Áfengi í Bónus og afnám Þróunarstofnunar verða að hafa forgang.

Það kom fram í umræðum á Alþingi áðan að umræður um vanbúið frumvarp um sölu áfengis í matvöruverslunum og um afnám Þróunarstofnunar Íslands, (sem sér um aðstoð okkar við örfátækustu þjóðir heims), verði að hafa forgang á þingi fram yfir umræður um þingsályktunartillögu formanna fjögurra af sex þingflokkum um þjóðaratkvæðagreiðslu um það stóra mál.

Fram kom að tæpur mánuður þurfi að líða frá því að tilkynnt var um það mál þar til það fáist rætt á þingi eftir páska.

Í ræðum Sjálfstæðisþingmannanna tveggja, sem eru formaður og varaformaður þingflokks þeirr, var ekki annað að heyra en að þeir vildu umræður um þingsályktunartillöguna og teldu umræðu um ESB-málin afar brýnar.

Engan ráðherra var að sjá í beinni útsendingu frá Alþingi, enda ekki þörf á þeim, því að þeir ráða því hvort þeir eru þar eða ekki og hafa samt full réttindi þingmanna.

Þeir ráða því líka væntanlega hvort eð er eins og venjan er meðan þeir sitja á þingi án þess að sitja þar, hvaða mál hafi forgang og hver ekki. Þar eru vín í verslunum og illa séð þróunaraðstoð í forgangi.

Enn eitt dæmið um nauðsyn þess ákvæðis í frumvarpi stjórnlagaráðs að ráðherrar geti ekki verið samtímis á þingi og í ráðherrastólum. Dæmi um vöntun á ýmsum þörfum ákvæðum í stjórnarskrá eru nefnd í fjölmiðlum vikulega eða jafnvel oftar um þessar mundir, en ráðherrarnir munu að sjálfsögðu ekki taka neitt í mál, sem kann að efla þingið gegn ráðríku framkvæmdavaldinu eða annað sem kann að horfa til betri stjórnskipunar og aukins lýðræðis og valddreifingar.  


mbl.is „Herra forseti, ég skil ekkert“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 15:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012:

1.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já sögðu 67,5%.


2.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?

Já sögðu 82,9%.


3.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?

Já sögðu 57,1%.


4.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?

Já sögðu 78,4%.


5.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?

Já sögðu 66,5%.


6.
Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?

Já sögðu 73,3%.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 15:26

5 identicon

"Umræður" stjórnarandstöðunnar um ESB telst ekki vera mikilvægt mál. Það liggur fyrir að ekki er meirihluti á þingi fyrir áframhaldandi aðlögun, ásamt því að mikill meirihluti Íslendinga hefur ekki áhuga á ESB. Því á ekki að vera að eyða dýrmætum tíma til að ræða pólitískar æfingar vinstrimanna.

Hitt er, að það virðist koma stjórnarandstöðunni á óvart, að hún skuli ekki ráða dagskrá þingsins og stefnu ríkisstjórnarinnar. Það er eins og afhroðið í síðustu kosningum sé vinstrimönnum gleymt og grafið. Sem betur fer eigum við vandaða og góða stjórnarskrá, sem sér um að vernda lýðræðið fyrir ofstopafullum vinstrilýð.

 

 

Hilmar (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 15:49

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 16:04

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 16:05

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 16:07

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 16:08

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 16:10

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af því að ESB-hækjan Steini Briem er byrjaður enn á sinni hvimleiðu "copy-paste"-starfsemi á þessu bloggsetri Ómars Ragnarssonar, er ekki úr vegi (án þess að ég hermi eftir honum í endalausum innleggjum) að benda lesendum á réttari málflutning, hér (smellið): 

Ósammála "stjórnlagaráðsmenn" og hins vegar sláandi álit Þráins Eggertssonar hagfræðiprófessors á tillögum "ráðsins"

Plottið sem "stjórnlagaráð" tók að sér að framkvæma

Óþingleg ofríkisstefna Jóhönnu í stjórnarskrármáli

Skárra væri að stjórnarskrárfrumvarpinu væri hafnað í heild en að samþykkja það; og af fullveldisframsals-áformum

og (1. jan. 2013): Forseti Íslands gagnrýnir stjórnarskrárfrumvarpið

en umfram allt þetta innsenda álit mitt til Alþingis: Umsögn um stjórnarskrárfrumvarp

Sjá einnig um vissar, ósæmilegar aðferðir til að fá hina 25 inn í "ráðið" ólögmæta: http://www.dv.is/blogg/adsendar-greinar/2012/10/9/jon-valur-var-athaefi-stjornarlida-vid-skipan-stjornlagarads-verjanlegt/

Jón Valur Jensson, 24.3.2015 kl. 17:11

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðaratkvæðagreiðslan 20. október 2012 er enn í fullu gildi.

"11. gr. Til þess að spurning eða tillaga sem er borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu teljist samþykkt þarf hún að hafa hlotið meiri hluta gildra atkvæða í atkvæðagreiðslunni."

Sem sagt ekki meirihluta þeirra sem eru á kjörskrá hverju sinni.

Lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna nr. 91/2010


Já sögðu 48 og enginn sagði nei

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 17:52

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í Kristnum stjórnmálasamtökum eru 15 manns."

Jón Valur Jensson
, 9.8.2014

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 17:55

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fýsnin drap þar fimmtán þá,
flokkinn kristilega,
allir teknir aftan frá,
og alla líka vega.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 17:57

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur er ferlegt frík,
að fýsnum djöfuls staðinn,
Satans er hann senditík,
syndum ljótum hlaðinn.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 17:58

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 18:03

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem heldur hér uppteknum hætti með sitt ruddalega klámfengna níð (í boði þínu, Ómar?), jafnvel um fólk (félaga mína í KS) sem hann hefur aldrei séð. Það er skömm að slíkum innleggjum.

Þannig svaraði ég einu slíku innleggi hans nýlega (og þar kemur fram ástæðan til þess, að hann leggur fæð á mig):

 

Hratztu mér háum úr sessi?

-- Hrekst ei af grunninum þessi !

-- Skoffín má skoðanir hafa

skondnar, í snörunni lafa

eigin : að afhjúpast vera

óþjóðlegt ræksni, með bera

smánar- sinn afturendann

ESB jafnan við kenndan.

 

 

En hér fær hann nýja vísu, verðskuldaða, sýnist mér:

    • Óhreint Steini fer með flím,

    • finnst það styrkja andann.

    • Af því hygg ég bróður Briem

    • í bandalagi við fjandann.

    .

    Jón Valur Jensson, 24.3.2015 kl. 19:36

    20 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Jón Valur í sorg og sút,
    sleikir hundadallinn,
    Ólafs Ragnars gleypir grút,
    grísinn mærir kallinn.

    Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 19:39

    21 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Sæmra væri þér, væskill, nú

    vegsemd Ólafi gjalda.

    Þín er aumleg ESB-trú,

    sem aldrei verður til himins brú,

    en fordæmd um aldir alda.

    Jón Valur Jensson, 24.3.2015 kl. 21:04

    22 Smámynd: Ómar Ragnarsson

    Ég hef áður áminnt menn um að gæta að orðum sínum hér á síðunni, þótt í lagi sé að kveða sæmilega fast að orði. En "klámfengið níð" bið ég menn um að forðast. 

    Ómar Ragnarsson, 24.3.2015 kl. 22:16

    23 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Allt annað en klámfengið níð er sem sagt í góðu lagi, Jón Valur Jensson. cool

    Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 22:30

    24 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 22:31

    25 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

    Kannski væri ráð að þeir þingmannavæsklar sem hamast gegn eðlilegu fyrirkomulagi á sölu áfengis hérlendis létu af brölti sínu. Þá myndi sparast tími í þinginu. Nema þeir vilji kannski leggja fram frumvarp um að banna bjórinn aftur? 

    Breyting á fyrirkomulagi þróunaraðstoðar merkir ekki að hana eigi að leggja af.

    En hverju breytir það eiginlega hvort þingmál stjórnarandstöðuflokkanna kemur til umræðu fyrir eða eftir páska, svona í alvöru talað?

    Þorsteinn Siglaugsson, 24.3.2015 kl. 22:33

    26 Smámynd: Þorsteinn Briem

    Eftir páska eru einungis 20 þingdagar á Alþingi og sjálfsagt gerist ekkert þá hjá ríkis"stjórninni" frekar en fyrir páska.

    Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 22:40

    28 Smámynd: Þorsteinn Briem

    24.3.2015 (í dag):

    "Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins og nefndarmaður í allsherjarnefnd styður það að frumvarp um að gefa smásölu áfengis frjálsa verði tekið aftur til umfjöllunar í nefndinni.

    Fjölmargir aðrir þingmenn úr öllum flokkum taka undir það.
    "

    Vilja senda áfengisfrumvarp aftur í nefnd

    Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 23:14

    29 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

    "Skoffín má skoðanir hafa."

    Nema að sjálfsögðu að þær feli í sér guðlast.

    </kaldhæðni>

    Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 25.3.2015 kl. 01:17

    30 identicon

    Steini þú mátt fara heim núna, konan þín hringdi og sagðist vera búin að þrífa búrið þitt

    HH (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 13:31

    31 Smámynd: Már Elíson

    Mættust nú tveir, jánast jafnvitlausir og heilaskemmdir, Mr. breim og JVJ og andsk...varð laus. - Þetta er skemmtiefni, og sérstaklega innleggið frá HH hér síðast. Ég brjálaðist úr hlátri !

    En um blogg Ómars.....

    Mér finnst persónulega að afgreiða eigi þetta svokallaða frumvarp um fría áfengissölu vera forgangsmál, og þó fyrr hefði verið. - Það er hlegið að okkur molbúunum um víða veröld fyrir að vera enn í miðöldum.

    Már Elíson, 25.3.2015 kl. 21:48

    32 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Sammála er ég þér, Ómar, um andstöðu við vínfrumvarpið.

    Hinu er ég ósammála hjá þér að halda upp á Þróunarsamvinnustofnun Íslands, silkihúsi-kratafyrirbæri þar sem sendiherralaun eru talin eðlileg! Það er rétt hjá Gunnari Braga og erlendum ráðgjöfum hans, að ráðuneytið getur vel gert þtta með betri hætti. Svo er þessi ÞÍ alls ekki hafin yfir gagnrýni í verkum sínum, sbr. hér: http://blog.is/forsida/leit/?author_id=2930&query=%DEr%F3unarsamvinnustofnun

    Jón Valur Jensson, 25.3.2015 kl. 23:31

    33 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Svona er að lesa ekki yfir texta sinn. Þana átti að standa:

    ... silkihúfu-kratafyrirbæri  ...

    Jón Valur Jensson, 25.3.2015 kl. 23:33

    34 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Tölvan mín sleppir líka úr slögum, eins og aldraður hjartasjúklingur!

    Jón Valur Jensson, 25.3.2015 kl. 23:34

    35 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Svo á Steini breim alveg skilið að fá hér vísu að skilnaði:

    Vill hann flím og klúrt sitt klám,

    karlinn Briem. &#150; Úr sessi hám

    þykist baula söng sinn sætt,

    sannur auli af heiðursætt.

     

     

     

     

    Jón Valur Jensson, 26.3.2015 kl. 13:21

    Bæta við athugasemd

    Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband