Um að gera að fá krabbamein í byrjun kvótaárs?

Nú má sjá samspil peninga lífs og heilsu víða í fréttum, ekki bara í kjarabaráttunni. 

Orðalagið á fyrirsögninni hér að ofan er kannski hastarlegt en það er þó viss sannleiksbroddur í henni, því að nýr veruleiki blasir við krabbameinssjúklingum ef taka á tillit til krafna ríkisvaldsins um kvóta á krabbameinslyf.

Þau ár sem sjúklingar, sem þurfa tiltekin lyf gegn vágestinum, eru fleiri en í meðalári, fá þeir sjúklingar lyfin, sem eru svo heppnir að "kvótinn" á lyfjameðferðina er ekki búinn þegar krabbinn uppgötvast. 

Þess vegna má umorða þennan kalda veruleika þannig að fyrir það, sem verða krabbameinssjúklingar á annað borð, sé um að gera að fá krabbann sem fyrst á kvótaárinu.

Annars megi þeir éta það sem úti frýs og allt tal um jafrnæðsreglu stjórnarskrár eigi ekki við. 

Í gær var ég í skoðun á Lansanum þar sem manni er skipað fara upp með hendur. 

Í ljósi hins nýja veruleika kom eftirfarandi partur úr lagi Stuðmanna upp í hugann: 

Upp með hendur!

Niður með brækur!

Peningana, ellegar þú færð ekkert lyf!

 


mbl.is Kjarabarátta „um líf fólks og heilsu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samfylkingaýkjur! Ég þekki konu sem nýlega var útskrifuð sem alheil af krabbameini,eftir dýr lyf GUÐI sé lof.92 ára kona var strax tekin í svokallaðan fleygskurð á brjósti í apríl,var þó ekki í bráðri hættu.

Helga Kristjánsdóttir, 4.6.2015 kl. 01:50

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bréfaskrifin milli stjórnendannna í þessum máli voru engar "Samfylkingarýkjur" heldur blákaldar staðreyndir varðandi það ástand að í gildi væri kvóti á fjölda þeirra sem fengju nauðsynlega bráðameðferð, því að krabbinn bíður ekki rólegur á meðan kerfið hikstar og erfitt er fyrir lækna að meta hve hratt hann vex og hvenær fólk er eða er ekki í bráðri hættu.

"Útskrifuð sem alheil af krabbameini" eins og þú orðar það, segir stóran hluta sannleikans. 

Konan, sem fékk þessa meðferð, sem þú lýsir, var inni í kvótanum, og því var hægt að koma henni til bjargar af öryggi með því að gefa henni hin dýru lyf STRAX en ekki einhver tíma síðar þegar það gæti orðið of seint. 

Ómar Ragnarsson, 4.6.2015 kl. 10:35

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar nú á grænni grein,
greindur var í síma,
alltaf fær hann innanmein,
á alveg réttum tíma.

Þorsteinn Briem, 4.6.2015 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband