Afbragðs hugmynd. Agnes Braga sagði þetta líklega fyrst.

Hugmyndin "Burður í beinni# er afbragð og merkilegt að hún skuli ekki hafa verið á dagskrá miklu fyrr. Eiga þeir, sem hrintu henni í framkvæmd lof skilið, Gísli Einarsson og kó.

Lífið gerist nefnilega í beinni útsendingu enda þótt fólk hafi löngum hyllst til að varðveita það ekki aðeins í minningu sinni, heldur líka með því að festa einstök atvik eða tímabil á blað eða setja í myndmál.

En hversu langt sem menn telja sig komst í áttina að heinni upplifun kemur aldrei neitt í staðinn fyrir andartakið sjálft þegar atburðurinn gerist.  

Líklega er það Agnes Bragadóttir sem mælti fyrst hin fleygu orð, og einmitt í beinni útsendingu í þættinum "Á líðandi stundu",: "Það getur allt gerst í beinni útsendingu." 

Orðin fengu síðan aukið flug í Áramótaskaupi ársins 1986 og hafa lifað síðan en verða aldrei sönn og raunveruleg nema þegar þau eru sögð í beinni útsendingu af gefnu tilefni.  

 


mbl.is Spýtan brotnaði undan Gísla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég tel að það séu mörg brýnni mál sem að rúv mætti fara að sérhæfa sig í og eru meira aðkallandi en að horfa inn fjárhús og /eða að dreifa kaldhænishúmor:

=RÚV á að vera að leiða  þjóðina inn í framtiðina:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1732809/

Jón Þórhallsson, 15.5.2015 kl. 12:36

2 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Bara gaman af þessu.  Ég hló fyrst af þessari hugmynd en hafði svo bara gaman af þegar ég kíkti inn á rásina.  Ekkert verra en hvað annað. RÚV fær rós í hnappagatið.  

Marinó Már Marinósson, 15.5.2015 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband