"Raunveruleikastjórnmálamaður."

Orðið "raunveruleikastjórnmál" eða "realpolitik" fékk einkum flug á valdatíma Willy Brandt í Vestur-Þýskalandi þegar hann leitaðist við að móta nýja utanríkisstefnu Vestur-Evrópu og Vesturveldanna gagnvart Sovétríkjunum í Kalda stríðinu með því að meta stöðuna milli austurs og vesturs af raunsæi.

Með því að koma á friðsamlegri sambúð hinna ólíku kerfa vonaðist Brandt til að aukin menningarleg og viðskiptaleg samskipti við Rússa opnaði glufu fyrir vestræn áhrif austur fyrir járntjald.

Þegar hættan var mesgt á því að Ukraínudeilan færi algerlega úr böndunum fyrst eftir að Rússar innlimuðu Krím og átökin í austurhluta Ukraínu stigmögnuðust dag frá degi þeyttist Angela Merkel eins og þeytispjald á milli höfuðborga vestrænna ríkja til að ráða ráðum sínum með æðstu mönnum þar og móta sameiginlega utanríkisstefnu, sem byggði ekki síður á raunsæi en hugsjónum.

Í þessu sýndi Merkel aðdáunarverðan dugnað og lipurð sem skipaði henni fremst í sveit valdamanna á Vesturlöndum. Stefnan var að vísu og er umdeild eins og eðlilegt er í jafn flókinni, viðkvæmri og óvissri stöðu og uppi er í spennuþrungnu ástandi í Austur-Evrópu.

En Angela Merkel er afar sterkur stjórnmálamaður, sem stundar sín "raunveruleikastjórnmál" af mikilli list og elju.

Persónuleg reynsla hennar að hafa alist upp í Austur-Þýskalandi og komist til æðstu metorða í sameiginlegu Þýskalandi hefur áreiðanlega reynst henni drjúgt veganesti við að öðlast skilning og reynslu til að mynda grundvöll fyrir sterka stöðu sína.     

 


mbl.is Stoltenberg dáist að drykkjuþoli Merkel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Störf Merkel eru merkileg og aðdánunarverð. Hluti af efnahagsundri Þjóðverja, þeirra sem hafa verið duglegastir að dáðst af perlum Íslands og hreinleika.

Sigurður Antonsson, 7.6.2015 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband