Sama og hjá Davíð og Halldóri 2003.

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ákváðu bara rétt si einn dag í mars 2003 að Ísland skyldi opinberlega láta setja sig á lista yfir hóp "viljugra þjóða" til innrásar í Írak.

Þetta var ekki borið undir Alþingi og gert í trássi við lög um samráð við utanríkisnefnd þess.

Nú er ákveðið yfir kaffibolla hjá ríkisstjórninni að Ísland telji aðildarumsókn, sem Alþingi samþykkti með þingsályktun 2009 og legið hefur í salti í tvö ár, ekki lengur gilda, og ESB skipað að fella nafn Íslands út af lista um þær þjóðir sem hafa sótt um aðild að ESB þótt þingsályktunin frá 2009 sé í gildi á meðan önnur kemur ekki fram.

Davíð og Halldór settu okkur inn á lista ákveðins hóps þjóða 2003 en Gunnar Bragi (með samþykki ríkisstjórnarinnar að því er sagt er), tekur okkur út af lista ákveðins hóps þjóða 2015 og í bæði skiptin er Alþingi sniðgengið.

Eini munurinn virðist vera sá að Davíð og Halldór ákváðu þetta á tveggja manna ráðherrafundi en nú er ákvörðunin tekin að viðstöddum öllum ráðherrunum.

Hvað Alþingi snertir skiptir ráðherrafjöldin svo sem ekki máli, því að í bæði skiptin er farið fram hjá þinginu.   


mbl.is Ísland ekki lengur umsóknarríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Átti Gunnar Bragi ekki bara gott spjall við kaupfélagsstjórannn á Sauðárkróki?

Jóhann (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 22:12

2 identicon

Nei þetta er ekki sambærilegt. 2003 voru ákvarðanir teknar um að setja Ísland á listann á viðkvæmu augnarbliki í viðkvæmu máli.  

Nú er einungis verið að staðfesta formlega það sem löngu er orðið.  Vissulega hefði verið meira manntak í að fara í gegnum þingið en fegin er ég að losna við þann apasirkus sem þar hefði upphafist.

Hörmung er síðan að horfa upp á margann blána af heilagri vandlætingu yfir þessari "afsögn" samningsferlisins sem sá ekkert athugavert við frumhlaup þings í málinu sem og svikum Steingríms og V.G.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 22:38

3 identicon

Mikið er nú gaman að þessum hádramtísku köstum vinstrimanna. Ekki ræddi þetta fólk um aðför að lýðræðinu, þegar umboðslausa umsóknin var send. Og nota bene, vinstralið tryggði það að Ólafur Ragnar gæti ekki skotið umsókninni til þjóðarinnar, með því að svíkja í gegn þingsályktunartillögu.

Vinstra liði er heldur ekki mikið að tala um blákaldar lygar Steingríms J, nei, nei, nei, við ætlum ekki að sækja um aðild að ESB, fyrir kosningarnar 2009.

Í dag var stigið heillaspor, umsóknin ólöglega hefur verið afturkölluð, og dramaköst vinstrisinnaðra dramadrottninga breyta þar engu um.

Hilmar (IP-tala skráð) 12.3.2015 kl. 22:50

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ómar, ESB stöðvaði viðræðurnar sjálft þegar þeir neituðu ítrekað að opinbera rýniskýrsluna um sjávarútveg. Þar með var engin leið að opna þann kafla svo síðasta ríkistjórn sleit viðræðunum og þar með umsókn um aðild.

Hér er bara verið að fullna formsatriði sem Össur og co þorðu ekki að segja sannleikan um. Allar forsendur fyrir umsókninni eru brostnar. Þessi stjórn hlaut kjör og fráfarandi afhroð í hlutfalli afstöðu þjóðarinnar í þessu máli.

Þegar umsókn var þvælt í gegnum þingið á einu atkvæði þá var það á þeim forsendum að hér væri um einhverskonar "könnunarviðræður" að ræða en ekki aðlögunarferli.

Stórnarskrárdramað þitt var m.a. Hluti þessarar aðlögunnar. Það þurfti stjórnarskrárbreytingar og afsalsheimildir til að fullna þetta ferli. Eftir að ESA hafið farið yfir samsuðuna ykkar þá hafnaði það drögunum á þeim forsendum að of margir fyrirvarar væru á framsalsákvæðum. Þar með datt stjórnarskrármálið um sjálft sig og raunar aðildarumsóknin líka. Stjórnarskráin leyfir einfaldlega ekki þetta valdaframsal.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 23:05

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hérna: http://www.visir.is/stjornarskra-breytt-fyrir-esb-adild/article/200938564492

Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2015 kl. 23:07

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 23:59

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:00

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"EES-réttur öðlast ekki bein réttaráhrif með sama hætti og bandalagsréttur.

Hins vegar er skylt að taka hann í landslög í þeim mæli sem nægir til þess að hann geti öðlast sambærileg áhrif að þessu leyti og bandalagsréttur."

Stefán Már Stefánsson lagaprófessor, Evrópusambandið og Evrópska efnahagsvæðið, bls. 168.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:03

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Schengenríki sem ekki eru í Evrópusambandinu (Noregur, Ísland og Sviss) hafa engin formleg völd þegar ákvarðanir eru teknar sem varða samstarfið og hafa í raun aðeins kost á því að taka upp þær reglubreytingar sem því fylgja eða segja sig úr því ella."

Schengen-samstarfið

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:04

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80% af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:05

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lög og reglugerðir sem gilda um innflutning dýraafurða:

Reglugerð nr.
1043/2011 um eftirlit með heilbrigði eldisdýra og dýraafurðum í viðskiptum innan Evrópska efnahagssvæðisins."

Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:06

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:07

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt af aðildarríkjum Staðlasamtaka Evrópu (CEN).

"The National Members of CEN are the National Standards Organizations (NSOs) of the European Union countries plus three countries of the European Free Trade Association (EFTA) [Ísland, Noregur og Sviss]."

"The 31 National Members of CEN work together to develop voluntary European Standards (ENs).

These standards have a unique status since they also are national standards in each of its 31 Member countries."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:09

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aðilar, sem njóta réttar hér á landi samkvæmt reglum samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES) eða stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) um frjálsa för fólks, staðfesturétt, þjónustustarfsemi eða fjármagnsflutninga, geta öðlast heimild yfir fasteign hér á landi án leyfis dómsmálaráðherra, enda þótt þeir uppfylli ekki skilyrði 1. mgr. 1. gr. laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna."

Reglugerð um rétt útlendinga, sem falla undir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið eða stofnsamning Fríverslunarsamtaka Evrópu, til að öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum, nr. 702/2002


Á Evrópska efnahagssvæðinu eru Evrópusambandsríkin, Ísland, Noregur og Liechtenstein og í EFTA eru Ísland, Noregur, Sviss og Liechtenstein.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:10

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasteign merkir í lögum þessum afmarkaðan hluta lands ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega er við landið skeytt."

Jarðalög nr. 81/2004

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:10

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fjórfrelsið gildir á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið á um samvinnu ríkjanna á svæðinu í til dæmis félagsmálum, jafnréttis-, neytenda-, umhverfis-, mennta-, vísinda- og tæknimálum."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:15

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:16

20 identicon

Var þetta ekki annars kosningaloforð? Skúffa þessari umsókn?

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 00:24

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslendingar hafa nú þegar fengið alls kyns styrki frá Evrópusambandinu, til að mynda Inga Dóra Sigfúsdóttir, sem var aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar forsætisráðherra.

21.2.2015:

Inga Dóra Sigfúsdóttir prófessor við Háskólann í Reykjavík fær 300 milljóna króna styrk frá Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:24

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lestu nú það sem undirritaður skrifaði hér í athugasemd nr. 7, Jón Logi.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:27

23 identicon

Það var nú kominn tími til að ríkisstjórnin stæði við loforðin, um að slíta þessari aðlögun.

ESB er loksins endanlega dautt fyrirbæri á Íslandi.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 00:47

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Capacent Gallup 2.3.2015:

Samfylking 17%,

Píratar 15%,

Björt framtíð 13%,

Vinstri grænir 11%.

Samtals 56% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 37% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:50

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 00:51

26 identicon

Nú, loksins þegar stjórnarflokkarnir hafa staðið við öll stóru loforðin, þá margfaldast fylgið. Samfylkingin er orðin tilgangslaus, með ekkert mál eftir dauða ESB aðlögunar, og ætti því að leggja sjálfa sig niður.

Það væri nú pínlegt ef flokkurinn færi í enn eitt gjaldþrotið og kennitöluflakkið.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 00:53

28 identicon

Eftir kvöldið í kvöld, þar sem allir vinstriflokkarnir í stjórnarandstöðu, dvergarnir fjórir, og hafa í heitingum við ríkisstjórnina, fyrir að standa við loforðin, þá er ljóst að vinstrimenn andsnúnir aðlögun að ESB eiga hvergi heima.

Þeir geta því varla annað en kosið Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk, nú þegar Ræningjar og Svarta framtíðin hafa afhjúpað sig gersamlega sem aðlögunarflokka.

Það er ljóst að stjórnarflokkarnir koma til með að vinna verulega á, á næstunni.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 01:17

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aðlögun Íslands að Evrópusambandinu í athugasemdum nr. 9-18 hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 01:27

30 identicon

Það var skemmtileg sjón að skoða myndir úr myndavél Mílu á Austurvelli í kvöld.
ESB stjórnmálamennirnir með útrunna dagstimpilinn gátu ekki lokkað nema nokkra tugi á mótmælafund, og þó búa flestir af þessari sauðtryggu mótmælahjörð í miðri Latte Reykjavík.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 01:34

31 Smámynd: Snorri Hansson

Ég tel að til að gera þetta mál endanlega úr heiminum þurfi þeir þingmenn sem eru á móti inngöngu , að samþykkja ógildingu fyrri laga um umsókn.

þá væri ég fullkomlega ánægður. 

Snorri Hansson, 13.3.2015 kl. 01:37

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 01:39

33 identicon

Nei Snorri, þetta voru ekki lög. Þetta var þingsályktun. Pólitísk yfirlýsing Alþingis sem fól ríkisstjórninni forræði í málinu.
Formið, þ.e. þingsályktun, var notað til þess að Ólafur Ragnar gæti ekki sent umsóknina í þjóðaratkvæði.

Nú er komin ný ríkisstjórn sem fer með forræði málsins,og hún ákveður að gera það eina rétta í stöðunni, að hætta þessari aðlögun. Það er hvergi tekið fram að Alþingi þurfi að álykta sérstaklega um ákvarðanir ríkisstjórnarinnar í málinu.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 01:44

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill nú segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 01:48

35 identicon

Það góða við EES samninginn er, að þegar ESB loksins hrynur til grunna, þá erum við með fríverslunarsamninga sem einfalt er að yfirfæra á einstök ríki fyrrum ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 01:56

36 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 01:58

37 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 02:00

38 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 02:00

40 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 02:04

41 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stórríkið":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%.

"Um 45% af útgjöldum Evrópusambandsins renna til landbúnaðar í aðildarríkjunum og 39% til uppbyggingarsjóða."

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:06

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Byggðastofnun sagði í október 2000 að veikleikar sjávarbyggða á Vestfjörðum væru meðal annars versnandi kvótastaða, afli fluttur óunninn í burtu, erfiðar vegasamgöngur og lágt fasteignaverð.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:07

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu:

Rúmlega þriðjungi af fjárlögum Evrópusambandsins, um 347 milljörðum evra, var varið til byggðamála á árunum 2007-2013.

Byggðaþróunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna stöðu einstakra svæða. Áhersla er til dæmis lögð á nýsköpun í þekkingariðnaði og rannsóknum, umhverfismál og samgöngur en sérstök áhersla er lögð á dreifbyggð svæði og erfið.

Samstöðusjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja ríki sem verða fyrir verulegu tjóni af völdum náttúruhamfara, til dæmis veðurs.

Aðlögunarsjóður.

Sjóðnum er ætlað að styrkja væntanleg aðildarríki og veita þeim aðstoð við að undirbúa og uppfylla ýmis nauðsynleg skilyrði fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

Félagsmálasjóður.

Sjóðnum er ætlað að jafna félags- og fjárhagslega stöðu íbúa í álfunni. Áhersla er lögð á ýmiss konar menntun og að styrkja stöðu hópa sem eiga undir högg að sækja, til dæmis innflytjenda, fatlaðra, ungs og gamals fólks á vinnumarkaði.

Landbúnaðarsjóður.

Sjóðurinn skiptist í tvennt, annars vegar er um að ræða styrki til bænda og hins vegar styrki til dreifðra byggða.

Styrkir til sjávarbyggða.

Evrópusambandið veitir styrki til sjávarbyggða úr sjóði sem heitir European Fisheries Fund og stuðningurinn byggir á fjórum stoðum:

Aðlögun flotans.

Fiskeldi, vistvænar veiðar, vöruþróun og markaðssetning.

Veiðistjórnun og öryggismál.

Stuðningur við byggðir sem eru að verulegu leyti háðar fiskveiðum og til að stuðla þar að fjölbreyttari atvinnuvegum.


Íslensk sveitarfélög í Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:08

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á evrusvæðinu búa nú um 337 milljónir manna í nítján ríkjum, um 17 milljónum fleiri en í Bandaríkjunum.

Í Grikklandi búa hins vegar einungis um 11 milljónir manna, 3% af íbúum evrusvæðisins, en í Evrópusambandsríkjunum 28 búa nú um 507 milljónir manna, þar af 66% í evruríkjunum.

Eistland fékk aðild að evrusvæðinu árið 2011, Lettland 2014 og Litháen 2015.

Og Króatía fékk aðild að Evrópusambandinu árið 2013.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:09

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:12

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:14

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart of average age of first pension payment in European countries

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:15

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart showing average weekly working hours in selected EU countries

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:16

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:17

52 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:21

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa verið mun hærri en stýrivextir Seðlabanka Evrópu sem ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu:

Stýrivextir hérlendis og á evrusvæðinu 2002-2007

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:22

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:25

56 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 04:25

57 identicon

"Sænskir bændur um 135 milljarða íslenskra króna á ári í styrki frá Evrópusambandinu, sem er hærri upphæð en nettótekjur bændanna"

Þeir fá hins vegar ekki styrki hjá sænska ríkinu, en ríkið þarf að borga ESB. Geri ríkið það ekki, borgar esb ekki. No pennies from heaven....
Þetta gerðist reyndar í upphafi aðildar, og allt varð alveg snar...
Bændur þurfa einnig að fara á sérstakt esb námskeið til að læra að rata í frumskóginum. Sumir sleppa skýrsluhaldinu og fá þar með ekki styrki. (Svipað og hér er með gæðastýringu í sauðfé). Þá gefst meiri tími til bústarfa.
Minn yfirmaður í þýskri sveit var heldur ekki hrifinn af þessu "apparati" og þeim dögum sem hann þurfti að tileinka því. Ekki allt sælan Steini.
Svo eru það vextir og verðlag. Við mættum alveg halda áfram að vaxta-okra. En spurning með bætur sem eru ekki til í esb. Það þarf að uppfylla lágmörk m. alls lags parametera, - má ekki fara undir þau, en allt eins yfir. t.a.m. kröfur, - segjum heilbrigðiskröfur í framleiðslu á matvælum. Þær mega vera miklu meiri en lágmarkið, - en þeir sem framleiða á því eru að sjálfsögðu með ódýrari vöru. Þegar Grikkir komu inn, var það t.d. reiðarslag fyrir Danskan mjólkuriðnað, því það varð flóð á markaði af hræódýrum grískum vörum, sem voru framleiddar við skilyrði sem aldrei hefðu verið samþykkt í Danmörku. Tóm sæla....

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 07:01

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.10.2011:

"Ný könnun, sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina.

Bændur eru stærsti hópurinn sem hlynntur er áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu
, eða 81% þeirra samkvæmt könnuninni.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að betra sé fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess."

Írskir bændur mjög hlynntir Evrópusambandinu

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 08:47

60 Smámynd: Þorsteinn Briem

Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum.

Ostar
frá Evrópusambandsríkjunum yrðu hins vegar ódýrari í verslunum hér en þeir eru nú en tollar féllu niður á öllum íslenskum vörum í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda lambakjöti og skyri.

Verð á kjúklingum frá Evrópusambandsríkjunum myndi einnig lækka í íslenskum verslunum en kjúklingar og egg eru hins vegar framleidd hér í verksmiðjum.

Tollar á öllum vörum
frá Evrópusambandsríkjunum féllu niður hérlendis, til að mynda 30% tollur á kjúklingum og eggjum, 20% á sætabrauði og kexi, 15% á fatnaði og 7,5% á heimilistækjum.

Þar af leiðandi myndi rekstrarkostnaður íslenskra heimila lækka verulega, einnig heimila íslenskra bænda.

Þar að auki eru dráttarvélar, aðrar búvélar, kjarnfóður, tilbúinn áburður, illgresis- og skordýraeitur, heyrúlluplast og olía seld hingað til Íslands frá Evrópu.

Vextir
myndu einnig lækka verulega hérlendis og þar með kostnaður íslenskra bænda, bæði vegna lána sem tekin eru vegna búrekstrarins og íbúðarhúsnæðis.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 08:48

61 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fulltrúar allra flokka á Alþingi hafa lýst yfir því að í þeirri endurskoðun stjórnarskrárinnar, sem núverandi stjórnarskrárnefnd hefur verið falið að skoða, að nauðsynlegt sé að í stjórnarskrá okkar sé ákvæði um framsald valds til erlendra stofnana, svipað því sem stjórnlagaráð lagði til. 

Ef slíkt ákvæði hefði verið 1993 hefði orðið að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um EES samninginn, enda hefur Ísland allt frá Chicagosamningnum 1943 til þessa dags afsalað sér valdi til ótal erlendra stofnana og alþjóðlegra samninga án þess að neitt sérstakt ákvæði hafi verið um það í stjórnarskránni. 

Ákvæðið í frumvarpi stjórnlagaráðs er hugsað til að tryggja að þjóðin sjálf hafi um það að segja beint þegar slíkt framsal valds er orðið af svipaðrir stærð og EES-samningurinn var, hvað þá aðild að ESB. 

Ómar Ragnarsson, 13.3.2015 kl. 08:49

62 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flutt voru út héðan frá Íslandi 1.589 lifandi hross árið 2009, þar af um 90% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Og seld voru um 1.500 tonn af íslensku hrossakjöti árið 2012.

Meirihlutinn
af því var fluttur út, aðallega til Frakklands, Ítalíu, Sviss og Rússlands.

18.2.2013:


Útflutningur á hrossakjöti þrefaldast


27.6.2012:


Telja að útflutningur á lifandi hrossum muni aukast

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 08:50

63 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með aðild Íslands að Evrópusambandinu falla einnig allir tollar niður á íslenskum vörum sem seldar eru í Evrópusambandsríkjunum, til að mynda landbúnaðarvörum eins og lambakjöti og skyri.

Og þar að auki fullunnu lambakjöti.

Einnig öllum íslenskum sjávarafurðum, þannig að fullvinnsla þeirra getur stóraukist hér á Íslandi og skapað þannig meira útflutningsverðmæti og fleiri störf hérlendis.

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 08:52

64 Smámynd: Þorsteinn Briem

26.8.2010:

"Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi verði íslenskum og færeyskum skipum bannað að landa þar ferskum fiski.

Andrew Charles, fiskverkandi í Bretlandi, sagði í samtali við BBC að slíkt löndunarbann jafngilti því að loka höfnunum í Grimsby og Hull."

Tíu þúsund störf gætu tapast í Englandi og Skotlandi vegna löndunarbanns

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 08:53

65 Smámynd: Þorsteinn Briem

Peter Lundberg, Lantbrukarnas Riksförbund, sænsku bændasamtökunum:

"Við erum fullviss um að sænskum landbúnaði líður betur nú en honum hefði annars liðið utan Evrópusambandsins."

"Sænskur landbúnaður hefur nú að mestu samlagast Evrópumarkaðnum, brugðist við aukinni samkeppni og nýtt sér ný tækifæri.

Sænskir bændur eru bjartsýnir og margir leggja nú í fjárfestingar og eru byrjaðir að skipuleggja aukin umsvif.

Útflutningurinn er miklu meiri nú en þá.

Sérstaklega er þó útflutningsverðmætið meira en það var.

Þetta byggist á því að miklu meira er nú flutt út af fullunnum búvörum.

Útflutningurinn hefur með öðrum orðum aukist hröðum skrefum og miklu hraðar en innflutningur á landbúnaðarvörum."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 09:06

66 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finnland fékk aðild að Evrópusambandinu árið 1995:

"Fra 1995 til 2004 økte matprisene med 11%, mens konsumprisindeksen økte med 13,4%."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 09:16

67 Smámynd: Þorsteinn Briem

Styrkir til landbúnaðar í Svíþjóð og Finnlandi:

"Nordisk bistand i områdene C1-C4 og nasjonal bistand for Sør-Finland i område A og B.

Av landbruksstøtten kommer ca 60% fra nasjonale midler og ca 40% fra EU.

Total støtte til landbruket
i 2006 var på 1 891 mill euro av en inntekt på totalt 4 014 mill euro."

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 09:29

68 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mjólkurframleiðsla í Finnlandi:

"The [Valio] company pays all the milk profit it generates to its owners, the Valio Group milk producers.

In 2010, Valio paid Valio Group dairy co-operatives 777 million euros
[um 140 milljarða íslenskra króna, miðað við 1. janúar 2010] for raw milk."

"Valio Ltd is a company owned by 18 Finnish dairy co-operatives whose procurement share of Finnish raw milk is around 86%.

Valio Group comprises 9 dairy co-operatives with around 9,000 milk producers, while the total number of milk producers in Finland is a little over 10,000."

[Valio Group greiddi því hverjum mjólkurframleiðanda að meðaltali um 16 milljónir íslenskra króna árið 2010, miðað við 1. janúar 2010, og fyrirtækið er með um 90% finnskra mjólkurframleiðenda.]

"Valio pays a high price for raw milk by European standards.

In 2010, Valio paid 40.9 euro cents per litre of raw milk
[73,42 íslenskar krónur, miðað við 1. janúar 2010], which is 0.5 cents higher than in 2009."

[En hér á Íslandi var "afurðastöðvarverð mjólkur 1. nóv. 2008 - 31. jan. 2011: 71,13  kr/l."]

Þorsteinn Briem, 13.3.2015 kl. 09:55

69 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er frekar ósmekklegt af þér Ómar að bera þetta tvennt saman.  Í fyrsta lagi var þjóðin aldrei spurð hvort hún vildi sækja um ESB aðild.  Það var því bara þáverandi ríkisstjórn sem tók þá ákvörðun og með hótunum Samfylkingar við Vinstri græna og ljóst að meiri hluti landsmanna var á móti inngöngu.  Það var logið að fólki að þetta væri bara að kíkja í pakka.  En strax byrjað á aðlögunarferli.  Og vinstri stjórnin sleit þessu sjálf með því að hætta þegar ljóst var að samningar myndu aldrei nást um sjávarútvegsmálin.  En Steingrímur og Jóhanna voru nógu óheiðarleg að segja ekki sannleikann heldur héldu þessu ferli í öndunarvél.  Síðan gerist það að Samfylkingin fékk sögulegan hrakfallaósigur í síðustu kosningum.  Það var því bara eitt að gera slíta þessu formlega, og sem betur fer hefur það nú verið gert og ég er afar ánægð með það. Þetta er að engu leyti sambærilegt við ákvörðun Davíðs og Halldórs um að segja okkur á lista yfir viljugar þjóðir.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2015 kl. 10:19

70 identicon

Auðvitað koma styrkir af himnum ofan ef þeim er rennt frá upprunaríki í gegnum pott evrópusambandsins eða?

"Of langan tíma tæki að flytja mjólk frá öðrum Evrópulöndum hingað til Íslands með skipum og of dýrt að flytja mjólkina hingað með flugvélum."

Það eru kannski 50% af innlagðri mjólk sem fara beint í neyslu sem mjólk. Restin fer í framhaldsvinnslu. Ostar, skyr, og alles. En geymsluþol á góðri mjólk leyfir alveg flutning. Það bara borgar sig ekki, því verðmunur, ef einhver er, býður ekki upp á álagningu.

there are no pennies from heaven......

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 10:25

71 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Gott að þessu sé lokið. Þessu ESB máli var þvingað alias þingað uppá þjóðina þegar hún var í áfalli eftir hrun keðjubréfahagkerfisins.

Það var skandall að bera það ekki upp við þjóðina hvort fara ætti í umsóknarviðræður við ESB alias EU við þessar aðstæður.

Ferlið var aldrei trúverðugt fyrir vikið og sundraði fólki þegar virkilega var þörf á að standa saman.

 Nú er þessu sem betur fer lokið.

 Ef sótt verður um aftur á spyrja þjóðina fyrst

Ásgeir Rúnar Helgason, 13.3.2015 kl. 10:34

72 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er sammála því að rétt hefði verið að spyrja þjóðina fyrst 2009, þótt ekkert annað Evrópuland hafi gert það í sambærilegu tilfelli. En 2009 var þó fyrst farin þingræðisleiðin með því að bera upp þingsályktunartillögu um aðildarumsókn sem var samþykkt. 

Þá þingsályktun getur enginn annar en þingið sjálft fellt úr gildi og alveg stórundarlegt af hverju ríkisstjórn með drjúgan þingmeirihluta treysti sér ekki til þess. 

Það að fara fram hjá þinginu með stórt utanríkismál núna er algerlega sambærilegt við sams konar athæfi 2003 enda sést strax að eindregnir andstæðingar ESB aðildar eins og Styrmir Gunnarsson og Jón Magnússon gagnrýna ríkisstjórnina harðlega fyrir þessa málsmeðferð. 

Ómar Ragnarsson, 13.3.2015 kl. 11:37

73 identicon

Ég lít nú bara á þetta sem ógildingu á gjörningi sem hefði ekki þolað þjóðaratkvæðagreiðslu. Og spurningin ætti að vera "viltu að við göngum í esb?"
Það er búið að eyða alveg ótrúlegu púðri í þetta, og tíma sem betur hefði verið varið í að tækla innri mál, sem nóg er af.
Byrjum t.a.m. á vaxtagrýlunni. Mikið djö.... vildi ég sjá hana tæklaða með sama vinnustundafjölda og þetta esb kjaftæði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 12:01

74 identicon

Sammála þér með það Jón Logi, að það er hreinlega komið nóg af ESB umræðu. Á þeirri forsendu einni er réttlætanlegt að kúpla framhjá apasirkusnum, afsakið, Alþingi!

       Það er síðan lélegur fyrirsláttur að tala um að þingið hafi samþykkt umsóknina, þegar þar lá að baki falsaður þingmeirihluti þar sem V.G. komust í meirihluta á þvi að lofa AÐ SKÆKJA EKKI UM.

Þegar svo bætist við eins og einhver benti á hér að ofan að þjóin var í sárum þegar reynt var að véla hana inn á því sem komið er æ betur í ljós að voru falskar forsendur, þá ættu talsmenn ESB aðildar að sjá sóma sinn í að steinhalda kjafti í málinu.  En sómakendin er því miður ekki mikil á þeim bænum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 12:46

75 identicon

Það er vinsæl iðja á Facebook að koma með 10 ástæður fyrir hinu og þessu.

Hér eru tíu ástæður fyrir því að slaufa aðildarumsókn Íslands að ESB á þann hátt sem gert var:

1. Aðildarumsóknin var þegar dauð, hafði strandað á eignarhaldi fiskimiðanna.

2. Þingsályktun um aðild bygði á fölskum þingmeirihluta þar sem V.G. höfðu fengið góða kosningu út á að segjast ekki ætla að sækja um.

3. Þjóðin var í sárum þegar reynt var að troða henni í ESB með loforðum sem ekki stóðust.

4. Loforðið um að við fengjum svo gott regluverk að hér hyrfi meint spilling og klíkuskapur reyndist rangt. Efnahagsástand Grikklands segir aðra sögu.

5. Loforðið um hratt ferli reyndist hjóm eitt (sem betur fer)

6. Hér átti krónan að hafa skyndilega á sínum 90 ára ferli að hafa valdið öllum vandamálunum og því lofað að upptaka evru myndi laga allan vanda. Annað hefur komið í ljós varðandi evruna svo vægt sé til orða tekið.

7. Hér voru brotin lög á þjóðinni með því að heimila erlendu valdi að setja hér upp áróðursstofu. 

8. Vegna þess þráláta eðlis Alþingis að eyða því meiri tíma og orku í mál sem þau skifta minna máli en sleppa að takast á við alvöru vandamál, sem og vegna þess ógnar tíma sem fór í aðildarferli sem endaði með andvana umsókn, þá er miklu til fórnað að setja þetta mál ekki einn ganginn enn á dagskrá þingsins. 

9. Til að þjóðin geti haldið áfram og gert m.a. viðskiftasamninga við ríki utan ESB þá er nauðsynlegt að taka hana af lista "hinna viljugu umsóknarríkja"

10. Útlit er fyrir (þvert ofan í það sem var boðað) að íslendingar yrðu að gegna herþjónustu ef marka má fréttir af hugmyndum ráðamanna í ESB um sérstakan her á vegum sambandsins. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 13.3.2015 kl. 13:08

76 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Gleymum ekki TiSA viðræðunum. Þar er annað mál og stærra mál en ESB aðild sem er á forræði utanríkisráðherrans Gunnars Braga. Hvernig er hægt að treysta því að það mál fari í eðlilega meðferð hjá þinginu ef svona er hægt að valta yfir formlega þingsályktun?

Erlingur Alfreð Jónsson, 14.3.2015 kl. 10:01

77 identicon

Nei Ómar - þetta er ekki sambærilegt. Ef svo væri myndir þú líka muna eftir samskonar tilfelli í tíð síðustu ríkisstjórnar varðandi NATO og Líbýu.

Er annars hjartanlega sammála Ásthildi Cecil í innleggi nr. 69.  

- Eftir að vera komin með verki í vísifingurinn við að skrolla yfir vírusinn sem er alltaf í bloggunumm þínum.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 19:54

78 identicon

Tek undir með Ásthildi og Sigrúnu.

Alltaf gaman að lesa bloggin hans Ómars,

en, maður fær verk í vísifingurinn eins og Sigrún

segir svo rétilega, að skrolla yfir vírusinn sem

virðist eingöngu fylgja hans heimasíðu.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 14.3.2015 kl. 21:16

79 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ótrúlegt að Ómar skuli ekki hafna aðgangi þessa manns að blokkinu, auðvitað þura allar raddir að heyrast en þetta er bara vísus sem herjar eingöngu á þetta blogg. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2015 kl. 21:44

80 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það gengur gegn hagsmunum Ómars að loka á athugasemdir Steina því með endurteknum spam athugasemdunum hans (sem enginn les lengur) tryggir Steini blogginu daglegan sess á forsíðu mbl.is undir flipanum "Heitar umræður" með nánast hverja einustu færslu. Hví að loka fyrir svoleiðis "auglýsingar"?

PS: Það er líka hægt að skruna niður athugasemdalistann með "Page down" takkanum, í stað hjólsins á músinni.

Erlingur Alfreð Jónsson, 15.3.2015 kl. 13:11

81 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil Erlingur, auðvitað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2015 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband