Sama þróun og í Noregi.

Ef rafknúnum farartækjum fer fjölgandi hér á landi, er það ekkert einsdæmi. 

Á síðasta ári voru rafbílar 13% prósent af heilarsölu bíla í Noregi.

Rafbílar eru í augum margra og hafa jafnvel verið auglýstir þannig að þeir séu bíll númer 2 á heimilinu. 

En reynslan í Noregi er sú, að rafbílarnir hafa oftast orðið aðalbílarnir vegna þess hve notadrjúgir þeir eru í borgarumferð, sem er þar, eins og í öðrum vestrænum löndum, 80-90% af heildarumferð einkabíla. 

Norðmenn veita líka rafbílaeigendum mun fjölbreyttari og meiri fríðindi en hér á landi. 

Aka má þeim á akreinum strætisvagna og leigubíla og ekki þarf að borga gjald fyrir aka um jarðgöng. 


mbl.is Rafbíll söluhæsta einstaka gerðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekjur ríkisins sem ekki fara í vegagerð slaga hátt í það sem kostar að reka Landspítalann. Fjölgi rafbílum eitthvað að ráði verður ríkið að fá tekjur af þeim, við höfum engan olíusjóð til að grípa í verði rafbílar vinsælir. Ríkið þarf sína milljarða.

Davíð12 (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 01:32

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sparnaður heimila vegna notkunar á rafbílum í stað bensínbíla eykur að sjálfsögðu kaupmátt þeirra og sparnaðurinn er notaður til að kaupa aðrar vörur og þjónustu, sem greiða þarf af virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, 24%.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 11:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á rafbílnum Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár rafbílsins Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 11:58

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem á engan bíl greiðir að sjálfsögðu virðisaukaskatt af öðrum vörum, sem fer meðal annars í vegagerð ríkisins og virðisaukaskattur hér á Íslandi er með þeim hæstu í heiminum, 24%.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 12:04

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafbílum fylgja aukin lífsgæði.

Bensínbílum fylgir mengunarskapandi útblástur og hávaðamengun alla daga í til að mynda borgum og því að sjálfsögðu ekki ómálefnalegt sjónarmið að gjöld á rafbílum séu lægri en á bensínbílum.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 12:11

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 12:14

7 identicon

Sparnaður heimila vegna notkunar á rafbílum í stað bensínbíla er enginn.

Sá sem á engan bíl greiðir að sjálfsögðu virðisaukaskatt af öðrum vörum, sem fer ekki í vegagerð ríkisins. Vegagerð er eingöngu fjármögnuð með gjöldum á eldsneiti.

Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra. Rafhlaðan kostar um milljón og það gera þá 1,8 milljónir með vöxtum eða 120.000 á ári. Það gera um 560 lítra af bensíni á fullu verði og 60.000kr til ríkisins. Bíll sem eyðir 5 lítrum á hundraðið fer 11.200km á 560 lítrum. Niðurstaðan er því sú að rafbíll skilar þér styttra, skilar bankanum 800.000 og rafhlöðuframleiðandanum 1.000.000. Bensínbíll fer lengra, skilar ríkinu 900.000 og olíufélögunum 900.000.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 16:18

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafmótorinn hefur hins vegar einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 19:22

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 19:24

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem eiga rafbíla greiða ekki lægri skatta til ríkisins en aðrir, enda þótt þeir greiði lægri gjöld af þeim en greiddir eru af bensínbílum, þar sem þeir greiða virðisaukaskatt af öðrum hlutum sem þeir kaupa fyrir sparnaðinn af því að eiga rafbíl.

Það kostar um 2 krónur að aka Nissan Leaf hvern kílómetra og rafhlaðan endist í að minnsta kosti fimmtán ár, miðað við meðalakstur einkabíla í Reykjavík.

Ríki vilja minnka daglega mengun vegna olíu og bensíns og hygla því eigendum rafbíla með lægri sköttum af þeim en bensínbílum.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 19:26

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eigendur rafbíla vita betur en nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 19:30

12 identicon

Þeir sem eiga rafbíla greiða lægri skatta til ríkisins en aðrir, þeir greiði lægri gjöld af þeim en greiddir eru af bensínbílum en hærri kostnað við innkaup sem rennur allur til framleiðenda. Rafbíll er dýrari án gjalda en sambærilegur bíll með gjöldum. Ríkið er því að tapa tekjum en rafbílaeigandinn ekki að spara neitt.

Það kostar um 2 krónur að aka Nissan Leaf hvern kílómetra og rafhlaðan endist í að minnsta kosti fimmtán ár, miðað við meðalakstur einkabíla í Reykjavík. Ofan á þann kostnað bætist hærri kostnaður við innkaup rafbíls sem nemur yfir 10 krónum á kílómeter og gerir rafbílinn óhagstæðari en sambærilegur bensínbíll.

Tölurnar tala skýrar en tilfinningar og draumórar.

Punktur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband