Af hverju ekki að láta ESB-skákina halda áfram að vera í bið ?

Þegar ESB-aðildarumsóknin var sett á ís fyrir rúmum þremur árum, lá málið kyrrt þangað til því var hleypt upp fyrir rúmu ári og síðana aftur á dögunum. 

Styrmir Gunnarsson og fleiri hafa notað orðið klúður yfir málsmeðferð ríkisstjórnarinnar. 

Sú spurning vaknar nefnilega af hverju ekki var hægt að láta málið kyrrt liggja áfram fyrir ári og fá fram ástand þar sem hvorki var verið að eyðileggja neitt, sem búið var að vinna í samningaviðræðunum, né verið að þvinga núverandi stjórn til að gera það sem hún taldi hindrað af "ómöguleika" við að efna kosningaloforð sín. 

Forsætisráðherra að staða málsins væri þannig, að það væri sokkið og drukknað. 

Það þurfti alls ekki að vera þannig heldur frekar að sigling þess hefði stöðvast á leið þess og það lægi nú við akkeri. 

Svona svipað eins og þegar skák fer í bið eftir 40 leiki, en það er hliðstæða sem kemur upp í hugann. 

Engum dettur í hug að fara að ónýta alla leikina 40, þegar skák fer í bið. 

En þegar sest er að taflborðinu að nýju hafa menn skoðað stöðuna betur og endurmetið hana. 

Ótal fleiri hliðstæður má nefna, svo sem þegar bygging mannvirkja stöðvast og að því leyti kemur upp biðstaða.

Þannig stóð Þjóðleikhúsið fokhelt en óhreyft öll stríðsárin meðan Bretar hertóku það og notuðu sem birgðageymslu.

Engum datt í hug að rífa húsið eða breyta því á meðan þetta ástand varaði.

Annað dæmi: Hér um árið var hafin gerð upphleypts vegar til norðurs frá hringveginum skammt austan við Vatnshlíð, og átti hann að liggja til í átt að Sauðárkróki og tengjast veginum umutanverða Sæmundarhlíð.

Þá var vegurinn um Þverárfjall ekki kominn og leiðin að vestan til Sauðárkróks hefði styst um nokkra kílómetra ef þessi vegagerð hefði komist í framkvæmd og leiðin til syðri hluta Sæmundarhlíðar styst enn meira.

 

Af einhverjum ástæðum var hætt við nýja veginn í miðjum klíðum, þannig að nokkurra kílómetra haft við Skarðsá, sem eftir var að leggja veginn um, var áfram frumstæður jeppaslóði.

Ástæðurnar gætu hafa verið tvær, annars vegar að fjármagn hefur þrotið, eða hins vegar að vegna vaxandi byggðar í Varmahlíð sem miðju dreifbýlisins í Skagafirði yrði Varmahlíð ekki lengur í leiðinni að sunnan og vestan út á Krók og hagsmunir Varmahlíðar því atriði í málinu.

Kannski ollu báðar ástæðurnar því að hætt var við að klára veginn, en það skiptir minna máli nú en þá hvað Varmahlíð snertir, því að með veginum um Þverárfjall er hvort eð er komin styttir leið milli Reykjavíkur og Sauðárkróks.

Eftir stendur nokkurra kólómetra upphleyptur vegarkafli til norðurs frá hringveginum vestan við Vatnshlíð og er dálítið fyndið hvernig hann endar allt í einu, og við tekur 90 gráðu hægri beygja eftir lélegum jeppaslóða.

 

Engum hefur dottið í hug að fara að eyðileggja þennan vegarkafla þótt hann nýtist engan veginn eins og til var ætlast í upphafi.

Hann bíður þarna bara, og gæti nýst ef mönnum dytti í hug að stytta leiðina milli austasta hluta Austur-Húnvatnssýslu út á Sauðárkrók og leiðina frá nokkrum bæjum í Sæmundarhlíð til suðurs.

Auðvitað hefur beina og upphækkaða vegarkaflanum hrakað á mörgum áratugum líkt og vinnan við aðildarumsóknina að ESB myndi smám saman þurfa endurbóta við ef ferlið yrði sett af stað að nýju.

En lang skynsamlegasta útkoman, miðað við það að skákin fór í bið er sú, að staðan í henni sé látin óhreyfð svo lengi sem hléð verður á taflmennskunni. 


mbl.is ESB bregst við bréfi stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:

"Þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu."

Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson formaður flokksins:

"Við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það."

Og daginn eftir á Stöð 2:

"Við viljum opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég tel rétt að stefna að henni á fyrri hluta kjörtímabilsins."

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 01:57

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakönnun Gallup 1.4.2015:

Straumurinn til Pírata eftir 12. mars

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 01:59

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útlendingar, til að mynda Kínverjar, geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en útlendingar hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.

23.11.2010:


"Friðrik J. Arngrímsson, [nú fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.

"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."

"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.

Eignarhlutur Kínverjanna er
um 44%, beint og óbeint.

Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:02

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi er þingræði og ríkisstjórnin er ekki Alþingi.

Og Alþingi hefur ekki veitt utanríkisráðherra umboð til að slíta aðildarviðræðunum við Evrópusambandið.

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu er því enn í fullu gildi.

Skýringar við stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:04

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur.

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:06

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta vilja Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn:

22.8.2009:

"Fyrri myndin segir okkur að innlend heimili skuldi að meðaltali ríflega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum.

Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30-35% af ráðstöfunartekjum fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali.

Sé tekið tillit til að vextir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álíkur).

Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildargreiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðslur.

Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni."

Skuldir heimilanna

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:08

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér á Íslandi eru gjaldeyrishöft.

Á Írlandi eru hins vegar engin gjaldeyrishöft, enda er evran gjaldmiðill Íra.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:10

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Danmörku var minna atvinnuleysi í desember síðastliðnum en hér á Íslandi, 3,9%, en 4,3% hérlendis samkvæmt Hagstofu Íslands og 4,9% í Þýskalandi.

Í Danmörku búa um 5,7 milljónir manna og í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópusambandsins, býr um 81 milljón manna.

Hins vegar búa einungis um 329 þúsund hér á Íslandi, þannig að mun auðveldara er að minnka atvinnuleysi um 1% hérlendis en í Danmörku og Þýskalandi.

Og þúsundir Íslendinga hafa fengið starf í Evrópusambandsríkjunum Danmörku og Svíþjóð undanfarin ár og áratugi.

19.8.2010:

Rúmlega 36 þúsund íslenskir ríkisborgarar búa erlendis

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:12

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:13

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland gæti fengið aðild að gengissamstarfi Evrópu, ERM II, þegar landið fengi aðild að Evrópusambandinu.

"The currency of Denmark, the krone (DKK), is pegged at approximately 7.46 kroner per euro through the ERM.

Although a September 2000 referendum rejected adopting the euro, the country in practice follows the policies set forth in the Economic and Monetary Union of the European Union and meets the economic convergence criteria needed to adopt the euro."

10.2.2015:

"Í Danmörku hafa lágir vextir á húsnæðislánum einnig styrkt efnahagslífið og komið því enn betur í gang.

Nú er hægt að fá lán til 30 ára með föstum 1,5 prósenta vöxtum en aldrei hefur verið boðið upp á lægri fasta vexti.

Þessi lán eru óverðtryggð."

Verðhjöðnun í Danmörku

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:16

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

8.4.2013:

"Stefan Füle stækkunarstjóri Evrópusambandsins kveðst hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands um bann við innflutningi á lifandi dýrum og sagði að fullur vilji væri til að taka tillit til hinna sérstöku aðstæðna sem ríktu á Íslandi um dýra- og plöntuheilbrigði."

"Á fundinum lýsti stækkunarstjórinn yfir að Evrópusambandið væri nú reiðubúið að hefja viðræður við Íslendinga um kaflann um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði á grundvelli samningsafstöðu Íslendinga.

Stækkunarstjórinn sagði að Íslendingum hefði tekist vel að koma sérstöðu sinni á framfæri."

"Í samningsafstöðu Íslendinga eru settar fram skýrar kröfur um að við myndum viðhalda banni á innflutningi á lifandi dýrum."

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:18

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

9.11.2010:

"Sem tékkneskur ríkisborgari hef ég reynslu af stækkun Evrópusambandsins þegar land mitt gerðist aðili að Evrópusambandinu," segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu.

"Það ferli kallar á upplýsingamiðlun og víðtæk skoðanaskipti sem byggjast á staðreyndum og tölum, fremur en á ótta eða goðsögnum."

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:19

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.12.2012:

"
Ég trúi því að það þjóni bæði hagsmunum Íslands og Evrópusambandsins að ljúka þessum samningaviðræðum,"segir Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, um aðildarviðræður Íslands að sambandinu.

"Við munum taka mið af ýmsum sérhagsmunum Íslands
... og vonandi felast næstu skref í því að við fáum tækifæri til að kynna endanlegan samning fyrir íslensku þjóðinni, þannig að þjóðin geti tekið upplýsta ákvörðun."

Þorsteinn Briem, 22.4.2015 kl. 02:20

16 Smámynd: Már Elíson

Þessi 15 subbublogg og copy/paste, Steini...Hvað kemur þetta málinu við sem Ómar er að skrifa um ? - Ertu endanlega farinn af hjörunum ? - Svo ertu hissa á því að menn tali um þig sem blábjána eða þaðan af verra og hreytir síðan skít í menn. - Þú átt við alvarlegan vanda að etja, Steini, og ættir að leita þér lækninga.

Már Elíson, 22.4.2015 kl. 08:19

17 identicon

Sammála þér Már. En auðvitað eru kratar farnir af hjörunum eftir ófarir undanfarinna missera.

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 09:10

18 identicon

Með svona dólg eins og St.B í athugasemdakerfinu þá er engin furða að Ómar lesi ekki athugasemdirnar. Sem er synd þar sem Ómari væri þá ljóst að hann hefur undanfarið verið að tala tóma steypu um atburði sem áttu sér líklegast aldrei stað.

Hannes Björn Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 09:11

19 identicon

Svo maður skruni yfir "peistið" hjá Steina og hugsi aðeins um upphafspistil Ómars, - tja, - er það ekki það eina í stöðunni?
Það náðist aldrei lending varðandi sérhagsmuni Íslands. Meir að segja Jón Baldvin lætur detta efasemdir um aðild.
Ég hefði vilja sjá þetta fjúka út af borðinu, - hvernig sem er, en helst í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem spurningin er ekki um það hvort hætta eigi viðræðum (um það sem er þegar fast), heldur einfaldlega hvort að fólk vilji að við göngum í ESB á þeim grundvelli sem er nokkuð fastur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 10:38

20 identicon

Nú skilst mér að Samfylkingar ætli að reyna það sama með útvarp Sögu, og Mr. Breim hefur reynt hér á blogginu hans Ómars, að koma í veg fyrir að hlustendur stöðvarinnar geti tjáð sig, með því að skipuleggja símadólgshátt á símatíma stöðvarinnar.

Kratar, rúnir trausti eftir herfilegan dómgreindarbrest síðustu ára, stefnulausir, stuðningslausir, vitlausir, hafa ekkert betra fram að færa, en tilraunir til að þagga niður í almenningi í landinu.

Ekki merkilegt fólk, kratarnir.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 12:01

21 identicon

Krata skoðun er það eina rétta (segja þeir) ekki voga að hafa aðra skoðun þá leggjum við þig í einhelti. Stórfurðulegt líð. 

Sig. Breik (IP-tala skráð) 22.4.2015 kl. 13:42

22 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Thegar skák fer í bid, eru thad undantekningalaust sömu skákmenn sem sídan halda taflinu áfram, ekki satt? Bidin má heldur ekki vera of löng, thví reglurnar gaetu hafa breyst í millitídinni. Thad er órádlegt ad láta thetta standa opid og í raun algerlega tilgangslaust, thvi thó búid sé ad opna einhverja "kafla" eins og urridakynlífsfraedingurinn hreykti sér af, er ljóst ad thad er ekkert til sem heitir framhald vidraedna lengur. Vidraedurnar voru komnar nákvaemlega ekkert áleidis og thví ekki nokkur ástaeda til ad hafa thetta opid. Ef á ad fara í thetta, tharf ad byrja alveg frá grunni á ný. Svo einfalt er thad. Sú byrjun yrdi ekki sú ad kjósa um framhald, heldur hvort fara eigi í thessa vegfred yfir höfud. Thjódaratkvaedagreidsla um eitthvad annad er aumt yfirklór og ljótur blekkingarleikur.

Gledilegt sumar og gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 23.4.2015 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband