Afrek ef hún kemst áfram.

María Ólafsdóttir horfir upp á þverhníptan hamar til að klífa ef hún á að komast í gegnum niðurskurðinn í kvöld og halda áfram í úrslitakeppnina. 

Hún er búin að standa sig afburða vel í þessari fyrstu ferð sinni á svona stóran viðburð, hefur lagt sig alla fram og orðið landi og þjóð til sóma, hvernig sem fer.

Hættan er sú að eyða svo mikilli orku í langvinnri törninni fyrir þetta kvöld, að það verði tæpt hve mikið verði á orkugeyminum á úrslitastundinni, sem auðvitað verður að teljast vera einmitt nú. 

Ég hafði á tilfinningunni áðan að hún væri komin á ystu mörk úthaldsins í söngnum í kvöld, hvort sem það er rétt hjá mér eða ekki. En hún bætti það upp með afar mikilli útgeislun og flutningurinn var kannski meira hrífandi vegna þess að þessi berfætta smávaxna kornunga kona, stóð alein á risavöxnu sviðinu.

Það er alltaf sterkt að tefla fram andstæðum og kannski mun það hafa gagnast vel í kvöld.  

Það er við ramman reip að draga þegar svo mörg lög og flytjendur eru af svipuðum toga og ef hún kemst í gegnum niðurskurðinn eins og ég kýs að kalla það, er það afrek hjá henni. 


mbl.is Frábær flutningur hjá Maríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband