"Geimórar" að verða að veruleika?

Það voru kallaðir "geimórar" þegar framsýnir menn á Hornafirði hófu að gera út bát til hvalaskoðana.

Þegar ég gerði frétt um það á sínum tíma vitnaði ég í orðin "héðan í frá skaltu menn veiða" og fékk bágt fyrir úr ýmsum áttum, - þó ekki frá fréttastjóra mínum. 

Það er ekki langt síðan að fréttist af tæknilegum möguleikum til að búa til margfalt betri rafhlöður en nú teljast bestar, og er notkun áls ekki það eina, sem nefnt hefur verið, heldur fleira, sem efagjörnum hefur þótt á jafnast á við "geimóra."

Svipaðar framfarir eru nú þegar komnar af stað í nýtingu sólarorku og kjarnasamruni og fleira á því sviði er á svipuðu umræðustigi og notkun nýrra efna í rafhlöður hefur verið.  

 

 


mbl.is Hleður sig á einni mínútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf að koma betur í ljós hvað umhverfisvæni málmurinn ál er til margra hluta nytsamlegt.

Ekki bara það að 75% álsins sé endurnýtt en einnig er álið orkusparandi vegna léttleika síns og orkuleiðni. En eins og alþjóð veit þá er álið notað mikið í allskonar bílahluti sem gera það að bíllinn verður léttari og fyrir vikið eyðir bíllinn minna en annars og minkar útblástur óæskilegra lofttegunda. Það er notað í potta og pönnur sem gera það að suðan kemur mikið fyrr upp en ella og er því orkusparandi þannig. Það er notað í rafmagnskapla, öldósir sem lenda að mestu leyti aftur í endurvinnslu. Fyrir ferðaiðnaðinn hefur álið skipt sköpum,  þar sem að flugið byggir mest alla sína tilveru á álframleiðslu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.4.2015 kl. 16:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hef hvergi séð að Ómar Ragnarsson hafi fullyrt að ál sé að öllu leyti slæmt.

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 17:21

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.4.2014:

Framleiðsla á koltrefjum í bígerð - Smellpassar við Sauðárkrók segir Össur Skarphéðinsson fyrrverandi iðnaðarráðherra


6.4.2014:


svari iðnaðarráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar þingmanns Samfylkingarinnar segir að horfur séu á miklum vexti í framleiðslu bifreiðahluta úr koltrefjum á næstu árum og einnig framleiðslu vindmylluspaða."

Þessi aukna eftirspurn skapar Íslandi tækifæri á þessu sviði og er áhugaverð framleiðsla fyrir okkur Íslendinga, þar sem hver verksmiðja notar einungis 15-20 megavött af raforku, segir í svarinu.

Í Fljótsdalsstöð fer fram raforkuvinnsla Kárahnjúkavirkjunar, afl stöðvarinnar er 690 MW og raforkan fer öll til álvers Alcoa-Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Koltrefjar framleiddar hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 17:25

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Koltrefjar eru byggingarefni í iðnaði og þær hafa verið notaðar í til dæmis flugvélar, bíla, hús, brýr, reiðhjól, skíði og gervilimi Össurar hf.

"Vinsældir koltrefja fara sívaxandi, meðal annars vegna léttleika þeirra og styrks, en þær geta komið í stað málma eins og áls og stáls."

"Flugvélaiðnaðurinn nýtir þetta efni í vaxandi mæli og ný kynslóð af farþegaþotum, svo sem Boeing 787 Dreamliner og Airbus 350, eru smíðaðar að verulegu leyti úr koltrefjum sem styrkingarefni.

Koltrefjar stuðla því að minni orkunotkun vegna léttleika, auk þess sem umhverfisáhrif við framleiðslu eru takmörkuð."

"Koltrefjar hafa alla eftirsóknarverðustu eiginleika stáls og auk þess er þyngd þeirra í lágmarki.

Með koltrefjum er myndað frumlegt "öryggisbúr" í bílum og þær eru mikið notaðar í Formúlunni."

Koltrefjar


Framleiðsla á ódýrum basalttrefjum getur orðið stór iðngrein hérlendis - Hátæknisetur Íslands á Sauðárkróki

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 17:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Flugvélaframleiðendur keppast við að minnka þyngd flugvélanna til að spara eldsneyti.

Koltrefjar léttari en ál og sterkari en stál


"Fyrirtækið Teijin Limited hefur þróað nýja framleiðsluaðferð á koltrefjum, sem gerir framleiðsluferlið styttra og hagkvæmara."

2.4.2014:

Leysa koltrefjar stálið af hólmi? - Reiknað með 70% verðlækkun á koltrefjum á næstu árum

Þorsteinn Briem, 7.4.2015 kl. 17:28

6 identicon

Kannski borgar sig í framtíðinni að flytja rafmagn út í gámum?

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 7.4.2015 kl. 21:36

7 identicon

En það undarlegasta er þó að svo virðist sem orðið "geimórar" sé ekki nema um 5 ára gamalt orðskrípi sem Ómar Ragnarsson virðist einn um að nota. Og þá helst þegar hann vill spila sig sem framsýnni og upplýstari en almúginn með fullyrðingum sem standast ekki skoðun.

Framfarir í rafhlöðum eru stöðugar og hafa verið það síðan fyrsta rafhlaðan var búin til. Fyrsta greinin sem ég sá um prófun á álrafhlöðum í bíla var fyrir um 30 árum síðan. Alla síðustu öld fóru ótaldar milljónir mannára í að prófa nýar gerðir og efni í rafhlöður. En þeir sem fyrst núna eru að kynna sér þessa heillandi veröld virðast halda að þróunin hafi hafist í fyrra og hin fullkomna rafhlaða komi á næsta ári og kjarnasamruni, sem hefur vafist fyrir mönnum í yfir 60 ár, nokkrum vikum seinna. Bjartsýni sem byggir á fáfræði, raunverulegir geimórar.

Davíð12 (IP-tala skráð) 7.4.2015 kl. 23:45

8 identicon

 It looks like researchers from Russia have found a 250 million year old microchip

http://www.ancient-code.com/researchers-find-a-250-million-year-old-microchip-in-russia/

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband