Nauðsynleg bylting á hraða snigilsins.

Hugsum okkur að nær allur bílafloti landsmanna væru rafbílar en aðeins örfáir bensín- og olíuknúnir bílar hefðu verið fluttir inn. 

Þá myndi það vaxa mönnum alveg í augum að ætla að skipta yfir í jarðefna knúnu bílana, vegna þess að alla innviði og kerfi vantaði. 

Það þyrfi að veita hundruðum ef ekki þúsundum milljarða króna í að byggja olíuhafnir, olígeyma og hundruð bensínstöðva um allt land og tryggja flutninga á olíuvörum með skipum og oliuflutningabílum um land allt. 

Samt tökum við þessu kerfi sem sjálfsögðum hlut rétt eins og það hafi ekki kostað krónu að koma því upp á heilli öld. 

Við blasa orkuskipti mannkynsins á þessari öld þar sem jarðefnaeldsneyti hlýtur að víkja fyrir öðrum orkugjöfum.

Við þurfum ekki að flytja rafmagn til landsins eins og olíuvörurnar. Einföldustu rafbíla og rafhjól má hlaða með heimilisrafmagni.

Eins og háttar drægi rafbíla núna þarf að koma upp hraðhleðstlustöðvum með um það bil 80 kílómetra millibili við helstu þjóðvegina.

Það er smávaxið verkefni miðað við hið tröllaukna dreifingarkerfi jarðaefnaeldsneytis um allt land og í engu landi er rafvæðingin og nauðsyn hennar jafn augljós og auðveld og á Íslandi.

Samt gerist allt á hraða snigilsins í þessum efnum.  


mbl.is Örverkefni að skipta í rafbíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum ekki að flytja rafmagn til landsins eins og olíuvörurnar en við þurfum að flytja in rafgeyma sem kosta engu minna í gjaldeyri en olíuvörurnar sem samsvarandi bensínbíll notar.

Þrátt fyrir stórtæka eftirgjöf ríkisins, niðurfellingar á sköttum og gjöldum, þá er stofnkostnaðurinn það hár að bíllinn verður seint hagkvæmur fyrir notendann og aldrei fyrir þjóðarbúið.

Ufsi (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 16:39

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meðalakstur einkabíla í Reykjavík er um 11 þúsund kílómetrar á ári, eða 30 kílómetrar á dag.

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan Leaf 2015


Og miðað við 11 þúsund kílómetra akstur á ári tekur um fimmtán ár að aka 161 þúsund kílómetra.

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:41

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.12.2014:

"Í flestum löndum Evrópu eru lítil eða engin gjöld á rafbílnum Nissan Leaf og víða greiðir hið opinbera kaupendum fasta upphæð við kaup á svo vistvænum bíl."

Gott ár rafbílsins Nissan Leaf

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:42

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sparnaður heimila vegna notkunar á rafbílum í stað bensínbíla eykur að sjálfsögðu kaupmátt þeirra og sparnaðurinn er notaður til að kaupa aðrar vörur og þjónustu, sem greiða þarf af virðisaukaskatt, sem er með þeim hæstu í heiminum, 24%.

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:43

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sá sem á engan bíl greiðir að sjálfsögðu virðisaukaskatt af öðrum vörum, sem fer meðal annars í vegagerð ríkisins og virðisaukaskattur hér á Íslandi er með þeim hæstu í heiminum, 24%.

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafbílum fylgja aukin lífsgæði.

Bensínbílum fylgir mengunarskapandi útblástur og hávaðamengun alla daga í til að mynda borgum og því að sjálfsögðu ekki ómálefnalegt sjónarmið að gjöld á rafbílum séu lægri en á bensínbílum.

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Rafmótorinn hefur einungis fáeina hreyfanlega hluti í stað hundruða.

Í rafbíl eru slitfletir margfalt færri og hitamyndun minni, sem skilar sér í lengri endingu.

Rafmótor þarf minna viðhald en hefðbundin bílvél
sem þarfnast olíu- og síuskipta, kertaskipta, ventlaskipta, tímareimaskipta, pústviðgerða, viðhalds á vatnsdælu, eldsneytisdælu, rafal og öðru sem fylgir flóknum sprengihreyfli.

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.9.2013:

""Við hjónin látum okkur ekki muna um að skreppa frá Reykjavík austur á Flúðir og það kostar aðeins 200-kall," segir Halldór Jónsson húsgagnabólstrari og Nissan Leaf-eigandi.

[Kostnaðurinn er því um tvær krónur á kílómetra.]

"Áður var þetta eldsneytiskostnaður upp á 5-6 þúsund krónur fram og til baka.

Eystra hleð ég bílinn yfir nóttina og þar er ég bara með 16 ampera öryggi en bíllinn er tilbúinn um morguninn.

Heima
er ég hins vegar með hleðslustöð sem hleður rafgeyminn á 2½ klukkustund," segir Halldór Jónsson."

Kostar 200 krónur að aka Nissan Leaf frá Reykjavík austur á Flúðir

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:47

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem eiga rafbíla greiða ekki lægri skatta til ríkisins en aðrir, enda þótt þeir greiði lægri gjöld af þeim en greiddir eru af bensínbílum, þar sem þeir greiða virðisaukaskatt af öðrum hlutum sem þeir kaupa fyrir sparnaðinn af því að eiga rafbíl.

Það kostar um 2 krónur að aka Nissan Leaf hvern kílómetra og rafhlaðan endist í að minnsta kosti fimmtán ár, miðað við meðalakstur einkabíla í Reykjavík.

Ríki vilja minnka daglega mengun vegna olíu og bensíns og hygla því eigendum rafbíla með lægri sköttum af þeim en bensínbílum.

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:48

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eigendur rafbíla vita betur en nafnleysingjar Sjálfstæðisflokksins.

Punktur.

Þorsteinn Briem, 14.6.2015 kl. 16:49

11 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Herra nafnleysingi ( ufsi) vertu ekki svona skelfilega vitlaus.

Jósef Smári Ásmundsson, 14.6.2015 kl. 17:48

12 identicon

"Eins og háttar drægi rafbíla núna þarf að koma upp hraðhleðstlustöðvum með um það bil 80 kílómetra millibili við helstu þjóðvegina." - rétt

Hvað tekur langan tíma að hraðhlaða?

Hvað endast rafhlöðurnar lengi, hvað kostar að endurvinna þær, eru þær ekki um 60% af innkaupavirði bílsins?

Ný tækni? Rafhlaðan í fartölvunni endist ekki lengi ný og byrjar ótrúlega fljótt að missa gæði

Grímur (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 19:39

13 identicon

Án þess að ætla að verja þennan Ufsa, þá gerir þú okkur þann greiða Jósef, að segja okkur af hverju hann Ufsi er svona vitlaus. Maður hefði haldið að þú hefðir næga greind til þess, skrifandi undir fullu nafni og kennitölu.

Hitt er svo rétt, að stærsti einstaki kostnaðarliður rafbíla eru rafgeymarnir.
Eins og staðan er í dag, þá er líklegt að innkaupakostnaður rafgeyma nemi að meðaltali um einni og hálfri miljón pr rafbíl. Ef endurnýja á allan bílaflota landsmanna, um 210.000 fólksbíla, þá nemur heildarkostnaðurinn, bara við rafhlöðurnar, 315 miljörðum króna. Það er um 25-30 ára fob verðmæti eldsneytis sem flutt er inn fyrir bílaflotann.
Þess ber að geta, að byrja þarf að endurnýja rafhlöður eftir 8-10 ár, og líklegt að innan þessara 25 ára verði búið að endurnýja hverja einustu rafhlöðu, sem þýðir að kostnaðarmunurinn er enn óhagstæðari rafhlöðunum.

Sumsé, það er enginn nettósparnaður við orkuskiptin, heldur þveröfugt. Meira fer af gjaldeyri við innkuap rafhlaðna en dísil og bensíns.

Og þá að umhverfisþættinum. Framleiðsla rafhlaðna er ekki mjög umhverfisvæn. Olíu þarf til framleiðslunnar, vinna þarf námur fyrir lithium framleiðslu, og allur framleiðsluferillinn er markaður raforkuframleiðslu úr kolum og olíu. Megnið af framleiðslunni er í Kína, og þar er lítið um umhverfisvæna orku.
Rafhlöðurnar eru svo fluttar heimshorna á milli með skipum, drifnum af olíu, og svo flutt til baka til endurnýtingar, með meiri olíunotkun.

Eins og staðan er í dag, er rafmagnsbíllinn tilfinningakonsept, ekki þjóðhagslega hagkvæmur og mjög vafasamt að náttúran verði eitthvað betur sett á eftir.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.6.2015 kl. 20:35

14 Smámynd: Sigurður Antonsson

Mér sýnist Ufsi og Hilmar hafi skorað 2 stig en Steini og Jósef 1 stig. Tvö mörk móti einu. Ef olía verður uppurin og verð tvöfaldast á bensíni gæti orðið jafntefli,rafgeymar verða einfaldari og kostnaður minnkar á næstu árum. Hleðslutækni rafgeyma á einnig eftir batna og verða einfaldari. Raforkulandið Ísland verður með pálmann í höndunum eftir 10 ára látlausa þróun rafbíla.

Steini Briem hélt því fram eitt sinn að ferðamannaiðnaðurinn greiddi hærri meðallaun en álverin. Verkalýðsforinginn á Akranesi segir nú að Grundartangaálverksmiðjunar greiði nú 500-700 þúsund króna mánaðarlaun til ófaglærða. Hann hefur miklar væntingar um sólarrafhlöðu verksmiðju á tanganum.

Hverjum á maður að trúa? Staðreyndir eru alltaf að breytast og kannski hafa nýir samningar verkamannaforingjans breytt stöðunni? Í hagskýrslum má finna réttar tölur en þá eru það gamlar fréttir. Hver veit nema sólar og raforka verði framtíðareldsneyti bílsins. Orkukostnaðurinn ætti þá að geta farið niður um krónu á km. í maí og júnísól nær allan sólarhringinn. Orkukostnaðurinn austur í sumarbústaðinn 50- 100 krónur?

Sigurður Antonsson, 14.6.2015 kl. 22:58

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gúgglið þið til dæmis á Nissan Leaf og ábyrgðina á geyminum þar.  

Hraðhleðslan tekur hálftíma og drægi bílanna fer vaxandi. 80 kílómetrarnir eru miðaðir við þá skammdrægustu, en víðast á landinu er ekki meira en 80 kílómetrar á milli bensínstöðva.

Með aukinni framleiðslu fer framleiðslukostnaðurinn niður.

Réttilega er bent á að flytja þarf inn rafgeymana en þeir eru hluti af bílunum, en ég veit ekki betur en að það þurfi að flytja inn alla bíla.

Fyrsti bíltúrinn hjá Karli Benz náði rétt fyrir húshorn. Fyrsti utanbæjarbíltúrinn hjá konu hans milli Mannheim og Phorzheim var 106 kílómetrar og tók heilan dag.

Fyrsta vélknúna flugið var 37 metrar og flugvélin komst í 3ja metra hæð!   

Ómar Ragnarsson, 14.6.2015 kl. 23:45

16 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar um er að ræða þá viðurkenndu og óumflýjanlegu staðreynd að olíu- og gaslindir jarðar eru takmarkaðar og ganga til þurrðar á þessari öld er ekki hægt að afgreiða lausnir á þeim vanda, sem lok olíualdar skapar, sem tilfinngamál.

Auk þess er sú lenska ansi úrelt að afgreiða allt út af borðinu, sem snertir tilfinningar sem einskis vert fánýti.

Það eru upplifun og tilfinningar sem til dæmis standa að baki ferðaþjónustunni, svo dæmi sé tekið.  

Ómar Ragnarsson, 14.6.2015 kl. 23:51

17 identicon

Rétt, það þarf að flytja inn alla bíla, en rafmagnsbíllinn er bara svo miklu dýrari, sem stafar af rafgeymum.
Menn spá hinu og þessu í sambandi við verð á rafgeymum, en þær spár eru ansi varasamar, þar sem einni staðreynd er sjaldnast flaggað, lithium er af skornum skammti, og gæti þess vegna klárast á undan olíunni, sem engin veit reyndar hversu lengi endist.
Þess utan eru lithium birgðirnar einskorðaðar við örfá lönd, og ekki ólíklegt að verðið snarhækki við aukna eftirspurn. Það er einfaldara fyrir þrjú-fjögur ríki heims að stjórna verði á lithium, en öllum þeim ríkjum sem framleiða olíu að stjórna olíuverði.

Eins og staðan er í dag, þá eru dísilbílar komnir niður undir þrjá lítra á hundraðið, og fer sjálfsagt eitthvað lægra. Miðað við tæknina í dag, þá munar 80-100 þúsund krónum á ári í kostnað af rekstri dísilbíls (olíu) og rafmagnsbíl (rafmagni) Miðað við fob verð, flutning, álagningu og virðisauka á rafgeyma, þá má reikna með að meðal Jón sé 15-30 ár að spara fyrir rafgeymakostnaðinum.
Og þá er bara gert ráð fyrir að rafmagnsbíllinn sé smábíll, eða minni millistærðar. Stærri bílar eru (verða?) síðan mun óhagkvæmari.
Svo má ekki gleyma þeirri staðreynd, að rafmagsnbílar eru ekki með vörugjöldum. Það gengur ekki til lengdar, því þeir bílar eyða malbikinu jafn hratt og hinir. Rafmagnið er heldur ekki skattlagt til jafns á við dísil og bensín. Og ríkið þarf að taka inn tekjutap með gjöldum. Og það kemur til með að auka óhagkvæmni rafbílsins, jafnvel þó svo að rafgeymakostnaður minnki eitthvað.

Ef rafmagnsbíllinn væri svona ofsalega sniðugur, þá væri markaðurinn yfirfullur á nýjum rafbílum, en staðreyndin er sú, að þeir eru mjög lítill hluti bílaframleiðslu.
Markaðurinn er enginn heimskingi, þar ræður hagkvæmnin ríkjum. Ef gróði væri í öðru, þá væri framleiðslan þar. Drægnin er lítil, munar jafnvel 1000 kílómetrum á fullum dísiltank og fullri rafhleðslu.
Ástæðan fyrir tregðu kaupanda er að sjálfsögðu sú, að flestir byggja bílakaup á hagkvæmni, en fáir á tilfinningum.

Þegar maður reiknar dæmið, þá hættir maður ekki í miðjum klíðum bara af því að útkoman er svo fín á þeim stað, maður þarf að reikna dæmið til enda.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 01:11

18 identicon

Flytja þarf inn rafgeymana en þeir eru hluti af bílunum og það þarf að flytja inn alla bíla. En verð á venjulegum rafbíl er upp undir 2 milljónum dýrari í innkaupum en sambærilegur bensínbíll. Það má flytja inn mikið af bensíni og dísil fyrir þann pening. Jafnvel meira en sá meðal bíll notar á líftíma sínum.

Olíu- og gaslindir jarðar eru takmarkaðar og ganga til þurrðar á þessari öld. Það er viðurkenndu og óumflýjanleg staðreynd. Og þar fer ódýrasta uppspretta kolefniseldsneytis en ekki sú eina, það er einnig viðurkennd staðreynd. Raforka framleidd með kolum og kjarnorku, eins og fjölmennustu þjóðirnar gera, er ekki það sem tekur við þegar olía og gas unnið úr plöntum og dýrum stendur til boða og engar breytingar þarf að gera á vélum og dreifikerfi.

Það er ekki gáfulegt að einblína á eina lausn þegar lausnirnar geta verið margar og ekki einu sinni víst að neitt vandamál skapist. Rafmagn mundi henta okkur vel, en þar erum við í minnihluta jarðarbúa - viðurkennd staðreynd sem hafa ber í huga.

Hábeinn (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 01:48

19 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Rafhlaðan er hluti af bílnum. Þær upplýsingar sem ég hef frá sölumönnum Heklu er sama verðið á rafmagnsbíl og sambærilegum bensínbíl. Rafmagnsbíllinn ber hinsvegar lægri tolla sem nemur því að hann er í raun 20% dýrari. Staðreyndin er hins vegar sú að rafmagnsbíllinn er að lækka í verði. Ef við tölum um kostnaðinn borgar lágur kostnaður rafmagnsbílsins upp verð bílsins á tíu árum. En þá er að sjálfsögðu ekki með í dæminu bensíngjaldið sem ætlað er til viðhalds vegakekerfisins.Þegar rafmagnsbíllinn kemur til þarf að að breyta þessu kerfi, hvort sem það verður með vegtollum eins og nágrannaþjóðirnar eru með eða öðru. En landslagið eftir 2-3 ár verður allt annað og hagkvæmara fyrir rafmagnsbílinn og þörfin fyrir hleðslustöðvar milli staða verður hverfandi. Mér finnst reyndar gáfulegt að einblína á þessa lausn frekar en til dæmis Metan af því að rafmagnið er orðið ofaná. Varðandi "vitleysuna"  í Ufsa þá missti ég nú reyndar þetta út úr lyklaborðinu en mér fannst þetta bara skelfilega vanhugsað. En mér finnst nú samt betra að nota fullt nafn en að skýla mig bak við dulnefni. 

Jósef Smári Ásmundsson, 15.6.2015 kl. 22:10

20 identicon

Og sölumönnum skal treysta. Jósef, ég get boðið þér flotta brú í fínu standi fyrir lítinn pening, lækningu við krabbameini og skalla, eða ef þú hefur áhuga næstu Lottótölur. Svo er víst Nígerískur prinssem vill ná tali af þér, hann er víst með eitthvað ofurtilboð fyrir snillinga.

Google er versti óvinur sölumanna. Ég er nokkuð viss um að sölumaðurinn var að bera saman sín verð út úr búð en ekki innkaupsverð.  

https://www.google.com/search?q=egolf&ie=utf-8&oe=utf-8#q=volkswagen+golf+price

https://www.google.com/search?q=egolf&ie=utf-8&oe=utf-8#q=volkswagen+e+golf+price

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.6.2015 kl. 00:31

21 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Ég held að við séum að missa af einhverri umhverfis-rafmagnslest. Það eru nýir tímar. Sem ekki fá einu sinni opinberlega fjölmiðlun?

Maður lærir svo lengi sem maður lifir, ef maður vill raunverulega læra og þroskast.

Vonandi viljum við öll ólík og misþroskuð læra raunveruleikans víðsýni, með rétta vegvísisljós virðingarinnar, viskunnar, og kærleikans, sem rétta miskunnarvitann.

Í dag fór ég með fullan pakka af rafhlöðum í endurvinnsluna, og á sama tíma velti ég fyrir mér hvað verður um þessar rafhlöður?

Svarið við því hef ég ekki ennþá fengið.

En ég reikna með að jafn forvitin manneskja eins og ég er í raun, fái eitthvert svar við mínum hugar-vangaveltum.

Rétta svarið kemur ekki frá opinberum fjölmiðlum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.6.2015 kl. 18:22

22 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Þakka þér fyrir linkinn Hábeinn en það var svolítið erfitt að finna samanburðinn frá þessum upplýsingum. Það er rétt að það er ekki alltaf hægt að treysta sölumönnum en í þessu tilfelli var sölumaðurinn með tvö bíla frá Heklu í samanburðinum og það er ekki góð sölumennska að hæla einum bíl á kosnað hins því hann er jú að selja báða þessa bíla.

Jósef Smári Ásmundsson, 17.6.2015 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband