Allar þjóðir nema við?

Alþingi Íslendinga virðist stefna hraðbyri í það að Íslendingar verði eina þjóðin sem vitað er um, þar sem algerlega er vanrækt uppbygging, viðhald og verndun náttúruvermæmta og öryggi ferðamanna. 

Verðum viðundur meðal þjóða í þessu efni og til einstæðrar skammar miðað við það að leitun er að landi, þar sem eins mikil verðmæti eru í húfi og eins miklar og hratt vaxandi tekjur eru af ferðamönnum.

Grunnaástæðan er einföld: Við tímum því ekki í raun að láta neina fjármuni í þetta.

Við gætum auðveldlega nýtt okkur fordæmi annarra þjóða þar sem þetta er alls staðar í lagi, en gerum það einfaldlega ekki.

Um daginn sýndi hér á síðunni mynd af náttúrupassa í Bandaríkjunum sem gildir í alla þjóðgarðana þar í landi, allir eru ánægðir með og allir borga fyrir, stoltir af því að leggja sinn skerf til að varðveita stolt og virðingu Bandaríkjamanna af því hvernig þeir umgangast þessi heimsverðmæti.

Passanum er ekki ætlað að fjármagna verkefnið til fulls heldur leggur ríkissjóður til það sem þarf til að endar nái saman. Að því leyti nær passinn ekki tilganginum til fulls, heldur leggur ríkið til mismuninn. 

Þetta er í landi frelsisins og einkaframtaksins, þar sem öll helstu náttúruverðmæti landsins eru í eigu ríkisins.

Í Bandaríkjunum eru "heimamenn" ekki undanþegnir frá því að borga fyrir passann. Ferðamaður frá Maine í 4000 kílómetra fjarlægð borgar það sama og "heimamaður" í Wyoming eða Montana sem á heima í 30 kílómetra fjarlægð frá Yellowstone. 

 

Hér á landi er hins vegar litið á þetta þjóðþrifaverkefni sem árás á frelsi einstaklingsins og árás á hinn heilaga eignarrétt á náttúruverðmætum, sem hér er viðgengst. 

Sömuleiðis tímum við ekki að leggja til fjármuni sem talandi er um úr ríkisssjóði eða öðrum opinberum sjóðum, því að þá er strax farið að tala um að nær sé að eyða því fé í annað.

Samt eru upphæðirnar, sem þarf, kannski í mesta lagi 1% af gjaldeyristekjunum af ferðaþjónustinni, sem spáð er að aukist um sem svarar 20 sinnum hraðar en nemur nauðsynlegum útgjöldum til ferðamannastaðanna.  

Stórhækkun gistináttagjalds myndi að stórum hluta leggjast á landsbyggðarfólk sem á erindi til Reykjavíkur.

Komugjald til landsins myndi meðal annars leggjast á fólk, sem ætlar ekkert að fara á ferðamannastaðina, sem vernda þarf.

Þannig ráða úrtöluraddirnar ferðinni og finna ótal leiðir til að vísa þessu stóra þjóðþrifamáli frá, svo að það stefnir í að útkoman verði æ stærri þjóðarskömm með hverju árinu sem líður.   

 


mbl.is Náttúrupassi nær ekki tilganginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2012 voru útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja samtals 238 milljarðar króna.

Þessi íslensku fyrirtæki greiða alls kyns skatta til íslenska ríkisins og þeir níu þúsund Íslendingar sem hjá þeim starfa greiða að sjálfsögðu einnig skatta til íslenska ríkisins, tekjuskatt og næst hæsta virðisaukaskatt í heimi af vörum og þjónustu sem þeir kaupa hér á Íslandi.

Svo og útsvar til íslenskra sveitarfélaga.

Erlendir ferðamenn greiða í raun alla þessa skatta með útgjöldum sínum til íslenskra fyrirtækja, 238 milljörðum króna árið 2012.

Og ekki þarf nema örlítið brot af öllum þessum sköttum til íslenska ríkisins til að stækka hér bílastæði við ferðamannastaði, bæta þar salernisaðstöðu, leggja fleiri göngustíga og viðhalda þeim gömlu.

Steini Briem, 8.11.2014

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 13:41

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.1.2014:

"Vinna við landvörslu í sumar minnkar um helming frá því í fyrra vegna lægri fjárframlaga til Umhverfisstofnunar.

Landverðir starfa í íslenskum þjóðgörðum og á náttúruverndarsvæðum á sumrin.

Þeir taka á móti gestum, veita upplýsingar og fræðslu, gæta þess að ákvæði friðlýsingar og náttúruverndarlaga séu virt, hafa eftirlit með umferð og umgengni og sjá um framkvæmdir eins og að leggja göngustíga og halda tjaldsvæðum við."

Vinna við landvörslu minnkar um helming frá því í fyrra vegna minni fjárframlaga

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 13:44

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 24.3.2015 kl. 13:46

6 identicon

Ég furða mig á andstöðunni gegn náttúrupassanum. Ástæðan virðist vera að mönnum finnst fráleitt að Íslendingar þurfi að greiða fyrir aðgang að náttúruperlum í eigin landi.

Vita menn ekki að vegna EES má ekki taka gjald af útlendingum nema það sé einnig tekið af Íslendingum? Eigum við þá að láta ferðamenn skoða náttúruna frítt og láta íslenska skattgreiðendur greiða kostnaðinn?

Ég hef mestar áhyggjur af að gjaldið sé of lágt. Könnun hefur sýnt að erlendir ferðamenn eru tilbúnir til að greiða margfalt hærra gjald.

Það er nauðsynlegt að binda það í lög að þessar tekjur megi ekki nota i annað. Svo virðist vera að það standi ekki til.

Náttúrupassi er miklu réttlátari aðferð en gistináttafgjald. Enginn þarf að greiða fyrir náttúrupassa nema hann skoði þekktar náttúruperlur.

Hvers vegna ættu ráðstefnugestir í Reykjavík sem fara aldrei út fyrir borgarmörkin að greiða fyrir náttúruskoðun.

Rannsókn hefur sýnt að náttúrupassi er sú leið sem þar sem minnst hlutfall gjaldsins lendir á Íslendingum.

Að menn skuli setja fyrir sig að þurfa að greiða 1500 krónur fyrir að njóta náttúrunnar í þrjú ár er með ólíkindum.

Ef þessu máli verður klúðrað eftir allan þennan tíma er það enn ein  vísbendingin um Íslendingar eru ófærir um að sjá um eigin mál.

Ásmundur (IP-tala skráð) 24.3.2015 kl. 15:11

9 identicon

Sammála Steina með allt, og bendi á að innheimt er farþegagjald af öllum flugfarþegum innanlands og utan, íslenskum sem erlendum og hefur svo verið í nokkur ár. Gjaldið telst eyrnarmerkt til aðstöðubóta, en það er spurning hvort það er að skila sér.
Sveitafélögin hafa litlar tekjur af ferðaþjónustu, en ríkið verulegar, og það er skömm af því að ekki sé hluta af margfaldri skattlagningu skilað til aðstöðubóta. Þess í stað tala pólítíkusar fjálglega um tekjurnar, líkt og þeir hefðu skaffað þær sjálfir.
Ég er hræddur um að náttúrupassi myndi enda sem enn einn skatturinn, valda úlfúð, og almennt getur uppfylling á framvísun hans verið vandkvæðum bundin.

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.3.2015 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband