Carl Möller fannst í ruslatunnu.

Þótt ótrúlegt megi virðast eru ofangreind fyrirsögn dagsönn. Ungar dætur mínar heyrðu undraveikt mjálm í öskutunnu nálægt heimili okkar og reyndist þar vera lítill kettlingur, sem greinilega hafði verið ætlunin að "koma fyrir kattarnef" á þennan hátt.

Þær björguðu kettlingnum, sem hlaut nafnið Carl Möller í höfuðið á hljómborðsleikara Sumargleðinnar.

Þetta var stórmerkilegt dýr og varð að fullgildum meðlim í stórfjölskyldunni eins og um mennska veru væri að ræða. Hef ég sagt ýmsar sögur af honum hér á bloggsíðunni en veit þó ekki hvort þessi hefur áður birst:

Kalli, eins og hann var alltaf kallaður, týndist einu sinni í nokkra daga. Eftirfarandi símtal átti sér stað nokkrum kvöldum síðar þegar síminn hringdi hjá okkur og rödd sagði í símann:

"Á Carl Möller heima þarna?"

"Já," svaraði ég.

"Get ég fengið að tala við hann?"

"Nei, því miður, hann er ekki heima og jafnvel þótt hann væri heima, gætirðu að vísu talað við hann en hann gæti alls ekki talað við þig."

"Hvernig stendur á því?"

"Það er vegna þess að hann er köttur." 

"Nú, það er þá nafnið hans, sem stendur hér á spjaldinu sem er hengt um hálsinn á honum?"

"Hvað stendur á spjaldinu? Ég var búinn að gleyma því."

"Það stendur: Carl Möller. Sími 553 1211."


mbl.is Hitti manninn sem fann hann í rusli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband