Langt frá íslenskum tölum.

Tðlurnar um stærð ensku biskupakirkjunnar er víðsfjarri samsvarandi tölum á Íslandi og sömuleiðis tölurnar um fækkun í röðum hennar. 

Enska biskupakirkjan hefur hlutfallslega fimm sinnum færri meðlimi en íslenska þjóðkirkjan og það þætti bera vitni um algert hrun hér á landi ef það fækkaði um fimmtung í íslensku þjóðkirkjunni á aðeins tveimur árum. 

Nú sér maður þau viðbrögð hjá sumum, að aðstæðurnar í Englandi eigi að heimfæra á Ísland á þann veg að gera íslensku þjóðkirkjuna meira ógnandi og harðskeyttari en hún er svo að hún nálgist boðun öfgahópa í íslamskri trú. 

Þeir sem svona tala, gefa sér það að meðal allra múslima séu aðalatriðin þau sömu og hjá þeim öfgafyllstu. Það er álíka rökrétt og að yfirfæra hörkuleg atriði harðlínumanna í kristnum sérstrúarsöfnuðum og heimfæra þau upp á allt kristið fólk. 

En þessir boðendur nýrra vinnubragða og aðferða segjast telja að það muni stuðla að því að kæfa múslima á Íslandi að íslensk kirkja taki upp harðínustefnu. 

Nema að ætlunin með þessari kröfu sé að leiða í ljós hve múslimatrú sé almennt miklu harðneskjulegri en krisin trú. 

Nú er það svo að fylgistölur gefa það alls ekki til kynna að hægt sé að heimfæra enskt ástand beint upp á íslenskt." Múslimar á Íslandi eru um 0,5% þjóðarinnar en hlutfallslega tíu sinnum fleiri í Englandi. Hlutföllin milli ensku kirkjunnar og múslima eru ca 7:1 en 180:1 á Íslandi.

Með því að gera íslensku þjóðkirkjuna meira "ógnandi" getur varla verið átt við annað en að færa boðskap hennar og aðferðir aftur á 17. öld með harðri útskúfunarkenningu og hótun um hinir fordæmdu endi í eldi helvitis.

Þeir, sem svo mæla, virðast ekki átta sig á meginatrinum kristinnar trúar sem eru f-in fjögur: Fagnaðarerindi, friður, farsæld, fyrirgefning.

Í hálfkæringi má orða það svo að með endurvakningu ógnarinnar sem meginstefs kirkjunnar verði fjandinn laus.

Nei,  andskotinn hafi það!   


mbl.is Kirkjan á barmi útrýmingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

F-in fjögur. Hvernig væri að taka út farsæld og setja fátækt í staðinn?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2015 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband