Óvegirnir lengjast meira.

Á sama tíma og upplýst er að ferðaþjónustuan, drýgst allra atvinnugreina, skili 357 milljörðum á ári af tekjum í þjóðarbúið, standi undir stærsta hluta gjaldeyrisöflunarinnar og haldi uppi þeim hagvexti sem hér er, blasa við neikvæðar tölur og svelti í fjárveitingum til undirstöðu hennar, þar sem vegakerfið vegur einna þyngst. 

Ekki aðeins hafa svonefndir góðvegir ekki lengst minna í 35 ár, heldur lengjast óvegirnir og versna ár frá ári enn meira en sem nemur lengingu góðveganna. 

Óvegirnir eru af öllum mögulegum gerðum, hundruð kílómetra af þvottabrettum og níddum vegum í byggð og óbyggð auk allra gönguleiðanna sem eru að sparkast út í drullu og umhverfisskemmdum. 

Á sama tíma og Alcoa fær að flytja skattfrjálst úr landi 20-30 milljarða árlega og sægreifum eru afhentir tugir milljarða aukreitis í skattaeftirgjöfum og stórlækkuðu eldsneytisverði eru stjórnvöld og stjórnmálamennirnir almennt á góðri leið með að klúðra því að nokkuð fé verði yfirleitt lagt að gagni í að verja náttúruperlur landsins fyrir skemmdum. 

Stefnan bara sægreifar og stóriðja, "eitthvað annað" er einskis virði, lifir góðu lífi. 


mbl.is 35 ár síðan bundið slitlag lengdist minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Vegir Framsóknarflokksins eru órannsakanlegir í öllum kjördæmum landsins, holóttir mjög og litlu fé í þá varið af flokknum.

Og formaður flokksins ekki einu sinni með annan fótinn í Norðausturkjördæmi, enda þótt hann þykist nú eiga þar lögheimili.

Hinn fóturinn aðallega í Breiðholtinu og sá þriðji þrútinn og stokkbólginn í Stokkhólmi.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 11:07

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 11:21

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.2.2015:

Samfylking 18,5%,

Björt framtíð 13%,

Píratar 12%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 54,5% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 40% og þar af Framsóknarflokkur 13%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 11:28

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2014:

"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 11:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands.

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land."

Þorsteinn Briem, 18.2.2015 kl. 11:37

8 identicon

A la Lennon:

https://www.youtube.com/watch?v=P-Q9D4dcYng

innocent

NN (IP-tala skráð) 18.2.2015 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband