3.5.2015 | 18:38
Hve lengi á að berjast gegn eindregnum þjóðarvilja?
Síðustu ár hefur sá eindregni vilji mikils meirihluta landsmanna og Reykvíkinga sjálfra birst aftur og aftur í skoðankönnunum að hafa Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er og draga ekki frekar en orðið er í öryggisgildi hans og notagildi.
Hve lengi ætla menn að ganga gegn svo eindregnum vilja í tiltölulega einföldu já-nei máli, völlinn áfram á sama stað - völlinn ekki áfram ?
Hvað NA-SV brautina varðar er ávinningurinn varðandi íbúðabyggingar af því að leggja niður brautina sáralítill, því að meirihluti þessarar rúmlega 900 metra löngu brautar er innan kerfis aksturbrauta vallarins og hinna flugbrautanna tveggja.
Hægt er að hnika til nýrri byggð á Hlíðarendareitnum til að að brautin geti nýst áfram, og við hinn endann er aðeins um að ræða þrjá hektara sem íbúðabyggð gæti risið á, en það eru aðeins um 3% af flugvallarsvæðinu öllu.
78% vilja neyðarbrautina áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gengið verður gegn þjóðarvilja, bæði hjá borg og þingi, meðan við "sættum okkur við það" með aðgerðarleysi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.5.2015 kl. 18:51
Þetta er gott dæmi um hvernig snilldarlegum áróðri hefur verið beitt til að fá fram þennan þjóðarvilja án raunverulegrar upplýsingagjafar. Með því að höfða til öryggis og skíra þessa aukabraut neyðarbraut og notfæra sér óánægju með aðgerðir bæjar og ríkisstjórnar í óskyldum málum hefur þessi niðurstaða fengist. Flestir þeirra sem fylla þessi 78% hafa lítið sem ekkert kynnt sér málið og hafa hvorki áhuga á staðsetningu vallarins eða því að nota hann, eru bara á móti eins og krakkarnir segja. Verður það framtíðin, að þjóðarviljinn verði látinn ráða og auglýsingastofur stjórni honum?
Espolin (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 20:33
Dagur B og félagar nota "túrbínutrixið" á flugvöllinn. Hægt og rólega ætla þeir að fara í framkvæmdir, þar til þeir telja að ekki verði aftur snúið, þó þeir viti að mikill meirihluti þjóðarinnar sé á móti því.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.5.2015 kl. 20:47
Það væri nú aldeilis gróði í því, ef Píratar myndu fara eftir eigin skoðunum, og setja hælinn niður í borgarstjórn.
En þeir gera það ekki. Það myndi hugsanlega kosta þá völd og aðgengi að bitlingum kerfisins.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.5.2015 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.