Listinn er orðinn of langur.

Það hefur verið nefnt að stjórnarandstæðingar sjálfir hafi staðið fyrir morðinu á Boris Nemtsov til þess að skapa óróa og veikja stöðu Pútíns.

En listinn yfir þá andstæðinga hans, sem búið er að útrýma eða fjarlægja er einfaldlega orðinn of langur til þess það gangi upp að sjálfseyðingarhvöt stjórnarandstöðunnar geti verið um það allt að kenna.

Rússneski listinn er meira en tvöfalt lengri en listinn yfir hina myrtu í Bandaríkjunum varð á andófsárunum þar, þ.e. John F. Kennedy, Lee Harvey Oswald, Robert Kennedy, Martin Luther King, Malcolm X og John Lennon.

Í heimildamynd í sjónvarpi um John Lennon kom fram, að hann óttaðist það mikið um líf sitt, að hann þorði ekki að fara til Flórída á stóran andófsfund gegn Nixon. 

Banatilræðið við George Wallace var undantekning hvað varðaði stöðu þeirra sem ráðist var á. 

 

Lee Harvey Oswald á heima á þessum lista sem einn hinna "óþægilegu"í Bandaríkjunum, vegna þess að með morðinu á honum var kippt í burtu mikilvægu vitni að morðinu á Kennedy.

Aðeins tveir dagar eru síðan Pútín játaði að hafa logið á sínum tíma varðandi aðdragandann að töku Krímskagans.

Það vekur spurningar um sannsögli hans og heiðarleika yfirleitt eða hvort honum sé að verða erfitt að skynja muninn á réttu og röngu, sönnu og lognu.  


mbl.is Segir Pútín bera ábyrgð á morðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Pútín kallinn segir SÍS,
með sínum hjartans vini,
upp á fór hann Óla grís,
í útreiðar þar skyni.

Þorsteinn Briem, 12.3.2015 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband