2.4.2015 | 08:12
Aprílgabb og marsgabb fyrir suma?
Sú frétt 1. apríl 2015 frá Veðurstofu Íslands að meðalhiti marsmánaðar í Reykjavík hafi verið hærri en í meðalári 1961-90 og að meðalhitinn á Akureyri hafi bæði verið hærri en í meðalári 1961 og hærri en meðalhiti síðustu tíu hlýtur að líta út eins og aprílgabb fyrir "kuldatrúarmenn" sem telja ekki einasta að loftslag fari ekki hlýnandi heldur "hratt kólnandi".
31. mars, daginn fyrir 1. apríl, var sagt frá því að samkvæmt gögnum Bandarísku geimferðastofnunarinnar væri hafísinn í Norður-Íshafinu svo lítill um þessar mundir, á þeim árstíma þegar hann nær að jafnaði mestri útbreiðslu, að hann væri samt álíka útbreiddur og hann var síðsumars 1979 á þeim árstíma sem ísinn er minnstur.
Vetrarhámarkið 2015 sem sagt svipað og sumarlágmarkið 1979.
Kuldatrúarmenn halda því fram að hafísinn vaxi nú svo hratt, að það líkist sprengingu.
Ætli þeir verði ekki að finna sér nýtt hugtak fyrir fréttir, sem að þeirra dómi eru gabb, sem sé fréttir síðasta dag marsmánaðar sem hljóti heitið marsgabb ef þær fjalla um nýjustu gögn frá NASA.
Meðalvindhraði óvenju hár í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það verður allavega fróðlegt að lesa hvað þeir skrifa um þetta Hilmar Hafsteinsson og Gunnar Th. á Reyðarfirði.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 08:30
2.4.2015 (í dag):
California governor orders first ever water restrictions
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 10:34
26.3.2015 (síðastliðinn fimmtudag):
Antarctic ice shelf thinning speeds up - BBC News
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 10:45
1.4.2015 (í gær):
"GMG becomes largest fund yet known to pull out of coal, oil and gas companies in a move chair Neil Berkett calls a hard-nosed business decision justified on ethical and financial grounds."
Guardian Media Group to divest its £800m fund from fossil fuels
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 10:55
4.3.2015:
Breski seðlabankinn varar við "kolefnabólu"
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 10:57
20.3.2015:
"Hop heimskautaíssins yfir vetrartímann hefur aldrei mælst meira og hann er um 65 prósent þynnri nú en árið 1975."
Samkvæmt nýjum mælingum sem gerðar voru í febrúar er ísinn 130 þúsund ferkílómetrum minni en 2011 og þá hafði hann ekki mælst eins lítill frá því mælingar hófust 1979.
Febrúar var óvenju mildur í Alaska og Rússlandi og vísindamenn telja að það hafi sitt að segja."
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 11:25
" ... og þá hafði hann ekki mælst eins lítill frá því mælingar hófust 1975" á þetta nú að vera.
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 11:39
16.3.2015:
"The warmth in the Arctic - where some spots were as much as 7 to 11 degrees above average in February - contributed to the lack of sea ice there.
The average wintertime temperatures near the North Pole are about minus 22 to minus 31."
Winter ice in the Arctic nears all-time record low
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 11:57
Þetta með að útbreiðsla hafíssins í vetrarhámarkinu 2015 á norðurslóðum sé álíka mikil og var í sumarlágmarkinu 1979 getur ekki staðist. Nema að átt sé við heildarrúmmál þar sem þykktin er reiknuð með. En það er allt annað.
Vetrarútbreiðslan er allavega fjarri því að vera á komin á það stig að vera svo lítil að hún jafnist á við sumarlágmörk kaldra ára á síðustu öld.
Emil Hannes Valgeirsson, 2.4.2015 kl. 12:05
Hafísinn á norðurhveli í dag:
Ágúst H Bjarnason, 2.4.2015 kl. 13:07
Tea Party Movement has given the order to deny global warming and climate change. And icelandic rednecks are following suit.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 13:14
Hafísinn á suðurhveli jarðar hefur undanfarið verið með því allra mesta síðan mælingar þar hófust með hjálp gervihnatta.
Ágúst H Bjarnason, 2.4.2015 kl. 13:17
26.3.2015 (síðastliðinn fimmtudag):
"The floating ice shelves surrounding the Antarctic Ice Sheet restrain the grounded ice-sheet flow.
Thinning of an ice shelf reduces this effect, leading to an increase in ice discharge to the ocean.
Using eighteen years of continuous satellite radar altimeter observations we have computed decadal-scale changes in ice-shelf thickness around the Antarctic continent.
Overall, average ice-shelf volume change accelerated from negligible loss at 25 ± 64 km3 per year for 1994-2003 to rapid loss of 310 ± 74 km3 per year for 2003-2012.
West Antarctic losses increased by 70% in the last decade, and earlier volume gain by East Antarctic ice shelves ceased.
In the Amundsen and Bellingshausen regions, some ice shelves have lost up to 18% of their thickness in less than two decades."
Volume loss from Antarctic ice shelves is accelerating
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:40
Það þarf mikla spádómshæfileika til að spá fyrir um hitafar á Jörðinni alla næstu öld útfrá meðalhita á Akureyri í mars síðastliðnum. En það vefst ekki fyrir snillingunum sem telja sig ráða veðrinu með bensínfætinum og hafa mánaðar meðalhita á Akureyri því til sönnunar. Nú bíðum við bara spennt eftir því að hér hitni verulega og verði eins heitt og var við landnám, bensínfótur víkinganna var víst massa þungur og knörrin kolaknúin.
Hábeinn (IP-tala skráð) 2.4.2015 kl. 13:44
24.3.2015:
Golfstraumurinn ekki eins stríður og áður
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:45
3.3.2015:
China pollution documentary goes viral attracting at least 155 million views
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:45
6.3.2015:
Um 200 milljónir Kínverja hafa séð heimildarmynd um mengun - Slapp framhjá ritskoðun
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:46
10.3.2015:
"Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu.
Gríðarleg loftmengun, sérstaklega frá Kína, er talin hafa víðtæk áhrif á veðurfar víða um heim.
Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.
Í niðurstöðum NASA kemur fram að miklir stormar í andrúmsloftinu séu af völdum mengunar.
Hún hafi áhrif á háloftavindana og geti haft áhrif á þær kröppu lægðir sem menn upplifi nú."
Telja mengun valda öfgum í veðurfari
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:47
24.3.2015:
"Zheng Guogang æðsti yfirmaður veðurfræðistofnunar Kína varar við að veðurfarsbreytingar vegna mengunar muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar í Kína.
Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn og muni draga úr kornuppskeru og skaða lífríkið.
Kína mengar mest allra ríkja heims og því er spáð að losun Kínverja á lofttegundum sem valda loftslagsbreytingum muni ná hámarki innan 15 ára.
Zheng segir í viðtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua að verði ekkert að gert stefni Kína hraðbyri í hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.
Hitastig vegna loftslagsbreytinga hafi nú þegar hækkað meira í Kína en sem nemur meðaltali í heiminum.
Þrátt fyrir að loftmengun mælist nú yfir hættumörkum í Peking og mörgum öðrum stórborgum þá hafa stjórnvöld ekki sett sér ákveðin markmið í að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýringi.
Þetta geti leitt til meiri öfga í veðri, þurrka, meiri úrkomu og hærri lofthita, sem ógni rennsli fljóta og uppskeru."
Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:49
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:50
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 2.4.2015 kl. 13:51
15 athugasemdir frá hliðarsjálfi ÓR og engin af viti :)
Ómar Ragnarsson er auðvitað gangandi aprílgabb, alla daga ársins.
Ekkifréttirnar og innsogsbullið er bara broslegt hjá honum, en það má jú lifa af því að kæta aðra.
Fljótt á litið virðast Emil Hannes Valgeirsson og Ágúst H. Bjarnason vera með einu athugasemdirnar af viti.
Annars getur þú lesið allt um þetta hér Ómar minn:
https://www.facebook.com/groups/gwhysteria/
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.4.2015 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.