Kristur var krossfestur fyrir guðlast.

Hann guðlastar!" hrópuðu æðstu prestarnir þegar réttað var yfir Kristi og hann svaraði ásökunum sem dauðadómur lá við að mati prestanna, enda vitnuðu þeir í þágildandi lög þess efnis. 

Í svörum Krists þóttu ákærendurnir finna staðfestingu á dauðasynd Jesú. 

Hollt er að íhuga þetta þegar páskar fara í hönd og einnig almennt að íhuga það á okkar tímum. 

En einnig að hafa það í huga, að takmarkalaust frelsi er ekki til, því að frelsi eins endar þar sem frelsi annars byrjar og allir eiga að hafa rétt að lifa með reisn en ekki að þola að vera niðurlægðir og smánaðir að ósekju. 

Ævinlega er slíkt matsatriði og þá er efnislegt magn þess sem notað er í atferlinu ekki alltaf mælikvarðinn heldur hinn huglægi þáttur. 

Það að hrækja á einhvern er talið vera merki um einstaklega hatursfullt og meiðandi atferli, þótt verknaðurinn sjálfur efnislega sýnist ekki svo stór. Í íþróttum og lögum um hegðun fólks er tekið á þessu. 

Sýkingarhætta er hins vegar varla meiri við slíka orðalausa árás en ef viðkomandi ryki til og knúskyssti og faðmaði í staðinn. 


mbl.is „Hefðu átt að hugsa sig tvisvar um“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"125. gr. Hver, sem opinberlega dregur dár að eða smánar trúarkenningar eða guðsdýrkun löglegs trúarbragðafélags, sem er hér á landi, skal sæta sektum eða fangelsi allt að 3 mánuðum.

Mál skal ekki höfða, nema að fyrirlagi saksóknara."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Listi yfir skráð trú- og lífsskoðunarfélög hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 08:01

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"233. gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum."

Almenn hegningarlög nr. 19/1940

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 08:03

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

"65. gr. Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. ..."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 08:04

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Einu sinni allt er fyrst,
úr úr þessu held ég lesi,
Ómar Ragnars kyssti Krist,
krossfestan í Berunesi.

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 08:11

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 26.2.2015 kl. 10:08

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

 Er í raun rétt hjá Ómari.  Eða allavega mikið til í því.

Í frásögn biblíu af Jesú er engu líkara en Jesú sé í raun líflátinn vegna guðlasts.

Og meginguðlastið var, að hann sagðist vera sonur guðs og hálfgerður jafningi, þó vissulega Jesú sé látinn slá í og úr varðandi það efni.

Fyrir mörgum var og er þetta óhugsandi.  Guð er alltaf miklu, miklu, miklu æðri manninum og tal um annað var niðrandi gagnvart guði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2015 kl. 10:20

7 identicon

Samkv. Jóhannesar guðspj. stóðu rituð yfir krossinum eftirfarandi orð: "Jesús frá Nasaret Konungur Gyðinga". Dale Martin prófessor í Yale háskóla í Bandaríkjunum telur að þessi frásögn sé trúverðug, mjög ósennilegt sé að ritari guðspjallsins sé að búa þetta til. Lokaorð Jesú til Maríu Magdalenu voru þessi:"Ég stíg upp til föður míns og föður yðar, til Guðs míns og Guðs yðar". Spurningin er þessi, gerði Jesús sjálfur kröfu til að kallast einkasonur Guðs? Þessi orð benda ekki til þess. Hins vegar tel ég að Jesús hafi verið mesti feministi sem uppi hafi verið.

hthormar (IP-tala skráð) 26.2.2015 kl. 13:49

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ja, ef Jesús blessaður var ekki sonur Guðs og jafnoki hans með einum eða öðrum hætti, - þá er kristna trúin ónýt!  Halló.

Þetta er krúsíalt atriði í kristinni trú.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.2.2015 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband