Og þetta er kristin þjóð mestan part.

Kristur gat að vísu verið "aktivisti" eða aðgerðasinni þegar svo bar undir. Hann fór inn þar sem fjárplógsmenn höfðu komið sér fyrir í guðshúsi með viðskipti sín og hratt um borðum þeirra reiður mjög. 

Fór líka í mikla innreið í Jerúsalem ásamt göngu mikilli. 

En kenning hans var samt í grunninn frelsi ("sannleikurinn mun gera yður frjálsa), fögnuður (fagnaðarerindið, fegurð ("gætið að blómum vallarins"), friður ("komið til mín...ég mun gefa yður frið."), fyrirgefning og umburðarlyndi ("dæmið ekki, því að þér munið sjálfir dæmdir verða.")

Þess vegna er grátlegt að það skuli vera meðal kristinna þjóða í Evrópu sem stærstu og mannskæðustu stríð siðustu alda og herferðir með vopnum og drápum skuli hafa átt upptök sín.

Það er að vísu ekki öll sagan, því að bæði Japanir og síðar Kínverjar undir Maó stóðu að drápum tuga milljóna manna á síðustu öld. En kenning Maós var upprunnin í Evrópu. 

Þjóðverjar þurftu að gjalda dýru verði fyrir villimennsku Hitlers og nasistanna og hafa leitast við að læra af því.

En nú virðist síga á ógæfuhlið og það er nöturlegt, ef satt er, að stækkandi hluti, nú orðinn fimmtungur þýsku þjóðarinnar, sem ól af sér Heine, Göthe og Beethoven, skuli nú hallast að harðneskjulegum og miskunnarlausum hugmyndum um blóðuga byltingu, ef marka má skoðanakönnun um það efni.   

 

   


mbl.is Fimmtungur Þjóðverja vill byltingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Map of central Vienna in 1913, showing homes and favourite haunts of key characters

Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 20:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn er betri en annar eingöngu vegna þess hvaða trúarbrögð hann aðhyllist.

Þorsteinn Briem, 23.2.2015 kl. 21:00

4 identicon

"Enginn er betri en annar eingöngu vegna þess hvaða trúarbrögð hann aðhyllist."

Tek undir það sem Steini skrifar. Í þessari setningu felst mikil skynsemi, ef ekki réttlæti. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 23.2.2015 kl. 21:09

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Amen. 

Ómar Ragnarsson, 23.2.2015 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband