"Framleiðsla á tilraunastigi" og fyrirtæki með svarta fortíð.

Fyrir liggur samkvæmt upplýsingum Silicor Materials að hin nýja aðferð sem á að verða framkvæmd í sólarkísilverksmiðjunni stóru við Grundartanga til að gera hana mengunarlausa sé "framleiðsla á tilraunastigi" enda aldrei verið notuð annars staðar hingað til. 

Samkvæmt því verða engin eiturefni í rykinu, sem kemur frá verksmiðjunni en ekki er hægt að sjá í þeim upplýsingum, sem hafa verið birtar, hvað þetta "ryk" verður mikið. 

Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og Skúli Mogensen nú hafa báðir upplýst um svarta fortíð þessa fyrirtækis og meistara kennitöluflakksins, sem skilur eftir sig slóð svika og pretta, en enginn vildi hlusta á Harald og væntanlega ekki á Skúla né Bubba Morthens nú. 

Stóriðjan í Hvalfirði mælir sjálf mengun sína almennt og einn mælirinn þar var sendur upp í Holuhraun. 

Engar bjöllur hringja. Fyrir rúmum áratug var fullyrt að engin mengun yrði frá Hellisheiðarvirkjun sem framleiddi "hreina og endurnýjanlega orku". 

Annað hefur heldur betur komið í ljós með stórfelkdri mengun af brennisteinsvetni og minnkandi orku svæðis, sem verður orðið orkulaust eftir nokkra áratugi, og nú á að tilnefna Orkuveitu Reykjavíkur til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs!

 


mbl.is „Væri með verri dílum Íslandssögunnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að veita Orkuveitu Reykjavíkur umhverfisverðlaun er eiginlega jafn fáránlegt og að veita stjórnvöldum í Kína mannréttindaverðlaun.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 20.5.2015 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband