"Samningana í gildi!" - sama og fyrir 37 árum.

Talsmenn ASÍ segja að ríkisstjórnin hafi svikið í ýmis atriði þriggja aðila samkomulags við gerð síðustu samninga. 

Með því hafi orðið trúnaðarbrestur á milli verkalýðshreyfingarinnar og stjórnarinnar og að ekki sé hægt að hefja samninga nú nema þessi atriði verði dregin fyrst til baka.

Því hafnaði fjármálaráðherra í útvarpsviðtali á RUV nú  í kvöld.

Þetta minnir óhugnanlega á ástandið eftir svonefnda Sólstöðusamninga 1977 þegar ríkisstjórnin lagði fram ákveðinn skerf í kjölfar þess að formaður Framsóknarflokksins hafði mælt með því á þingi að lágmarks mánaðarlaun yrðu ekki lægri en 100 þúsund krónur.

Ef ég man rétt snerist samkomulagið um að ríkisstjórnin tryggði með aðgerðum sínum að kaupmáttur launa, sem höfðu hækkað um allt að 25% og 100 þúsund króna lágmarkslaun rýrnaði ekki um of.

Í ársbyrjun 1978 var svo komið að verðbólguskrúfa með víxlhækkunum kaupgjalds og verðlags var komin á slíkan skrið, að ríkisstjórnin taldi sig tilneydda til að setja lög sem áttu að draga úr launahækkunum og þar með að minnka verðbólguna.

Verkalýðshreyfingin brást ókvæða við þessu taldi ríkisstjórnina hafa svikið samningana.

Stjórnin dró aðeins í land á útmánuðum en taldi ógerlegt að halda samningunum að fullu í gildi ef koma ætti í veg fyrir óðaverðbólgu.  

Verkalýðshreyfingin greip til svonefnds útflutningsbanns með verkföllum, sem bitnuðu aðallega á sjávarútveginum. 

Í kosningunum 1978 beið ríkisstjórnin afhroð, en nýrri ríkisstjórn vinstri flokkanna tókst aldrei að standa undir væntingunum, sem slagorðið "samningana í gildi" fól í sér.

Í hönd fór verðbólgutímabil, sem náði hámarki vorið 1983, þegar verðbólgan komst í 100%.

Ríkisstjórnin 1983 greip til harkalegra aðgerða og bannaði meira að segja öll verkföll það ár meðan verið væri að koma böndum á verðbólguna.

Langvinnt og hart verkfall BSRB skilaði að vísu tímabundnum ávinningi í launum opinberra starfsmanna en verðbólgan át hann fljótlega að mestu upp.

Ekki varð komið böndum á verðbólguna fyrr en með Þjóðarsáttarsamningunum 1990.

Samningsatriðin 1977 og núna eru ekki fyllilega sambærileg. 1977 var um að ræða að láta vísitölutryggja kaupmátt launanna, sem vegna vaxandi víxlhækkana verðlags og kaupgjalds reyndist ríkisstjórninni ofviða og raunar næstu ríkisstjórn líka.

Ekki er að sjá að atriðin núna, sem talsmenn ASÍ segja að hafi verið svikin, séu sama eðlis og 1977 og því er ekki uppörvandi að heyra um þá kergju sem komin er í deilurnar nú.  

 


mbl.is Greiðir ekki fyrir lausn deilunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kergjan er vel skiljanleg. Það eru vinstrimenn við völd í verkalýðsfélögunum. Það eru sannarlega feitir kettir, því þeir stjórna líka lífeyrissjóðunum, og í gegnum lífeyrissjóðina, stærstu fyrirtækjum Íslands.
Það eina sem þeir hafa ekki tangarhald á, er ríkisstjórnin.
Og nú skal bæta úr því.
Skítt með þjóðarhag, skítt með velferðina, skítt með framtíðina, þeir treysta hvort eða er á að hægt verði að kenna ríkisstjórninni um þegar allt fer til helvítis.

En það má bóka, að þessir feitu kettir, Gylfi Arnbjörns og hans félagar (og þínir) í Samfylkingunni koma sjálfir ekki til með að finna fyrir því, þegar efnahagslífið verður lagt í rúst.
Nei, þessir siðlausu andskotar koma til með að keyra sína tugmiljóna jeppa áfram, og éta sinn kavíar og drekka sitt kampavín.

Vandinn er nefnilega þessi, siðlausir kampavínssósíalistar.

Hilmar (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 19:28

2 Smámynd: Sævar Helgason

Formenn verkalýðsfélaganna ákveða ekki verfall - félagsmenn viðkomandi félaga ákveða það á gefnum forsendum. Forseti ASÍ hefur ekkert með verkfallsákvörðun eða boðun að gera.   Hinsvegar þegar félögin hafa ákveðið verkföll þá er framkvæmd þeirra svo og samningavinna á forystufólkinu- eðlilega.

Vinstri ,hægri er alveg marklaust hjal í þessu sambandi.

Sævar Helgason, 21.4.2015 kl. 19:38

3 identicon

Vertu ekki með þetta rugl Sævar, Samfylkingin tekur þátt í þessu leikriti ofurlaunaverkalýðsforstjóranna með því að styðja launakröfur afdráttarlaust.
Þetta er einfaldlega vinstripólitík, að leggja landið í rúst, ef það má verða til þess að þeir nái völdum á ný.

Ef þetta væri rangt, þá væru ofurlaunaverkalýðsforstjórarnir ekki sífellt að væla um "traustið sem þeir misstu á ríkisstjórninni"

Hilmar (IP-tala skráð) 21.4.2015 kl. 20:27

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hvar er afnám verðtryggingar?

Hvar er vaxtalækkunin?

Hvar er afnám gjaldeyrishafta?

Hvar er lækkunin á bensíngjaldinu?

Hvar eru álverin á Húsavík og í Helguvík?

Hvar er hækkunin á öllum bótum öryrkja og aldraðra?

Hvar er lækkunin á skuldum ríkissjóðs?

Hvar er áburðarverksmiðja Framsóknarflokksins?

Hvar er þetta og hitt?

Ég er viss um að það var hér allt í gær.

Þorsteinn Briem, 21.4.2015 kl. 21:09

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenskir "hægrimenn":

Hampa ríkisreknum fyrirtækjum, til að mynda Landsvirkjun, og vilja enn fleiri, til að mynda ríkisrekna áburðarverksmiðju.

Vilja endilega vinna hjá ríkinu, til að mynda Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Friðrik Sophusson fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins.

Tala sífellt niður til ferðaþjónustunnar hér á Íslandi, enda þótt hún sé í langflestum tilfellum rekin af einkafyrirtækjum.

Tala niðrandi um íslensk þjónustufyrirtæki, enda þótt þau séu í flestum tilfellum í einkaeigu.

Halda því fram að andrúmsloftið fari kólnandi, enda þótt jöklar bráðni sífellt meira, eins og dæmin sanna, og hampa mengun.

Vilja halda niðri öllum launum í landinu út í það óendanlega, þannig að kaupmáttur er hér minnstur í Norður-Evrópu og minni en í Suður-Evrópu.

Halda því fram að Evrópusambandið sé vinstri sinnað, enda þótt því sé stjórnað af mið- og hægriflokkum.

Þorsteinn Briem, 21.4.2015 kl. 21:11

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.11.2011:

"The European People's Party er langstærsti hópurinn á Evrópuþinginu en hann er bandalag hægri- og miðflokka.

Blái liturinn
táknar að mið-hægri ríkisstjórnir fari með völdin í viðkomandi ríki:"


Þorsteinn Briem, 21.4.2015 kl. 21:13

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fasistar sækja ýmislegt til bolsévismans, svo sem mikil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu.

Og orðræða fasismans einkennist af mikilli þjóðernishyggju."

Sem sagt, Sjálfstæðisflokkurinn í hnotskurn.

Þorsteinn Briem, 21.4.2015 kl. 21:13

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn telur það væntanlega hægrisinnað að hækka matarskattinn.

Þorsteinn Briem, 21.4.2015 kl. 21:14

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fylgi Framsóknarflokksins11% og samkvæmt skoðanakönnunum fengi flokkurinn sjö þingmenn, engan í Reykjavík, einn í Suðvestur- og Suðurkjördæmi, og fimm í rollukjördæmunum, þar af tvo í Norðvestur- og þrjá í Norðausturkjördæmi.

Og af þessum sjö er meirihlutinn nú ráðherrar.

Steini Briem, 3.1.2015

Þorsteinn Briem, 21.4.2015 kl. 21:16

14 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hvað talsmenn ASÍ segja skiptir engu máli. Samningsumboðinu hefur dyggilega verið haldið frá ASÍ og Gylfa Arnbjörnssyni. Því skiptir litli máli þó hann og hans nánustu samstarfsmenn telji sitt bakland ekki treysta ríkisstjórninni, enda bakland þeirra fyrt og fremst Samfylkingin.

Samningsrétturinn er hvers stéttarfélags. Það er svo í þeirra valdi hver fær umboð til að semja. Í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir, á almenna markaðnum, eru það tvær blokkir sem fara með samningsréttinn. Starfsgreinasambandið hefur samningsumboð flesta stéttarfélaga á landsbyggðinni og Flóabandalagið fer fyrir flestum stéttarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Þess utan eru einstaka stéttarfélög sem semja beint við þá atvinnurekendur sem þeirra fólk vinnur hjá. ASÍ er dyggilega haldið utan þessara viðræðna.

Niðurstaða kosninga um verkfall er skýr. Nærri helmingur félagsmanna kaus og vel yfir 90% þeirra samþykkti verkfall. Það þarf að fara langt aftur í tímann til að sjá jafn skýrann vilja launafólks, sem nú. Að halda því fram að einhverjir forystumenn verkafólks ákveði hvort af verkfalli verði eða ekki, er barnalegt. Fólkið kaus og niðurstaðan var skýr.

Kannski segir þessi mikla þátttaka í kosningunni og niðurstaða hennar meir en nokkuð annað hversu slök kjör verkafólks eru, hér á landi. Þar má að stórum hluta kenna um aðkomu ASÍ að tvennum síðustu kjarasamnngum.

Gunnar Heiðarsson, 22.4.2015 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband