3.4.2015 | 00:41
Magnað en yfirlætislaust myndskeið í laginu "Maður og hvalur".
Það var mikill hvalreki í þess orðs fyllstu merkingu þegar verið var að myndskreyta lagið "Maður og hvalur" að fá að nota stórkostlegt myndskeið, sem áhugamaður tók af steypireyði á sundi alveg upp við bát á Skjálfandaflóa.
Maður í froskbúningi var spriklandi í sjónum við hliðina á þessu mikla ferlíki.
Viðfangsefnið í laginu var að vísu svo hjartnæmt og óvenjulegt atvik á þarna á flóanum að áhorfendur og -heyrendur þess hafa kannski ekki tekið nóg vel eftir myndskeiðinu af manninum og hvalnum í sjónum og gert sér grein fyrir því hvað á það sýnir í raun og veru.
Þrísvar sinnum í myndbandinu mætast maður og hvalur og í tveimur af þessum skiptum giltu þessar línur:
Maður og hvalur
mætast á hafsins ölduslóð,
báðir með lungu´og logheitt blóð, -
maður og hvalur.
Maður og hvalur
súrefnið teyga´og soga djúpt, -
mikið er lífið munaðsljúft, -
maður og hvalur.
Ein eitthvað býr undir,
eitthvað svo sárt úr augum skín.
Enginn fær flúið örlög sín, -
augnablik stutt og línan hvín / þrekið dvín, -
óræður geigur.
Þeir horfast í augu´í hinsta sinn, -
annar mun lifa´en ekki hinn,
því hann er feigur.
Maður og hvalur
Steypireyður á Skjálfandaflóa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.