7.6.2015 | 08:42
Dapurleg mál liðinnar viku.
Atburðir síðustu viku voru sumir þess eðlis, að handritshöfundur sjónvarpsþátta hefði verið gagnrýndur fyrir of mikið hugmyndaflug, ef hann hefði sett þá niður á blað.
Fyrir 30 árum sátu meira en 70% þjóðarinnar sem límd framan við sjónvarpið að horfa á Dallas, en slíkur þáttur hefði átt lítið roð í þá atburðarás sem í gang fór með fjárkúgunarmálum síðustu daga.
Varðandi þau er mikilvægt að hafa í huga þá höfuðreglu réttarfars lýðræðisríkja að hver maður skuli teljast saklaus, þar til sekt hans hefur verið sönnuð fyrir dómi, þar sem sú regla gildir að allan vafa skuli meta sakborningi í vil.
Það á við um alla aðila þessara mála þar til þeim lýkur.
En almennt séð er fjárkúgun réttilega metin til þungrar refsingar, sé hún sönnuð, og af þeim sökum er fjárkúgun blaðamanna sérstaklega dapurleg og skaðleg fyrir starfsvettvang, þar sem sannleiksleit og heiðarleg vinnubrögð eiga að vera æðsta boðorðið.
Sem betur fer hefur ekki fyrr komið upp á yfirborðið fjárkúgunarmál sambærilegt þessu og kemur vonandi ekki upp aftur.
Almennt er það skilyrðislaus krafa, að fjölmiðlafólk birti og vinni á eðlilegan, heiðarlegan og sanngjarnan hátt úr þeim upplýsingum eða staðreyndum, sem það telur að eigi erindi við almenning.
Og sömuleiðis að nauðsynlegum upplýsingum sé ekki leynt. Þegar fjárkúgun er komin í spilið gerir það ekkert nema spilla málum.
![]() |
Pólitísk bellibrögð? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Undraland pólitískra bófa norður í Ballarhafi.
Hraunelda land,
hrákasmíð hrynjandi skánar,
hordregið örverpi Ránar,
hraunelda land!
MJ.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.6.2015 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.