Lán til námsmanna eru fjárfesting ríkisins í mannauði.

Lánveitingar til námsmanna eru fjárfesting ríkisins í mannauði, sem reiknað er með að skili arði til þjóðfélagsins þegar námsmaðurinn hefur lokið námi og leggur sitt af mörkum til að halda hér uppi samkeppnisfæru nútímaþjóðfélagi með vel menntuðu fólki.

Námsmennirnir eru fullorðið fólk sem verður að veðja á í þessu efni, rétt eins og þeir væri að kaupa sér bíl eða íbúð á langtímaláni og ábyrgðarmannafyrirkomulagið, sem verið hefur, elur af sér margs kyns óréttlæti gagnvart fólki, sem þessi lánveiting ætti ekki að snerta fjárhagslega þótt um skyldleikabönd séu að ræða við lántakandann.

Fjárfestar, eins og ríkið er í þessu tilfelli, verða að taka áhættu í hverju einstöku tilfelli, en þegar litið er yfir heildina er samanlagður ávinningur fyrir þjóðfélagið margfalt meiri en nemur töpunum í þeim tilfellum þegar námsmanninum mistekst fyrirætlan sín, verður fyrir áföllum eða stendur ekki undir væntingum.

Þegar glímt er við slík vandamál er óréttlátt að djöflast á öðru fólki en skuldaranum sjálfum.

Ef við tækjum til dæmis heilbrigðiskerfið, væri það réttlátt að foreldrar gengju í ábyrgð fyrir því að börn þeirra kæmust á legg og gætu skilað dýrmætu ævistarfi, og síðan ef eitthvert barnið missti heilsuna eða félli frá með miklum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið og tapi fyrir þjóðfélagið, ættu foreldrarnir þá að borga heilbrigðiskostnaðnn og tap þjóðfélagsins? 

Umræðan um frumvarp Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur um breytingu á lögum um LÍN er nú komin á fullt út um víðan völl undir gamla íslenska laginu að hjóla í manninn en ekki boltann.

Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan? 


mbl.is Þarf að lagfæra málið í þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bróðir Guðmundar Steingrímssonar fékk fullan arf

en neitar að endurgreiða lánið frá LÍN

Ættu ættingjar ferðamann að senda íslensku bjögunarmönnunum reikning

ef ekki tekst að bjarga einhverjum?

Jón (IP-tala skráð) 25.2.2015 kl. 22:18

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ekki eigi að greiða lámarks framfærslu til allra námsmanna sem sýna eðlileg afköst í námi. Það væri mögulegt fyrir fleiri að stunda nám og að því loknu væri þeir ekki í skuldasúpu út starfsævina. 

Það má fjármagna þetta með námsskatti sem allir greiða og ekki síst þeir sem meira þéna en aðrir. Láglaunafólk gætu verið undanskilin frá skattinum til að íþyngja ekki afkomu þeirra. Það eru nánast allir menntaðir einstaklingar að greiða af námslánum svo það var ekki íþyngjandi fyrir þá og það sem best er í þessu kerfi er að það eru ekki nein lán sem eru að vaxa í upphæðum og því mikill sparnaður í þessu fyrir alla ekki síst fyrir ríkið þegar LÍN verður lagður af og rekstrarkosnaðurinn fer í núll. 

Guðlaugur Hermannsson, 25.2.2015 kl. 22:33

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ja hérna!

Þetta með námslánin er orðið frekar margslungið og flókið, svo ekki sé meira sagt. Hvort sem þau snúast um Guðmund Steingrímsfjörð eða einhverja aðra.

Nú ætlar menntamálaráðuneytið meira að segja að ræna öruggra-ævikvölds-lífeyrissjóði eldri borgara, til LÍN-námslánasvikinna ungra nemenda?

Mennt er máttur. Um það efast enginn.

Það er að segja ef menntunin byggir undir brennandi námsáhuga, meðfædda persónuhæfileika, og sæmilega siðferðislegar kröfur til námslána úr sameiginlegum sjóðum vinnandi og skattgreiðandi fólks og fyrirtækja.

Framfærsluréttur allra löglegra íslandsbúa er Stjórnarskrárvarinn á Íslandi.

Sama hvort þeir Íslendingar eru heiðarlegir skattgreiðendur, eldri borgarar, kaupmáttarsviknir útbrunnir láglaunaverkamenn (oft útþrælaðir öryrkjar fyrir aldur fram), atvinnusviknir hreppaflutninga-sveitarframfleyttir, eða kröfuharðir og frekir námsmenn.

Lífeyrissjóðirnir eru eign lífeyrisgreiðenda síðustu áratuganna, en ekki lánastofnsjóður framtíðarlaunaflýjandi námsmanna Íslands.

Hvernig væri að dusta rykið af kerfisskattrænandi innheimtuútskýringum og lögfræðiréttindum raunverulegra eigenda lífeyrissjóðanna á Íslandi? Gæti skattmann ekki sinnt þrælandi og skattpíndum almenningi þessa lands, með smá lögfræðiskýringum á skattpíningar-lífeyrissjóðsránunum?

Eða hótar skattmann því bara að senda Páfahótandi frímúraranna Hæstaréttardómara/lögmenn með gjaldþrotahótanir, uppboð og mannorðsmorða-aðgerðir á valdalausa kúgaða ráðherra, þingmenn og almenning?

Fjölmiðlaráðuneytið kúgandi og ríkisskattsrænandi gengur bara erinda bankarænandi valdaníðinganna!

Og fjölmiðlarnir fá ekki fjölmiðlunar-tjáningarfrelsi til annars en að halda lygi banka/lífeyrissjóða-ræningjanna og Hæstaréttarvörðu í sæstrengjalausu fjölmiðlaloftinu!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.2.2015 kl. 00:28

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þegar almenna krafan um ábyrgðir á námslánum var afnumin var sérstaklega tekið fram við þá lagasetningu að hún nái ekki til lánsloforða sem veitt voru fyrir gildistöku laganna, sbr. bráðabirgðaákvæði laga nr. 78/2009."

Lög nr. 78/2009 Lánasjóður íslenskra námsmanna (afnám skilyrðis um ábyrgðarmenn)

Lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 01:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"8. gr.

     Ekki verður gerð aðför í fasteign þar sem ábyrgðarmaður býr eða fjölskylda hans ef krafa á rót sína að rekja til persónulegrar ábyrgðar.

     Lánveitandi getur ekki krafist gjaldþrotaskipta á búi ábyrgðarmanns ef krafa hans á rót sína að rekja til persónulegrar ábyrgðar nema hann geri sennilegt að um sviksamlegt undanskot eigna ábyrgðarmanns hafi verið að ræða."

"12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Lögin taka til ábyrgða sem stofnað hefur verið til fyrir gildistöku þeirra [2. apríl 2009] að frátöldum 4. gr., 5. gr., 1. mgr. 6. gr. og 8. gr."

Lög um ábyrgðarmenn nr. 32/2009

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 05:29

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessvegna setja danir námsmenn á launaskrá.  Þeir eru bara á launum.

Eg hef orðið var við að margir innbyggjar hér uppi í fásinni trúa þessu ekki en svoleiðis er það samt.

Í danmörku eru námsmenn barasta á launum.

Afhverju veit eg þetta?  Jú, eg veit það vegna þess að eg þekki íslendinga sem fóru í danska kerfið.

Það þarf einhverja dvöl í landinu ef maður er ekki danskur ríkisborgari og síðan er hægt að komast á launaskrá og stunda nám.

Þegar svo auðvelt er orðið að fá upplýsingar um þetta, - afhverju fara ungmennin ekki alfarið til Danmerkur og afhverju hvetja foreldrar þau ekki til þess?

Held að fáfræði spili inní.

Innbyggjar sumir eru með ólíkindum fáfróðir.  Hérna vara uppi samsæriskenningar og öfga-hægri þjóðbegingur með tilheyrandi lygaþvælu og vitleysu.  Sumir innbyggjar eru bæði fáfróðir en jafnframt afar veikir fyrir samsæriskenningum.  Þekking fólks er í sumum tilfellum mestanpart samsæriskenningar.  Svo fer þetta og kýs framsjalla.  Píratar eru núna að fara á samsærismiðin.  Nú á engan að bólusetja, segja píratar.  Þetta vilja þeir ræða inná Alþingi.

Snorrabúð er bara að verða, - ekki stekkur, - heldur nokkrir hrundir steinar sem að mestu er gróið yfir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2015 kl. 12:29

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Hérna vaða uppi samsæriskenningar og öfga-hægri þjóðbegingar með tilheyrandi lygaþvælu og vitleysu" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2015 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband