"Rúmfatalagerinn, - aðeins ódýrari". Aha, verðsamráð?

Ef Rúmfatalagerinn á að geta auglýst "Rúmfatalagerinn, - aðeins ódýrari" verður hann að vita um verðið hjá keppinautunum og fylgjast með því stanslaust. Hvernig geta þeir hjá lagernum verið vissir um verðmuninn? 

Eða fá þeir hjálp og upplýsingar hjá keppinautunum til að geta verið ódýrari? Aha, verðsamráð?

Eða þýðir slagorðið eitthvað annað en gefið er í skyn? 

Bíðum nú við: "- aðeins ódýrari."

Ódýrari en hvað? 

Er átt við Rúmfatalagerinn í heild, bæði húsið, verslunina og söluvöruna? Og ódýrara en hvað er þetta allt þá?  Er Rúmfatalagerinn ódýrari en næsta bensínstöð?  Eða ódýrari í dag en hann var í gær?  

Ég bara spyr. 

Nei, annars. Ég er bara í skapi þetta bjarta og hlýja föstudagskvöld til að skrifa tómt bull út í loftið og fíflast án þess að vera á þriðja glasi. 


mbl.is Verðsamráðsmáli áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rafn Guðmundsson

nei þetta er ekkert bull í þér - spurningin er mjög sanngjörn

Rafn Guðmundsson, 15.5.2015 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband