Hinir ósnertanlegu: Alcoa og sægreifar.

Tvær fréttir af svipðum toga fljúga nú um ljósvakann. Alcoa kemst upp með að hafa af Íslendingum um það bil 4-6 milljarða í skattgreiðslur á hverju ári með bókhaldsbrellum sem eru "löglegar í einu og öllu" að sögn talsmanna fyrirtækisins.  

Reyðarfjarðarálverið er eitt það arðsamasta í heimi, nýtt, hagkvæmt og tæknilega fullkomið og orkuna fær það á gjafverði. Árlegan ágóða má áætla um 20-30 milljarða á ári með tekjuskatt upp á 4-6 milljarða á hverju ári ef allt væri með felldu. 

Fyrirtækið ver örlitlu broti af þessu þýfi í stuðning við ýmis málefni eystra og uppsker með því aðdáun og þakklæti innbyggjara. Gamalkunnug aðferð nýlenduherra og sumra einokunarkaupmanna og útgerðarmanna forðum í sjávarplássum á Íslandi.  

Á síðustu átta árum er gróðinn líklega samtals um 150-250 milljarðar króna og ætti að vera búið að borga af því 80-150 milljarða í skatt.   

Það styttist í það að Alcoa hafi borgað upp kostnaðinn við að reisa álverið á sama tíma og drápsklyfjar afborgana og vaxta af skuldum Landsvirkjunar verða þung byrði á Landsvirkjun næstu áratugi.

Hin fréttin þarf ekki að koma neinum á óvart: Sjávaraútvegsráðherra er gerður afturreka með frumvarp um fiskveiðistjórnun, af því að sægreifar vilja "hafa forræði yfir" sjávaraflanum.

Í fréttum sjónvarps segir talsmaður nýrra samtaka í útveginum að það sé skilyrði að ástandið sé fyrirsjáanlegt svo að fjárfestar og eigendur geti gert áætlanir langt fram í tímann.

Auðvelt er að lesa á milli línanna í þessu svari: "Fyrirsjáanlegt ástand" byggist að sjálfsögðu á því sægreifanir "hafi forræði yfir kvótanum" um alla framtíð sem þýðir á mannamáli að orðin um að auðlindin sé í eign þjóðarinnar séu marklaus og hinir raunverulegu eigendur séu áfram hinn íslenski aðall sem á auðlindina alla og hefur eins og evrópski aðallinn forðum undir sér leiguliða, sem borga fáránlega hátt leiguverð og lepja dauðann úr skel.

Síðan eru kjör "litla mannsins" í sjávarútveginu notuð sem átylla til þess að gefa sægreifaaðlinum tugi milljarða aukalega árlega.

Taka má ofan fyrir sjávarútvegsráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni ef rétt er að hann hafi viljað að kvótinn væri á forræði þjóðarinnar sjálfra, það er, þess eina aðila sem þjóðin á sjálf sameiginlega; ríkissjóðs.

En nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson að því er virðist verið svínbeygður í þessu máli og búið að negla það í tveimur fréttum sama daginn: "The untuchables" á Íslandi eru Alcoa og sægreifarnir.   


mbl.is Ekkert hægt að gera við Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015 (í gær):

"Íslands­banki spá­ir því að út­flutn­ings­tekj­ur ferðaþjón­ust­unn­ar verði 342 millj­arðar króna í ár, eða ríf­lega ein millj­ón krón­a á hvern Íslend­ing.

Grein­in hef­ur vaxið mun hraðar en hag­kerfið og með sama áfram­haldi verða tekj­urn­ar farn­ar að nálg­ast út­gjöld rík­is­ins inn­an nokk­urra ára en þau eru áætluð um 640 millj­arðar króna í ár."

"Ingólf­ur Bend­er, for­stöðumaður Grein­ing­ar Íslands­banka, seg­ir ferðaþjón­ust­una orðna "lang­um­fangs­mestu at­vinnu­grein þjóðar­inn­ar á mæli­kv­arða gjald­eyrisöfl­un­ar.""

Spá 342 millj­arða króna útflutningstekj­um ferðaþjónustunnar á þessu ári, 2015

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:11

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.2.2015 (í gær):

"Eva Joly segir að það sé að bannað að nota glufur í skattalögum eins og Alcoa gerir til að koma hagnaði undan skatti á Íslandi með gervilánum.

Nefnd Evrópuþingsins sem hún leiðir muni beita sér fyrir sérstakri skoðun á framferði Alcoa og annarra fyrirtækja sem beita sömu aðferðum."

Bannað að nota glufur í skattalögum til að koma hagnaði undan skatti eins og Alcoa gerir

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:14

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nettóskuldir Landsvirkjunar voru 1. janúar 2013 309,4 milljarðar króna, samkvæmt ársreikningi Landsvirkjunar fyrir árið 2012, andvirði tveggja Kárahnjúkavirkjana.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:16

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.2.2014:

"Fram til ársins 2018 eru afborganir Landsvirkjunar á erlendum lánum áætlaðar um 128 milljarðar króna [andvirði Kárahnjúkavirkjunar].

Langstærstur hluti af handbæru fé fyrirtækisins frá rekstri mun því líkt og síðustu ár fara í að standa skil á afborgunum erlendra skulda."

Áhersla lögð á að lækka miklar erlendar skuldir Landsvirkjunar næstu árin

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.4.2013:

"Á aðal­fundi Lands­virkj­un­ar í dag var samþykkt til­laga stjórn­ar fyr­ir­tæk­is­ins um arðgreiðslu til eig­enda, þ.e. rík­is­sjóðs, að fjár­hæð 1,5 millj­arðar króna fyr­ir árið 2012.

Lands­virkj­un greiddi 1,8 millj­arða í arð í rík­is­sjóð í fyrra en fyr­ir­tækið greiddi eng­an arð fjög­ur ár þar á und­an."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:19

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Óttinn við að styggja álrisana byggir á því að ef þeim verði meinaður þjófnaðurinn, nú eða orkuverð hækkað, þá pakka þeir niður og fara. Enginn þorir að taka ábyrgðina á því. Þeir geta því nanast hegðað ser eins og þeir vilja og heimtað það sem þeir vilja.

Nú er því spurning hvaða stjórnmálaflokkur vill láta á þetta reyna.

ég get ekki séð að við séum að fá meira en útsvarstekjur örfárra starfsmanna og óuppgefna orkusölu í ríkissjóð. Þær duga líklega ekki einu sinni fyrir broti af vaxtakostnaði rikisins við byggingu virkjana til að þjóna undir þessi álver. 

Hefur einhver tekið saman dæmið ef tekið er mið af virkjanakostnaði og lánum til þeirra? Hvað er afgangs?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2015 kl. 20:23

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

CCP á Grandagarði í Reykjavík seldi árið 2009 útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hér á Íslandi laun og launatengd gjöld.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:29

9 identicon

Svokallað idiotentest er orðið meira en bráðnauðsynlegt fyrir þá sem sækjast eftir þingsæti á skerinu.

Hagsmunir þjóðarinnar eru í húfi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 20:31

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samtök iðnaðarins:

"Mikilvægi hátækniiðnaðar fyrir atvinnulíf framtíðarinnar speglast í því að fimmtungur allra nýrra starfa sem urðu til í landinu á árunum 1990-2004 sköpuðust vegna hátækni.

Á sama tíma fjölgaði aðeins um 500 störf í stóriðju og fækkaði um fjögur þúsund í sjávarútvegi..

Í lok tímabilsins störfuðu 5% vinnuaflsins, 6.500 manns, við hátækni, 900 við stóriðju (0,7%) og ríflega 10 þúsund í sjávarútvegi.

Í hátækni eru 40% starfsfólksins með háskólamenntun og um 60% með háskóla- og iðnmenntun.

Ef borinn er saman virðisauki Íslendinga af stóriðju og hátækni sést að virðisauki framleiðslunnar í hátækni er rúmlega þrefalt meiri en í stóriðju.

Þetta skýrist af því að hátæknigeirinn er vinnuaflsfrekur og í innlendri eigu, einungis þriðjungur virðisaukans í stóriðju verður eftir í landinu en um 70% eru flutt úr landi."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:31

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Álverin greiða einungis brot af þeim sköttum sem fyrirtæki greiða hér á Íslandi og meðallaun í álverum hér eru lægri en í ferðaþjónustunni, eins og undirritaður hefur margoft sýnt hér fram á.

Mikil meirihluti skatta fyrirtækja og einstaklinga kemur frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal þjónustufyrirtækjum og þeim sem þar starfa, enda er þar mikill meirihluti fyrirtækja og einstaklinga.

Til að reisa hér virkjanir tekur Landsvirkjun lán erlendis, þannig að tugmilljarða króna vextir af þeim fara árlega til lánastofnana erlendis sem erlendur gjaldeyrir.

Þar að auki þurfa álfyrirtækin hér, sem eru í eigu erlendra fyrirtækja, að kaupa gríðarlegt magn af súráli í erlendum gjaldeyri til sinnar framleiðslu.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:33

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hjá Norðuráli á Grundartanga unnu um 500 manns í árslok 2009, þar af um 400 félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness, og á vef félagsins er tekið sem dæmi að starfsmaður, sem unnið hefur í sjö ár hjá Norðuráli, hafi fengið 308.994 króna mánaðarlaun í nóvember 2010.

12. 6.2008
:

"Á vefsíðu Fjarðaáls kemur fram að meðallaun framleiðslustarfsmanna eru tæpar 336 þúsund krónur á mánuði, með innifalinni yfirvinnu, vaktaálagi og fleiru."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt launakönnun VR, sem gerð var í ársbyrjun 2009 og tæplega ellefu þúsund manns svöruðu, voru heildarmánaðarlaun á hótelum, veitingahúsum og ferðaskrifstofum 362 þúsund krónur, í samgöngum á sjó og landi og flutningaþjónustu 377 þúsund krónur og flugsamgöngum 391 þúsund krónur.

(Og í matvæla- og drykkjariðnaði voru heildarmánaðarlaunin 391 þúsund krónur, lyfjaiðnaði 411 þúsund krónur, ýmsum iðnaði og byggingastarfsemi 441 þúsund krónur, byggingavöruverslunum 363 þúsund krónur og stórmörkuðum, matvöruverslunum og söluturnum 352 þúsund krónur.)

Félagssvæði VR
nær yfir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar, Álftaness, Kjósarhrepps, Akraness og nágrennis, Húnaþings vestra, alls Austurlands og Vestmannaeyja.

Launakönnun VR 2009 - Grunnlaun, heildarlaun og vinnutími á hótelum, veitingahúsum, ferðaskrifstofum, í samgöngum á sjó og landi, flutningaþjónustu og flugsamgöngum, bls. 23-25

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:37

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að minnsta kosti 1.600 íslenskir flugmenn, flugfreyjur, flugþjónar, flugvirkjar og flugumferðarstjórar starfa hér í ferðaþjónustunni við innanlandsflugið og millilandaflugið.

Þeirra laun hafa ekki verið tekin hér með í reikninginn og þau hækka að sjálfsögðu meðallaunin töluvert í ferðaþjónustunni.

Rúmlega 600 eru í Félagi atvinnuflugmanna (FÍA), rúmlega sjö hundruð í Félagi flugfreyja. um 200 flugvirkjar vinna hjá Icelandair og Flugfélagi Íslands og um 100 flugumferðarstjórar starfa hér á Íslandi.

Meðallaun flugmanna virðast vera um ein milljón króna á mánuði, samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar 2009 og þar má finna flugfreyjur með 400 og 500 þúsund krónur á mánuði, flugvirkja með 400 og 700 þúsund krónur á mánuði og flugumferðarstjóra með um eina milljón króna á mánuði.

Ræstingafólk vinnur í öllum fyrirtækjum, bæði í þjónustu- og framleiðslufyrirtækjum.

Og á móti þeirra launum koma mun hærri laun flugmanna, flugfreyja, flugþjóna, flugvirkja og flugumferðarstjóra.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:39

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóriðjan þarf gríðarmikla raforku og stóriðjufyrirtæki verða einungis á örfáum stöðum á landinu.

Ferðaþjónusta er hins vegar í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

Þar að auki eru langflest fyrirtæki í ferðaþjónustunni hér á Íslandi einkafyrirtæki, sem Sjálfstæðisflokkurinn talar sífellt um af mikilli lítilsvirðingu, eins og mörg önnur einkafyrirtæki hér, til að mynda alls kyns þjónustufyrirtæki.

Hversu mörg stóriðjufyrirtæki verða annars staðar en í Hafnarfirði, Helguvík, á Grundartanga, Húsavík og Reyðarfirði?!

Hvernig ætla Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þá að auka hér hagvöxt?!

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 20:41

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verð á leigukvóta þorsks er núna um 208 krónur fyrir kílóið en verð á óslægðum þorski er um 232 krónur, þannig að mismunurinn er einungis 24 krónur fyrir kílóið.

Steini Briem, 9.1.2009

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 21:02

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Byggðastofnun sagði í október 2000 að veikleikar sjávarbyggða á Vestfjörðum væru meðal annars versnandi kvótastaða, afli fluttur óunninn í burtu, erfiðar vegasamgöngur og lágt fasteignaverð.

Steini Briem, 9.1.2009

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 21:08

18 identicon

Hafið þið gleymt að taka lyfin ykkar.það fer of mikil orka hjá ykkur í að berjast á móti atvinnuvegunum.Alttí einu talar ómar um að Alcoa Reyðarf sé arðbært.Gott mál,og Landsvirkjun er fer að skila hagnaði þökk sé Alcoa og Kárahnjúkavirkjun

VSK (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 21:11

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í mars 2007 var verð á svokölluðum varanlegum þorskkvóta komið upp í um 2.500 krónur fyrir kílóið og í nóvember 2007 fór verðið í fjögur þúsund krónur fyrir kílóið.

Í mars 2008 var verðið hins vegar komið niður í 2.700 krónur.

"Viðskipti með varanlegan þorskkvóta hafa engin verið í marga mánuði. Erfitt er að fá lánsfé í bönkum fyrir kvótakaupum og svo sjá menn ekki vitglóru í því að kaupa kvóta á þessum okurvöxtum," sagði þá Eggert Jóhannesson hjá skipamiðluninni Bátar og kvóti í viðtali við Viðskiptablaðið.

Steini Briem, 9.1.2009

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 21:15

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

7. september 2005:

"Kvótaverð hefur hækkað mjög hratt á undanförnum mánuðum.

Í mars síðastliðnum var verðið 1.175 krónur á hvert þorskkíló [af svokölluðum varanlegum aflakvóta] en það er núna komið upp í 1.500 krónur, sem er geysilega hátt í sögulegu ljósi.

Þessi hækkun rímar ágætlega við þróun á öðrum eignamörkuðum á Íslandi sem hafa hækkað mikið á undanförnu misserum.

Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan í Kauphöll Íslands hækkað um tæplega 40% og sama hækkun hefur orðið á íbúðaverði á höfuðborgarsvæðinu á síðustu 12 mánuðum.

Í samtali við Ólaf Klemensson hjá Seðlabankanum í Viðskiptablaðinu í dag kom fram að ástæðu fyrir þessari hröðu hækkun kvótaverðs að undanförnu megi rekja til hærri veðhlutfalla hjá viðskiptabönkunum og greiðari fjármögnun frá þeim til kvótakaupa.

Fregnir hafi borist af því að veðhlutfall hjá bönkunum hafi hækkað nokkuð á seinustu misserum og farið úr um 50% í fyrra upp í allt að 75% nú.

Ólafur sagðist fyrst hafa heyrt af aukinni fjármögnun frá bönkunum síðastliðið vor, sem vel fer saman við hækkun kvótaverðsins á sama tíma."

Steini Briem, 9.1.2009

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 21:27

21 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekkert "allt í einu" sem ég fer að tala um álverið á Reyðarfirði sé arðbært. Það er eingöngu arðbært fyrir erlendu eigendurna af því að þeim er seld orkan á smánarlega lágu verði í verðsamkeppni við fátækar þjóðir í þriðja hriminum, - og allan tímann hef ég talað um þá hliðstæðu þess við svipuð fyrirtæki alþjóðlegra stórfyrirtækja, að nær ekkert af þessum umtalaða arði skilar sér til okkar, heldur er fluttur skattfrjáls úr landi, gagnstætt því sem er um aðrar atvinnugreinar. 

Ómar Ragnarsson, 18.2.2015 kl. 21:51

22 identicon

ER ÞETTA BLOGGSÍÐAN ÞÍN ÓMAR...???

EÐA ERT ÞÚ SJÁLFUR STEINI BREIM..????

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 22:18

23 identicon

En Ómar fólkið sem vinnur hjá Alcoa er vel launað og greiðir gjöld td til Fljótsdalsh Seyðisfj Fjarðab.Fyrir utan að þeir sem vinna hjá sægreifunum sem þú kallar svo er einnig vel launað.Og var ekki í fréttum fyri nokkrum dögum að Landsvirkjun færi að skila hagnaði.Þökk sé Alcoa og Kárahnjúkavirkjun.Alcoa kaupir mikla þjónustu hér á landi.Sjáfarútvegurinn er ekki á ríkisspena hann er sjálfbær og hagnaður fer i uppbygginu á fyrirtækjum og í skipakaup.Þú vilt kanzki bæjarútggerðir sem voru oftast nær illa rekinn fyrirtæki og seildust djúpt í vasa allmennings.Morteinn mosdal vildi bara ríkisveg hvað með þig?

VSK (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 22:28

24 identicon

Sigurður K Hjaltested.  Janus hafði tvö andlit,kanzki er það svar við spurningu þinni

vsk (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 22:31

25 identicon

Kannski bara rétt hjá þér "vsk".

En til hvers að hafa tvö andlit, til að koma á framfæri því

sem maður vill segja...???

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 23:16

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Mér hefur dottið í hug að Steini Briem sé það sem er kallað bot sjá grein á Wikipedia.

https://en.wikipedia.org/wiki/Internet_bot

"Bot" er í stuttu máli forrit sem spýtir út sjálfvirkum svörum, t.d. á bloggsíðum, þ.e. engin mannvera er á bak við þau, aðeins sá sem forritaði kóðann sem býr til skilaboðin. Bot getur verið malware (vírus) en ekki alltaf.

Þó getur hann varla verið "bot" því þá myndi hann ekki einungis leggjast á bloggsíðu Ómars. Verð að segja að ég finn til með Ómari að vera að reyna halda úti vitrænni bloggsíðu, sem margir lesa, en er nánast eyðilögð með þessu spamrugli.

Ef Steini Briem er ekki vírus, heldur lifandi einstaklingur, er það mín ósk að sá hinn sami fari nú að hætta þessari skemmdarverkastarfsemi sinni.

Theódór Norðkvist, 18.2.2015 kl. 23:56

27 identicon

"Sigurður K Hjaltested"  kanzki eru þetta þeir kumpánar sem þarna spjalla saman:" Dr Jekyll and Mr Hyde"

vsk (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 00:06

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þorsteinn Briem er ekki eini maðurinn, sem eingöngu eða nær eingöngu gera athugasemdir á bloggsíðu minni. 

Ítrekaðar dylgjur um það að ég sigli undir fölsku flaggi og þykist vera Steini Briem geta varla verið settar fram í alvöru, - eða er það?

Ómar Ragnarsson, 19.2.2015 kl. 01:18

29 identicon

Sæll minn ágæti. Mér finnst þú kominn út á mjög hálan ís þegar Guðmundur Steingrímsson og Helgi Hjörvar heilla þig upp úr skónum. Sem dæmi þá sofa þessir félagar ekki út áhyggjum af ósamkomulagi innan ríkisstjórnarinnar!Þvílíkt bull, þeir félagar elska ósamkomulag eins og þetta. Þessi Steini copy, paste Briem gerir það að verkum að menn forðast að kommentera hjá þér.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 19.2.2015 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband