Lognið á enda og stormur að byrja.

Nú er að ljúka tæplega tveggja ára tímabili stöðugleika í þjóðlífinu.

Síðasta hálfa ár þessa stöðugleikatímabils kom stórfelld lækkun á eldsneytiskostnaði og sprengingarvöxtur í ferðaþjónustu, hvort tveggja himnasendingar erlendis frá, í veg fyrir það að hér yrði enginn hagvöxtur eða jafnvel samdráttur.

3000 manna verkfall verður að vísu bara í einn dag, en það er bara upphafið á átökum, ólgu og óróa á vinnumarkaði, sem hætta er á að leiði til verðbólgu og gengisfalls krónunnar, að ekki sé nú talað um þau áhrif sem illvígar kjaradeilur og verkföll hafa á ferðaþjónustuna, sem hefur bjargað því sem bjargað varð í kjölfar Hrunsins. 

Í spjalli við bílasala einn í dag heyrði ég hann lýsa því hvernig nú væri nánast skollið á frost í sölunni. 

Fermingarveislurnar og kostnaðurinn við þær eru búnar og fólk er blankt, sér aðeins verkföll og vandræði framundan og heldur að sér höndum. 

Tvisvar sinnum á síðustu 40 árum hefur launafólk látið harðar aðhaldsaðgerðir yfir sig ganga, af því að allir sáu að í algert óefni var komið. 

1983 var verðbólgan að nálgast 100% og hægri stjórn Framsóknar og Sjalla bannaði öll verkföll og greip til harkalegra aðgerða, sem launþegar létu yfir sig ganga um sinn af því að allir sáu að efnahagslífið var í kaldakoli og neyðaraðgerðir óhjákvæmilegar.  

2008 kom Hrunið, og í algert óefni var komið svo að launafólk lét sig hafa það að taka á sig skellinn vegna óhjákvæmilegra rústabjörgunar aðgerða vinstri ríkisstjórnar Samfó og Vinstri grænna.  

2013 var hins vegar öðru vísi um að litast. Hagvöxtur hafði verið í tvö ár og hraðvaxandi ferðaþjónusta skóp nýja kjölfestu fyrir auknum kaupmætti. 

Allt í einu var eins og að árið 2007 væri komið aftur, enda kosnir til valda sömu tveir flokkarnir og stýrðu ferðinni í græðgisbólunni, þar sem öllum var lofað gulli og grænum skógum með útdeilingu lána og þensluhvetjandi stóriðju- og virkjanaframkvæmdum auk kaup- og neyðsluæðis á grundvelli allt of hás gengis krónunnar, sem augljóslega gat ekki staðist til frambúðar.

2013 var aðal gulrótin hins vegar 300 til 400 milljarða króna ókeypis handa kjósendum, sem fengið yrði hjá erlendum "hrægömmum" og "vogunarsjóðum", og lofað að skuldaniðurfærsla heimilanna vegna forsendubrests kæmi eins og manna af himnum.

Enn sést ekkert af þessu fé komið í hús, skuldaniðurfærslan stefnir í að verða tekin frá skattgreiðendum og hún gekk að mestu til þeirra sem mest höfðu færst í fang við að taka lán í gróðærinu.

Leigjendur,  samvinnubyggingarfélög og þeir sem aldrei höfðu efni á að taka lán, sátu eftir.

Og komandi verðbólga mun þar að auki éta upp skuldaniðurfellinguna. 

Þegar gerðir voru "kaupmáttarsamingar" á lágum nótum, hafði blekið varla þornað á pappírunum, þegar forstjórarnir og eigendur fyrirtækjanna sköffuðu sjálfum sér margfalt hærri launahækkanir og aðgreiðslur svo milljörðum skipti.

Sægreifum var umbunað upp á tugi milljarða króna á sama tíma og heilbrigðiskerfið og ýmis opinber verkefni voru svelt.

Allt þetta og miklu fleira hefur hleypt illu blóði í launþega og gamalkunnug Grýla frá óstjórnartímunum frá 1971-90 hefur stungið inn sínu ljóta nefi.

Aftur stinga upp kollinum hugtök eins og "víxlverkanir kaupgjalds og verðlags" og "höfrungahlaup" í launakröfum.    

 


mbl.is Allsherjarverkfall hefst á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Þegar gerðir voru "kaupmáttarsamingar" á lágum nótum, hafði blekið varla þornað á pappírunum, þegar forstjórarnir og eigendur fyrirtækjanna sköffuðu sjálfum sér margfalt hærri launahækkanir og aðgreiðslur svo milljörðum skipti.      Sægreifum var umbunað upp á tugi milljarða króna á sama tíma og heilbrigðiskerfið og ýmis opinber verkefni voru svelt."

Þessar fullyrðingar eiga ekki við rök að styðjast þó þeim hafi verið haldið á lofti af mörgum fáfróðum galgopanum. Margir trúa í blindni og það er ekki til að bæta ástandið.--- "forstjórarnir" hafa fengið minni hækkun en sem nemur hækkun launavísitölu síðustu 10 ár.--- Arðgreiðslur til eigenda stöndugustu fyrirtækjanna hafa ekki náð þriðjungi af arðsemiskröfu og arðgreiðslum ríkisins af sínum fyrirtækjum. Og hefur verið minni en ef eignin hefði setið á góðum bankareikningi.---- Útgerðin greiðir hæstu skatta af hverri krónu sem þekkjast í landinu, engin fyrirtæki eru eins þrúguð af sérstökum sköttum og gjöldum. Það er ekki gjöf eða umbun að taka ekki allan arð af starfsemi.

Hábeinn (IP-tala skráð) 8.4.2015 kl. 22:12

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:36

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015 (síðastliðinn miðvikudag):

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:41

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi flokka á landsvísu - Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Píratar 22%,

Samfylking 16%,

Björt framtíð 11%,

Vinstri grænir 10%.

Samtals 59% og þessir flokkar mynda nú meirihluta borgarstjórnar.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur 36% og þar af Framsóknarflokkur 11%.

Og næsta víst, eins og Bjarni Fel. myndi segja, að ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins kolfellur í næstu alþingiskosningum.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:44

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:47

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2015:

"Verðbólgan á Íslandi hefur frá upphafi mælinga verið að meðaltali tæp 16 prósent.

Það þýðir að það sem kostaði eina krónu fyrir 60 árum kostar nú tæpar 10 þúsund krónur. Staðan er allt önnur hjá frændum okkar Norðmönnum.

Það sem kostaði krónu þar fyrir 60 árum kostar nú 24 krónur.

"Mikil viðvarandi verðbólga færir til auð í samfélaginu á ósanngjarnan og jafnvel tilviljanakenndan hátt," segir Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi."

Það sem kostaði eina krónu hér á Íslandi kostar nú 6.900 krónur

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:52

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:53

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

http://blog.pressan.is/stefano/files/2013/09/T%C3%ADmakaup-%C3%AD-ESB.jpg

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:56

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart of average age of first pension payment in European countries

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:57

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Chart showing average weekly working hours in selected EU countries

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 22:59

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auknar fjárveitingar ríkisins nú til Landspítalans, háskólanna og vegagerðar koma frá ferðaþjónustunni.

27.11.2014:

Hagvöxturinn byggist á vexti ferðaþjónustunnar

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 23:10

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gapa nú mjög um hagvöxt hér á Íslandi síðastliðin ár en útflutningur á þjónustu hefur skapað þann hagvöxt.

Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa ekkert gert til að skapa þennan hagvöxt, heldur þvert á móti gapað af mikilli lítilsvirðingu um ferðaþjónustu hér á Íslandi.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 23:12

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 326 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 23:20

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 23:23

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 23:25

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

27.3.2015:

"Reiknuð húsaleiga vó þyngst í hækkun vísitölu neysluverðs í mars og hækkaði um 1,6 prósent milli mánaða.

Hækkunin nemur 4,2 prósentum undanfarna þrjá mánuði, sem er nærri jafn mikil hækkun og samanlagt níu mánuðina þar á undan.

Húsnæðisliðurinn skýrir stærstan hluta verðbólgunnar undanfarna 12 mánuði, enda mælist 0,1 prósent verðhjöðnun á því tímabili ef miðað er við vísitölu neysluverðs án húsnæðis, segir í greiningu Íslandsbanka.

Þá segir í greiningunni að nærtækt virðist vera að tengja hækkun fasteignaverðs við "leiðréttinguna" svokölluðu, enda komu áhrif hennar á greiðslubyrði og veðrými lántakenda að langmestu leyti fram á þessu tímabili."

"Leiðréttingin" líklegasti verðbólguvaldurinn

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 23:28

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

10.12.2013:

"Ætla má að áhrif niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána til þenslu verði meiri en af er látið."

"Þótt mat á hækkun fasteignaverðs samhliða aðgerðunum sé varfærið má ætla að hækkun verðbólgu vegna þess þáttar verði rúmlega 1%, sem valdi hækkun höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána um 10-12 milljarða króna."

Áhrif skuldalækkunar til aukinnar verðbólgu meiri en af er látið

Þorsteinn Briem, 8.4.2015 kl. 23:29

24 identicon

Þetta er ekkert annað en skæruliðapólitík.

Alltaf þegar hægrisinnaðar stjórnir eru við völd, þá fara allar launþegahreyfingar í verkfallsaðgerðir.

Séu vinstristjórnir við völd, þá er launþegahreyfingin friðsöm og sættir sig við kjaraskerðingu, en þannig var þetta á síðasta kjörtímabili.

Einar Sjöberg (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 08:40

25 identicon

Steini tl;dr. embarassed

- (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 13:56

26 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Verkalýðshreyfingin lét bann á verkföllum í hálft ár yfir sig ganga 1983 þótt þá væri ríkisstjórn Sjalla og Framsóknar. 

Tveimur árum eftir að vinstri stjórnin tók við 2009 sögðu verkalýðsforingjar að orðið hefði trúnaðarbrestur þeirra og ríkisstjórnarinnar. 

Það var ekki endilega hvað forstjórarnir og eigendur fyrirtækjanna gerðu strax eftir síðustu kjarasamninga heldur hvenær þeir gerðu það.

Með réttu eða röngu töldu talsmenn launþega aðgerðirnar eins og blauta tusku framan í andlitið.  

Ómar Ragnarsson, 9.4.2015 kl. 16:47

27 identicon

ég held að þú hafir rétt firrir þér Ómar lognið er að enda og stormur að byrja ,ég vona að Íslendingar séu að gera sig tilbuna fylla alla sina olíutanka og safna i sarpinn eins og hægt er

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.4.2015 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband