21.5.2015 | 21:41
Lagið féll úr leik, ekki María.
Eurovision söngvakeppninni er ætlað að snúast fyrstu og fremst um gæði sönglaga. María Ólafsdóttir stóð sig með stakri prýði allan tímann sem barist var fyrir því að koma íslenska laginu upp í topp tíu í kvöld.
En þegar horft er á frammistöðu hennar er ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að engu skipti hvernig lagið væri flutt eða útbúið sjónrænt eða hver flytti það: Það var einfaldlega ekki nógu gott til að fá þann hljómgrunn sem þurfti.
Til að lag, sem byggist á þrisvar sinnum fjögurra takta laglínunum, sem eru afar svipaðar, komist áfram og upp fyrir önnur lög, þurfa þessar fáu stuttu og keimlíku laglínur að vera afar grípandi og góðar.
Það voru þær einfaldlega ekki, en hugsanlega hefði verið hægt að bæta úr því með því að brjóta lagið upp í miðjunni með stuttum sérstökum millikafla sem byði upp á tilbreytingu.
En það var ekki gert.
Nú kvikna kannski alls konar samsæriskenningar, svo sem að "Austur-Evrópu mafían" hefði ráðiðð hvernig fór, en sú kenning var höfð uppi í fyrradag þegar tvö Norðurlandanna féllu úr keppni.
En nú komust tvö Norðurlandanna áfram svo að það þarf nýja samsæriskenningu.
Ísland ekki í úrslit Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
María var stórkostleg eins og þú segir, en lagið var bara ekki nógu gott.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.5.2015 kl. 22:11
Lagið var að gæðum til einhvers staðar á milli þess finnska og þess danska. Það er komið úr tísku að synja berfættur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.5.2015 kl. 23:06
Það heyrðist alveg í útsendingunni stressið í rödd Maríu og svo var textinn allt of flókinn fyrir þessa útlendinga sem allir eru smitaðir af bogfrymli. :-)
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2015 kl. 12:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.