Skrokkalda er líka á hálendinu.

Í bloggpistli hér á síðunni fyrr í vikunni var því velt upp, hvort það offors og yfirgangur sem fælist í því að moka virkjanakostum úr biðflokki í virkjanaflokk til þess að styrkja stöðu virkjanafíklanna væri sett fram til að geta síðan boðið "sátt" um að slá af kröfum um Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun. Skrokkalda, Hágöngur, Vatnajökull

Síðan yrði sagt að þetta væri sanngjörn sátt þótt í henni fælist aðeins að sleppa því að virkja 55 megavött gegn því að virkja tæplega 300. 

Heldur betur málamiðlun það, 55 gegn 350, 1 á móti 6,5! 

Nú er Hagavatnsvirkjun komin í skjól í bili og búið að slá 20 megavöttum af samtals 350 og afsláttarhlutföllin 1:17,5. Gríðarleg tilslökun það! 

Og þá gleymist ævinlega að þegar er búið að virkja fyrir 2400 megavatta afl á landinu, svo að Hagavatnsvirkjun er í raun með 0,3% af því afli.Skrokkalda. Kerl.fjöll í baksýn 

Eftir stendur að fyrirhuguð Skrokkölduvirkjun er inni á hálendinu eins og Hagavatn og felur í sér röskun á landi, sem er 60 kílómetrar á lengd, og teygir sig þá vegalengd inn frá Vatnsfellsvirkun inn á miðhálendið.

Á efri myndinni er horft úr vestri til Skrokköldu með Hágöngur, Bárðarbungu og Vatnajökul í baksýn, en núverandi slóði Sprengisandsleiðar liggur undir öldunni. 

Á neðri myndinn er horft úr austri yfir Skrokköld og Þjórsárver, Kerlingarföll og Hofsjökull eru í baksýn.  

Og þess má geta að Hagavatnsvirkjun og Skrokkölduvirkjun gæfu samtals um 2,2% af heildarrafafli landins, sem þegar væri þá búið að virkja.

 


mbl.is Draga Hagavatnsvirkjun til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er það ekki svolítil öfugmælavísa að koma hagafelsvirkjun í skjól miðað við alt það sandfok sem kemur úr hagavatni. reindar skil ég ekki þessa nemd um rammaáætlun hvernig hún vinur landsvirkjun og orkuveita reykjavíkur er búin að skoða jarðfræði svæðisins. er farin að halda að nemdarmen séu á of háu æaupi sem þeir viljisíður missa. nema að þeir séu en að ransaka laxastofnin í hagavatni

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 13:11

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Viljið þið sem teljið ykkur vera meiri náttúruverndarsinna en þá sem vilja nýta auðlyndir landsins að setja bara ísland í biðflokk.

Óðinn Þórisson, 15.5.2015 kl. 13:12

3 identicon

Óðinn! Það væri aldeilis ekki svo vitlaust. Svona í einn áratug og sjá hverju fram vindur á meðan. Ýmislegt gæti skeð á 10 árum. Þú talar um auðlindir landsins. Kannski væri ráð að koma á fót einhvers konar kvótakerfi á aulindina.

Sigurður Oddgeirsson (IP-tala skráð) 15.5.2015 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband