24.5.2015 | 10:09
"Nóttlaus voraldar veröld" til 25. júlí.
Hvað sem veðrinu líður er ein staðreynd óumbreytanleg: "Nóttlaus voraldarveröld" eins og skáldið Stephan G. Stephansson orðaði það, verður í Reykjavík fram til 25. júlí, þ. e. það verður björt sumarnótt samkvæmd alþjóðlegri skilgreiningu varðandi það, hvenær sé nótt.
Þar er miðað við að sólin sé ekki meira en 6 gráður undir sjóndeildarhring, því að enda þótt sólin hafi sest hér fer hún ekki neðar en þetta næstu níu vikur.
Nóttin er bjartari og tímabil hinna björtu nótta lengra á Akureyri og Ísafirði, næstum heilum mánuði lengra, frá viku af maí til fyrstu viku ágúst.
Það er því út í hött að vera kvarta yfir veðrinu þegar það er svona bjart, nema að menn séu svo heimtufrekir að það eigi að vera stanslaust bjartviðri líka og ekki megi vera ský á lofti.
Sólarlítið og vætusamt um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nótt:
...the period between the end of evening civil twilight and the beginning of morning civil twilight....
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2015 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.