspyrnuvellir.


Bílastæði á Vatnsmýrarsvæðinu verða
mörg neðanjarðar, enda taka bílastæði mikið og dýrt pláss ofanjarðar og ekki myndu margir vilja búa í gluggalausum kjallara, þannig að sjálfsagt er að nota þá sem bílastæði.

Og margir þeirra sem nú aka langar leiðir í vinnu til að mynda á Landspítalanum, stærsta vinnustað landsins, í Háskólanum í Reykjavík og Háskóla Íslands munu væntanlega kaupa íbúðir á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þannig
geta þeir sparað kaup og rekstur á einum bíl á heimili í stað tveggja, sem þýðir einnig að minna pláss þarf undir bílastæði en ella á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 07:49

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nýjar íbúðir Búseta við Einholt og Þverholt:

Yfirlitsmynd

"Varðandi "fréttina" um bílakjallarann, þá verður hann á sínum fyrirhugaða stað með 213-218 stæðum. Íbúðir u.þ.b. 203."

"Kveðja, fulltrúar Einholts/Þverholts verkefnis."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 07:52

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stakkholt 2A og 2B:

"Sér stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum í húsi 2-A og öllum íbúðum í húsi 2-B. Sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."

Stakkholt 4A og 4B:

"Sér stæði í bílageymslu fylgir öllum íbúðum og sex sameiginleg stæði fyrir fatlaða verða ofanjarðar."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 07:53

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

12.2.2013:

"Gatnakerfið í Reykjavík austan Elliðaáa þekur 51% af landinu.

Byggð svæði þekja einungis 35% og opin svæði 14%."

Ofvaxið gatnakerfi - Þétting byggðar

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 07:55

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, Klambratún (Miklatún), Öskjuhlíð, Nauthólsvík, Ægisíða og Hljómskálagarðurinn.

Þar eru einnig einkagarðar við langflest íbúðarhús og í mörgum tilfellum bæði framgarðar og bakgarðar.

Alls áttu 40.295 lögheimili í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar 1. janúar 2013, rúmlega þriðjungur Reykvíkinga, þar af 15.708 í 101 Reykjavík, 16.067 í 105 Reykjavík og 8.520 í 107 Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 07:57

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Hlutfallslega flestir svarendur [í Reykjavík] vilja helst búa í vesturhluta borgarinnar, miðbæ og nærliggjandi hverfum, borið saman við núverandi búsetu, samkvæmt könnun á húsnæðis- og búsetuóskum Reykvíkinga árið 2013.

Um helmingur svarenda býst við að flytja og skipta um húsnæði innan fimm ára.

Um 87% reikna með að flytja innan borgarinnar og þar af um helmingur innan sama hverfis.

Af nýbyggingasvæðum er miðbærinn vinsælastur og næst kemur Vatnsmýri."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 07:58

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítali-Háskólasjúkrahús er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands
, Háskólann í Reykjavík, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða [þar sem nú er verið að reisa hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen] styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.

Svæðið liggur við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítala-Háskólasjúkrahúss býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þar er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Það eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita.

Og þar að auki vinna á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 08:02

21 identicon

Neðanjarðar-bílastæði á Mýrlendi, - einmitt!!!

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 08:05

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætlunin er að byggja allt að 850 íbúðir á Hlíðarendasvæðinu, þar af um 200 svokallaðar stúdentaeiningar og 50% íbúðanna verða tveggja herbergja en um 20% þriggja herbergja.

Árið 2013 voru opnaðir stúdentagarðar, Sæmundargarðar, við Háskóla Íslands fyrir um 300 stúdenta og reistir verða stúdentagarðar á milli Nauthólsvegar og Öskjuhlíðar í nágrenni Háskólans í Reykjavík.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 08:10

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heilu hverfin í Reykjavík hafa verið byggð í mýri og væntanlega auðveldara að gera bílakjallara í mýri en að bora eða sprengja upp klöpp, eins og sums staðar hefur verið gert.

Þar að auki er meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins ekki mýri, enda ekki hagstætt að lenda þar flugvélum í mýri.Hús Íslenskrar erfðagreiningar var hins vegar reist þar í mýri og skammt frá er verið að reisa stórhýsi og hátæknisetur lyfjafyrirtækisins Alvogen, þar sem um 200 manns munu starfa, flestir háskólamenntaðir.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 08:48

24 identicon

Þetta nálgast að vera met, tveir hlekkir á Rögnunefndina við sama pistil.

ls (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 08:53

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við skulum þá vona að nafnleysinginn "ls" sé búinn að lesa samkomulagið sem Rögnunefndin byggist á, geti því frætt okkur um þetta samkomulag og hverjir skrifuðu undir það:

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 09:33

26 identicon

Það fer bara að vera erfitt að telja!  Hélt annars að Steini Briem tæki ekki mark á þeim sem koma ekki fram undir nafni...

ls (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 10:11

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Bjóst nú ekki við að þú kynnir mikið að telja, "ls".

Og ekki skrifar þú hér nokkurn skapaðan hlut um það sem Rögnunefndin byggist á, enda hefur þú væntanlega ekki lesið það:

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 10:39

28 identicon

"Heilu hverfin í Reykjavík hafa verið byggð í mýri og væntanlega auðveldara að gera bílakjallara í mýri en að bora eða sprengja upp klöpp, eins og sums staðar hefur verið gert."

Nei, reyndar ekki. Grunnvatnsstaða skilurðu? Það sem gerir mýri að mýri....

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 12:13

29 identicon

ER ÞETTA BLOGGSÍÐAN ÞÍN ÓMAR...??

EÐA ERT ÞÚ SJÁLFUR STEINI BRIEM..???

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband