Barnamál hjá blaðamanni þykir flottara en vandað mál sitt?

"David þykir flottari en eiginkona sín".

Þetta er fyrirsögn tengdrar fréttar á mbl.is og setningin endurtekin í fréttinni svo að ekkert fari nú á milli mála.

Svona hafa börn stundum talað fram að þessu en nú virðist fjölmiðlafólk ganga í barndóm daglega, því að í gær var svipað sagt í útvarpsfréttum og var ekki hægt að skilja þá setningu öðruvísi en að sérstakur saksóknari hefði gert það sem sakborningurinn var sagður hafa gert.

Barnamál hjá blaðamanni þykir víst flottara en vandað mál sitt?

Hestur Jóns bónda þykir fallegri en hundur sinn?

Setjum sem svo að ég sé á sömu skoðun og reifuð er í fréttinni og haft sé orðrétt eftir mér: "Mér finnst David flottari en eiginkona hans."

Mætti þá búast við að ef sagt yrði frá þessu áliti mínu yrði það orðað svona: 

Ómari finnst David flottari en eiginkona sín.

Sem er hins vegar ekki rétt. Mér finnst Helga flottari en David Beckham. 

 

 


mbl.is David þykir flottari en eiginkona sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er mikið af fólki að "skrifa" á blöðunum sem varla talar Íslensku. Fólk sem aðallega þýðir, með mjög misjöfnum árangri, greinar frá erlendum fréttaveitum. Prentvillur og málvillur eru algengar og þýðingin ber oft merki takmarkaðrar tungumálakunnáttu og þess að þýðandinn þekkir lítið til efnisins. Þetta eru ekki blaðamenn, þetta er fólk sem þekkir einhvern sem gat reddað þeim vinnu á blaði. Og metnaður blaðanna er ekki meiri en svo að ekkert er prófarkalesið.

Hábeinn (IP-tala skráð) 2.5.2015 kl. 02:01

2 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Afturbeygða fornafnið er vandmeðfarið. Yfirleitt er tilhneigingin til að sleppa því og nota í staðinn hann eða hún, sem getur orðið tóm vitleysa. En hefði betur verið gert hér.

Athyglisverð athugasemd "Hábeins" að ofan, því hún er bar æla og kemur hvergi að því sem bloggfærslan er um. Blaðamenn fá stundum að heyra svona ælur frá ritsóðum á borð við Hábein, en ég hafði fyrir sið að skella á þá.

Kristján G. Arngrímsson, 2.5.2015 kl. 10:09

3 Smámynd: Már Elíson

Kristján, - Þetta er algerlega satt hjá "Hábeini"..og kemur ákkúrat færslunni við. - Þú gerir aftur hvað..?..og ert hver..?

Már Elíson, 2.5.2015 kl. 15:31

4 identicon

Það var gaman að sjá „blaðamann“ stökkva til varnar og árásar. Og með alla Íslenskuna sér til afnota kom hann ekki með neitt betra en að heyra ælu. Það eru ekki margir sem heyra undarleg búkhljóð þegar þeir lesa, og það er ekkert sérstaklega áhugavert. Og í takt við það að sjálfsálitið er meira en færnin þá stærir hann sig af því að hlusta ekki á gagnrýni. Af skiljanlegum ástæðum setti ég orðið blaðamann í gæsalappir til að móðga ekki alvöru blaðamenn.

Hábeinn (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband