8.4.2015 | 20:25
Geymsla orkuforða olíulinda er ekki aprílgabb.
1. apríl gabb The Guardian fjallaði um það að Jeremy Clarkson myndi nú söðla um og gerast sérstakur talsmaður þess að þjóðir heim sameinist um að geyma helming núverandi orkuforða í formi jarðefnaeldsneytis í jörðu handa komandi kynslóðum.
En hugmyndin um að geyma helming orkuforða olíu- og gaslinda í iðrum jarðar er ekki gabb, heldur hefur hún verið sett fram af fullri alvöru.
Rökin eru þau, að þessi orkuforði er takmörkuð auðlind, sem mun verða kláruð á þessari öld.
Þar með mun olíuöldinni í sögu mannkynsins ljúka, lang stystu öldinni þegar miðað er við fyrri sambærilegar aldir svo sem steinöld, bronsöld og járnöld.
Það þýðir að óhjákvæmileg orkuskipti þurfa að ganga í gegn innan 40 ára, og að lindirnar í Arabalöndunum muni klárast á jafnvel helmingi skemmri tíma.
Rökin fyrir því að klára ekki þessar orkulindir eru þau, að nú þegar sé komin af stað tæknibylting sem gæti gert það mögulegt að hraða orkuskiptunum, en það sé keppikefli í sjálfu sér vegna þess að skefjalaus brennsla jarðefnaeldsneytis með tilheyrandi útblæstri gróðurhúsalofttegunda veldur miklu hraðari hlýnun lofthjúps jarðar en verjanlegt er í ljós þeirra breytinga á veðurfari og hafstraumum, sem eru afleiðing hinnar hröðu hlýnunar.
Nýjasta dæmið um þetta er að hugsanlega er að rætast spá um hnignun Golfstraumsins vegna mikils streymis tærs bræðaluvatns frá jöklum og hafís út á Norður-Atlantshaf, sem veldur því að Golfstraumurinn sekkur fyrr til botns og hitar ekki lengur upp yfirborð hafsins í þeim mæli sem áður var.
Með því að hægja sem fyrst á framleiðslu jarðefnaeldsneytisins og brenna því ekki öllu, væri dregið úr slæmum afleiðingum hinnar græðgisfullu nýtingar.
Í öðru lagi sé vinnsla olíu og gass rányrkja í sjálfu sér. Núlifandi jarðarbúar hrifsi til sín auðæfi og klári auðlind sem sanngjarnara væri að komandi kynslóðir gætu líka haft aðgang af ef þær aðstæður kæmu upp að þær neyddust til að grípa til þeirra.
Ef um það bil helmingur vinnanlegrar olí og gass yrði látinn óhreyfður í jörðu, yrði það nokkurs konar varsjóður, sem komandi kynslóðir gætu gripið til.
Eins er, virðast fá teikn á lofti um það að núlifandi jarðarbúar ætli að breyta þeirri stefnu sem fylgt hefur verið fram að þessu.
Þannig eru teikn um að Sádi-Arabar, sem mest framleiða og eru ráðandi afl í olíumálum heimsins, hafi á afar úthugsaðan hátt sett sér það markmið að haga vinnslu sinni þannig, að þegar olíuöldinni ljúki og orkuskiptin komin á, eigi þeir ekkert af olíubirgðum sínum ónotaðar.
Clarkson verður ekki ákærður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef um það bil helmingur vinnanlegrar olíu og gass yrði látinn óhreyfður í jörðu yrði það nokkurs konar varasjóður sem komandi kynslóðir gætu gripið til...nema önnur orka geri olíu og gas úrelt. Þá yrði það ekki varasjóður heldur óbyggð sjúkrahús, vegir sem ekki voru lagðir, matur sem ekki var ræktaður og atvinnuleysi sem hefði mátt sleppa.
Eins og er, virðast fá teikn á lofti um það að núlifandi jarðarbúar ætli að breyta þeirri stefnu sem fylgt hefur verið fram að þessu. Enda stendur ekkert betra til boða og fáir sem tilbúnir eru til að fórna afkomu sinni fyrir svartsýnisspár og óljósar þarfir framtíðarinnar.
Hinar myrku miðaldir einkenndust af stöðnun og vesaldómi. Þróun var lítil og fólk átti að einbeita sér að undirbúningi fyrir framhaldslífið. Sú stefna er áberandi í umræðunni að nú skuli stoppa og hætta, snúa okkur að því að undirbúa jörðina fyrir komandi kynslóðir, lífsmáti okkar sé óboðlegur og líf og lífsgæði verðug fórn fyrir afkomendurna. Sumir sækja enn innblástur í heimsendaspár og bölsýni presta hinna myrku miðalda.
Hábeinn (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 21:35
24.3.2015:
Golfstraumurinn ekki eins stríður og áður
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:08
3.3.2015:
China pollution documentary goes viral attracting at least 155 million views
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:10
6.3.2015:
Um 200 milljónir Kínverja hafa séð heimildarmynd um mengun - Slapp framhjá ritskoðun
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:11
10.3.2015:
"Vaxandi öfgar í veðri kunna að vera af völdum aukinnar mengunar í andrúmsloftinu.
Gríðarleg loftmengun, sérstaklega frá Kína, er talin hafa víðtæk áhrif á veðurfar víða um heim.
Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA.
Í niðurstöðum NASA kemur fram að miklir stormar í andrúmsloftinu séu af völdum mengunar.
Hún hafi áhrif á háloftavindana og geti haft áhrif á þær kröppu lægðir sem menn upplifi nú."
Telja mengun valda öfgum í veðurfari
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:13
24.3.2015:
"Zheng Guogang æðsti yfirmaður veðurfræðistofnunar Kína varar við að veðurfarsbreytingar vegna mengunar muni hafa mjög alvarlegar afleiðingar í Kína.
Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn og muni draga úr kornuppskeru og skaða lífríkið.
Kína mengar mest allra ríkja heims og því er spáð að losun Kínverja á lofttegundum sem valda loftslagsbreytingum muni ná hámarki innan 15 ára.
Zheng segir í viðtali við kínversku ríkisfréttastofuna Xinhua að verði ekkert að gert stefni Kína hraðbyri í hörmungar af völdum loftslagsbreytinga.
Hitastig vegna loftslagsbreytinga hafi nú þegar hækkað meira í Kína en sem nemur meðaltali í heiminum.
Þrátt fyrir að loftmengun mælist nú yfir hættumörkum í Peking og mörgum öðrum stórborgum þá hafa stjórnvöld ekki sett sér ákveðin markmið í að draga úr losun mengandi gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýringi.
Þetta geti leitt til meiri öfga í veðri, þurrka, meiri úrkomu og hærri lofthita, sem ógni rennsli fljóta og uppskeru."
Veðurfarsbreytingar skapi alvarlega ógn
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:15
Aukin lífsgæði þýða ekki sjálfkrafa meiri mengun, því að sjálfsögðu er hægt að öðlast aukin lífsgæði án aukinnar mengunar í heiminum.
Líf og heilsa og þar af leiðandi sem minnst mengun eru alls staðar í heiminum mestu lífsgæðin.
Og að sjálfsögðu er hægt að auka hagvöxt án aukinnar mengunar.
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:16
"Hagvöxtur til frambúðar veltur á því að landnæði er nýtt betur, tæki og tól eru endurnýjuð til hins betra og vinnuafl nýtist betur, annaðhvort með því að láta fólki í té betri tæki eða með því að auka menntun og þar með virði vinnuframlags hvers einstaklings."
Er meiri hagvöxtur alltaf betri? - Katrín Ólafsdóttir lektor árið 2007
Menntun Íslendinga 11% undir meðaltali OECD
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:18
Íslenskir "hægrimenn":
Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.
Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.
Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.
Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.
Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.
Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.
Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:22
"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.
Blái liturinn táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:25
"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.
Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."
Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.
Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:26
Ef Hábeinn hefði fyrir því að kynna sér hina öru tækniþróun sem nú á sér stað til þess að koma á óhjákvæmilegum orkuskiptum er fráleitt að nota um þessar framfarir orð eins og "stöðnun og vesaldómur", "lítil þróun" og "stoppa og hætta."
Stöðnun og vesaldómur felst í því að gera ekki neitt og stoppa og hætta við að undirbúa eða vinna fram úr því þegar olían verðu búin.
Ómar Ragnarsson, 8.4.2015 kl. 22:38
Loftslagsspár byggðar á loftslagslíkönum spá gríðarlegri hækkun hitastigs á næstu 80-90 árum miðað við núverandi úblástur CO2 yfir það tímabil. Á sama tíma halda menn því fram að helstu olíubirgðir gangi til þurrðar á næstu 20-40 árum. (Reyndar minnist þess þó að hafa heyrt svona spár fyrst fyrir 15-20 árum eða svo.)
En fyrst nú er í gangi ör tækniþróun til þess að koma á óhjákvæmilegum orkuskiptum vegna olíuþurrðar, mun þá vandamálið sem kallað er hlýnun loftslags af mannavöldum, þ.e. brennsla jarðefnaeldsneytis, ekki leysast af sjálfu sér á komandi tíð? Að því gefnu að það sé til staðar. Með tilliti til þess, er þá ekki bara best að brenna öllu jarðefnaeldsneyti sem fyrst, til að knýja enn frekar um þessi orkuskipti og minnka útblástur CO2? Og ekki síður, ef við "geymum" jarðefnaeldsneyti fyrir komandi kynslóðir, verður einhver tækni til staðar til að nýta það síðar, og yrði það talið fyrirhafnarinnar virði að gera það?
Ég hef lengi haft þá skoðun að áhrif útblásturs manna á CO2 á loftslag séu ofmetin, og tengingin ekki nákvæmlega þekkt til að hægt sé að nota til að spá um framtíðina. Loftslagslíkön séu einungis hæf til að skoða fortíðina en forspárgildi þeirra er ekkert. Hinn 91 árs gamli prófessor Freeman Dyson segir t.d. nákvæmlega þetta í þessu viðtali sem Ágúst Bjarnason bendir á á bloggi sínu: Áhugavert viðtal við Freeman Dyson prófessor um loftslagsmál, áhrif CO2, o.m.fl...
Og prófessor Dyson þekkir manninn sem fyrstur bjó til loftslagslíkan sem athugaði áhrif CO2 á loftslag fyrir tæpum 50 árum, Syukuro Manabe! Hann hefur eftir Manabe: "These climate models are excellent tools for understanding climate, but they are very bad tools for predicting climate."
Beinn hlekkur á viðtalið sjálft er að finna hér: Earth is actually growing greener. Ummælin um loftslagslíkön og tilvitnunin í Manabe er a finna þegar 10 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Erlingur Alfreð Jónsson, 9.4.2015 kl. 00:32
Hin öra tækniþróun sem nú á sér stað væri ekki möguleg ef við helminguðum orkunotkunina og settum hana í geymslu til síðari tíma. Hin öra tækniþróun sem nú á sér stað er háð jarðefnaeldsneyti.
Stöðnun og vesaldómur felst í því að draga úr framleiðslu. Með því að hægja sem fyrst á framleiðslu jarðefnaeldsneytisins og brenna því ekki öllu, væri dregið úr slæmum afleiðingum hinnar græðgisfullu nýtingar...og framförum, og við tæki stöðnun og vesaldómur.
Það er ekki bæði hægt að njóta áfram afurðanna af jarðefnaeldsneyti og hætta að vinna það. Við þurfum bensín, dísil og plast, við þurfum smurolíu, koltrefjar og málningu.
Hábeinn (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 01:31
Að sjálfsögðu eru Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hrifnir af sem mestri mengun og halda að engar framfarir verði í heiminum þegar jarðolían er búin.
Bíða og sjá til í öllum málum.
Og sífellt færri hafa áhuga á að kjósa þetta bjánabandalag á meðan það bíður og sér til, enda hefur bókstaflega ekkert staðist af því sem þessir vesalingar hafa verið að gapa, til að mynda um "skuldaleiðréttinguna" og ferðaþjónustuna hér á Íslandi.
"Þetta reddast" en ekkert hefur reddast hjá Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum.
Þorsteinn Briem, 9.4.2015 kl. 05:10
Nýjar rannsóknir benda til að meiri olía sé í jörðu en áður var talið, sennilega um 400 ára birgðir. Bretar voru að finna stóra olíulind norður af Gatwick flugvelli.
GB (IP-tala skráð) 10.4.2015 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.