23.2.2015 | 13:43
Takmarkalaust frelsi er ekki til.
"Frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar." Þetta er eitt af því frumkvöðlar vestrænnar hugsunar um frelsi tóku fram sem forsendu fyrir mesta mögulega samanlagða frelsi allra og vöruðu með því við því að óheft frelsi fárra gerði fjölda annarra ófrjálsa.
Núverandi trúfrelsisgrein íslensku stjórnarskrárinnar setur þennan varnagla og í tillögu stjórnlagaráðs segir að trúfrelsi skuli "háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi."
Sú fullyrðing er því röng sem sífellt er tönnlast á að múslimar á Íslandi eigi rétt á samkvæmt íslenskum lögum að láta öfgafyllstu túlkun á Sharía-lögum gilda hjá sér, svo sem handarhögg fyrir þjófnaði og líflát fyrir að vera ekki múslimatrúar.
Ef múslimar gætu sett á Sharía-lög innan sinna raða og framfylgt þeim gætu kristnir öfgamenn myndað söfnuð, þar sem þrælahald væri stundað, konur sviptar málfrelsi á opinberum vettvangi, hins vegin fólki refsað fyrir kynhvöt sína og heimilt væri að nota vopnavald til að kristna fólk, samanber boðorðið um að menn skuli ekki girnast þræl eða ambátt náunga síns, ummæli í Nýja testamentinu um að konur skuli þegja á fundum og skipun Krists um að fara og gera allar þjóðir kristnar, en það skóp fordæmi Ólafs "helga" Noregskonungs og krossfaranna, sem birtist í styttu af konungnum á hesti með Biblíuna í annarri hendi og sverð í hinni.
Á Ítalíu er bannað að stofna fasistaflokk og í Þýskalandi bannað af stofna nasistaflokk. Svo róttækt bann og frelsisskerðing þykir nauðsynleg aðgerð í ljósi þeirrar villimennsku og hörmunga sem fasistar og nasitar leiddu yfir heiminn.
Það er afar einfölduð mynd að stilla átökunum við íslamska hryðjuverkamenn í Írak og Líbíu upp sem átökum eingöngu milli múslima annars vegar og vestrænna þjóða hins vegar.
Hryðjuverkamennirnir myrða og limlesta fyrst og fremst aðra múslima og Jórdanir og Egypta hafa beitt hervaldi gegn þeim af fyllstu hörku og íslamistarnir verið fordæmdir af fleiri þjóðum, þar sem múslimatrú eru höfuðtrúarbrögðin.
Heitir varanlegum sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar Ragnarsson og SUS benda á að rangt er að taka hér einn hóp fyrir í þessum efnum og allir vita að sjálfsögðu að ríki fylgjast með öfgahópum.
Hins vegar er einhver að sjálfsögðu ekki öfgamaður vegna þess eins að hann er múslími eða kristinn.
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:03
"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."
Almenn hegningarlög nr. 19/1940
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:04
"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."
Stjórnarskrá Íslands
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:04
"1. gr. Trúfrelsi.
Rétt eiga menn á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins.
Eigi má þó fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði og allsherjarreglu.
Á sama hátt eiga menn rétt á að stofna félög um hvers konar kenningar og lífsskoðanir, þ.m.t. um trúleysi.
Eigi er skylt að tilkynna stjórnvöldum um stofnun eða starfsemi trúfélaga eða annarra félaga um lífsskoðanir. ..."
Lög nr. 108/1999 um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög
Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:06
Tyrkir hafa átt stóran þátt í velgengni Þýskalands og innflytjendur hafa haldið sjávarútveginum gangandi hér á Íslandi.
Turks in Germany
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:07
20.1.2015:
"In a 2011 report by the US government's National Counter-Terrorism Center (NCTC), which said:
"In cases where the religious affiliation of terrorism casualties could be determined, Muslims suffered between 82 and 97% of terrorism-related fatalities over the past five years.""
Are most victims of terrorism Muslim? - BBC News
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:10
"The majority of Kurds today are Muslim, belonging to the Shafi school of Sunni Islam."
27.1.2015:
Konur í fararbroddi í sigri hersveita Kúrda á Íslamska ríkinu:
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:10
21.12.2014:
Framsóknarflokkurinn missir um helming fylgis og borgarfulltrúa til Bjartrar framtíðar
Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 14:20
Til hamingju með boðberandi dæmisögufrelsarans sannleiksbaráttuna þína, í fréttalistamanns-sálinni þinni, og verðugum Eddu heiðursverðlaunum Ómar minn.
Hvað væri Ísland án alls sannleikans sem þú hefur barist fyrir að koma á framfæri? Því miður hafa einhver ógnarsterk valdaöfl náð að halda niðri of miklu af því sem þú hefur reynt að opinbera.
Frelsi fréttamanna er ekki, og hefur aldrei verið, í nokkru samræmi við Frelsarans sannleiksboðskap. Undarlegt vestrænt siðferði það? Sem kristin ríki kenna ríkisdómsstóla og stjórnsýslu-löggæsluyfirvöld þó við?
Ekkert er varanlegt í eilífðarvíddunum, nema kærleikans heilagra sannleikur allra fæðingarjafnrétthárra hér á jörð. Ekki einu sinni stríðandi fylkingar öfgatrúarbragða-stjóranna bankavaldarænandi, kúgandi og hernaðarstjórnandi hér á jörðu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.2.2015 kl. 18:10
Allar sálir jarðarinnar eru varanlega eilífar, eins og sannleikurinn ódrepandi. Gott að vita af frelsi sannleikans eilífa og ódrepandi. Koma tímar og koma (frelsarans) ráð.
Sá sem aldrei gerir mistök, lærir aldrei neitt í lífinu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 23.2.2015 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.