Hliðstæður "húkkur" og "We are the champions!"

Eftir því sem árin líða er lagið "We are the champions" sennilega eitthvert mest sungna stuðlagið þegar fagnað er góðum árangri og við fleiri tækifæri. 

Ég greip ekki sigurlag Svíanna alveg fyrr en á leið á kvikmyndahátíð vestur á Patreksfjörð, þegar þetta lag hljómaði í útvarpinu í bílnum við bensíndæluna í Búðardal. 

Þá áttaði ég mig á þeim möguleika að þetta lag gæti orðið skætt partílag eða lag sem fólki dytti í hug að syngja á góðum kvöldstundum þegar allir eru í stuði, vinningsstuði, á einn eða annan hátt.  Og gott að fá útás með því að syngja hina lúmsku slaufu "vó, ó, vóóó!" 

Svíarnir áttu magnað kvöld því að átta lög í keppninni voru sögð eftir sænska höfunda. 

Mig grunaði, eins og kom fram í bloggi fyrr í kvöld, að rússneska lagið og ítalska lagið gætu náð langt og það má fagna því að ekki er hægt að sjá að misjafnar tilfinningar vegna samskipta Rússa við nágranna sína bitnuðu á ágætu lagi þeirra. 

Þessi keppni fór vel fram og endaði vel, - var ákveðinn sigur fyrir jákvæða strauma í Evrópu þrátt fyrir erfið viðfangsefni, deiluefni og samskiptavandamál. 

 


mbl.is Svíþjóð sigraði í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir eru sniðugir svíarnir í þessum eurovision bissnes.    

Ómar Bjarki Kristjánsson, 23.5.2015 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband