Endurtekur sagan frá 1977 sig?

1977 var uppi mikil óánægja hjá launþegahreyfingunni vegna þess hve hraksmánarlega lág lægstu launin væru, langt frá því að vera mannsæmandi eins og það var orðað þá. Þetta var á árum verkfalla og víxlverkana launa og verðlags með gengisfellingum og tilheyrandi. 

Dæmi um verðbólguna var, að  1974 sá ég um að ráða skemmtikrafta fyrir 1100 ára afmælishátíðir Íslandsbyggðar í Reykjavík og á Akureyri og borgaði skemmtikröftunum strax sem og allan ferðakostnað. En skriffinnskan tafði fyrir því að ég fengi borgað hjá þessum bæjarfélögum og verðbólgan át svo upp þessar fjárhæðir, að ég tapaði á þessu á báðum stöðum! 

Borgaði sem sagt á endanum með mér enda komst verðbólgan á árunum 1974-75 í 50%, þá mestu síðan 1942. 

Í umræðum á Alþingi gerðist það sama og nú. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í stjórn undir forsæti Geirs Hallgrímssonar og Ólafur Jóhannesson, þáverandi formaður Framsóknarflokksins, tók í umræðum á Alþingi 1977 undir kröfu launþega um 100 þúsund króna lágmarks mánaðarlaun.

Það fór illa í atvinnurekendur og marga Sjálfstæðismenn, sem sögðu að svo mikil launahækkun myndi hlaupa verðbólgunni af stað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Eftir verkföll í júní 1977 var samið í svonefndum Sólstöðusamningum um myndarlega hækkun lágmarkslauna. Verðbólgan tók mikinn kipp og í ársbyrjun 1978 var svo komið að ríkisstjórnin taldi sig nauðbeygða til að grípa til aðgerða gegn henni.

Við það fór allt á annan endann svo að árið 1978 varð eitthvert hið sviptingasamasta í stjórnmálasögu landsins.

Verkalýðshreyfingin fór í mikinn ham undir kjörorðinu "Samningana í gild!" og um sumarið féll meirihluti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem setið hafði þar að völdum alla öldina.

Stjórnin féll í kosningunum í mesta kosningaósigri Sjalla og Framsóknar.  

Vinstri stjórn tók við en mistókst að uppfylla loforðin um samningana í gildi og féll sjálf lömuð af sundurlyndi aðeins 13 mánuðum síðar. 

Nú er spurningin hvort svipað muni gerast nú og enn mistakist að ná lægstu smánarlaununum upp í mannsæmandi upphæð.

Aðstæður eru um sumt ólíkar. 1977 voru lán ekki verðtryggð og skuldir heimilanna voru því allt annars eðlis en nú, af því verðbólgann át lánin upp og færðu skuldurum tugi milljarða á kostnað sparifjáreigenda.

Nú þýðir 10% verðbólga margfalt meira áfall fyrir yfirskuldsett heimili landsins en 30-50% verðbólga gerði 1977.

Verðbólgan fram til Þjóðarsáttarinnar 1990 olli því að útilokað var annað en að hafa ströng gjaldeyrishöft. ´Þjóðársáttin lagði grunn að því að smám saman var hægt að koma hér á gjaldreyrisfrelsi sem entist þó aðeins í nokkur ár.

Ef verðbólgan fer aftur af stað nú með tilheyrandi gengisfellingum, er útséð um að hægt sé að losa um gjaldeyrishöftin. 

En sumir segja að það sé allt í lagi, því að hvort eð er verði ekki hægt að losa um höftin og að góð reynsla hafi verið gengisfellingu krónunnar 2008-2009.

Svolítið skrýtið, því að gengisfellingin sú arna olli þeim vanda sem verið var að reyna að leysa að hluta með skuldaniðurfellingunum margumræddu og gengisfelling rýrir launakjör og kaupmátt hratt og örugglega og étur með áframhaldandi gjaldeyrishöftum upp ávinning af skuldaniðurfærslunni.  

 

 

 


mbl.is Grunnlaun dugi fyrir nauðsynjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

20.8.2009:

"Skuldir íslenskra heimila sem hlutfall af ráðstöfunartekjum voru 272% um síðustu áramót [í árslok 2008], tvöfalt meiri en spænskra heimila, en til samanburðar var þetta hlutfall 178% árið 2000 og hefur því hækkað um 94%."

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Heildarskuldir íslenskra fyrirtækja voru 22.675 milljarðar króna (andvirði 150 Kárahnjúkavirkjana) í árslok 2008 en 15.685 milljarðar króna í árslok 2007, samkvæmt Tíund, fréttabréfi Ríkisskattstjóra.

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan hér á Íslandi var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:30

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2006 var hér á Íslandi eftirspurnarverðbólga, um 8%, þar sem gengi íslensku krónunnar var þá mjög hátt og margir Íslendingar keyptu nánast allt sem þá langaði til að kaupa.

Stýrivextir
Seðlabanka Íslands voru því mjög háir, 14,25%, til að fá Íslendinga til að leggja fyrir og reyna að minnka hér kaup- og byggingaæðið, viðskiptahallann við útlönd og eftirspurnarverðbólguna.

Og útlendingar keyptu mikið af Jöklabréfum, sem hækkaði gengi íslensku krónunnar enn frekar.

Jöklabréf


En eftir gjaldþrot íslensku bankanna haustið 2008 var hér mikil verðbólga vegna gengishruns íslensku krónunnar, þar sem mun fleiri krónur þurfti til að kaupa erlendar vörur og aðföng en árið 2006.

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:31

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Nú hafa verið gjaldeyrishöft hér á Íslandi í um sex og hálft ár.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Í fjórfrelsinu, sem á að gilda á öllu Evrópska efnahagssvæðinu (EES), felast hins vegar frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsir fjármagnsflutningar og sameiginlegur vinnumarkaður.

Þar að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna í meðal annars félagsmálum og jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum.

Íslensk stjórnvöld verða því að aflétta gjaldeyrishöftunum eins fljótt og auðið er.

Á meðan
hér eru gjaldeyrishöft getur Seðlabankinn hins vegar að töluverðu leyti stjórnað gengi íslensku krónunnar með inngripum á gjaldeyrismarkaði.

Falli
hins vegar gengi krónunnar eftir að gjaldeyrishöftunum verður aflétt hækkar hér verð á innfluttum vörum, aðföngum og þjónustu, eins og margoft hefur gerst.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:32

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðalsteinn Leifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, hefur reiknað út að afborganir af 20 milljóna króna láni frá Íbúðalánasjóði til 20 ára eru að meðaltali einni milljón króna hærri á ári en þær væru ef lánið væri tekið hjá frönskum banka.

Á 20 árum er íslenska lánið ríflega 19 milljónum króna dýrara en það franska."

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:33

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:35

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro.

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:35

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 24.2.2015 kl. 23:36

11 identicon

nú sagði formaður samtaka atvinulífins að raun lágmarklaun séu um 240.000. sé það rétt mun það ekki hækka verðbólgu þó laun hækki um þá upphæð síða talar seðlabankin um að svigrúmið sé 3-4%, verkalíðshreyfíngin talar um 300.000. á 3.árum ætli það endi ekki í 260.000sem rúmast innan rama seðlabankans. en auðvitað er það spurníng um vilja atvinurekenda hvort þeir sétji þetað í umferð. eins gétur ríkið komið inní með skattabreitíngum til láglaunafólks

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband