Feluleikurinn með slæmt ástand jarðvegs á Suðvesturlandi.

Þótt það kunni að vera einhver aska úr gosunum í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum, sem er í svifrykinu, sem nú er yfir höfuðborgarsvæðinu, er höfuðástæðan slæmt ástand jarðvegs á Reykjanesskaga, þar sem gróður og jarðvegur eru enn í sárum eftir aldagamla rányrkju.Grafningur 1.

En um þetta mál, moldrokið, hefur verið feluleikur í áratugi og þægilegt að grípa til svæða með ösku, sem er á allt öðru svæði en því sem nú rýkur af.

Þess skal getið að brúnu flekkirnar á myndunum hér á síðunni eru moldarflög.  

Vindurinn er sauðaustanstæður og fer yfir svæði, þar sem lítil aska féll 2010 og 2011 og auk þess er rykið með moldarlit í bland.  

Af söndunum við Þorlákshöfn berst illviðráðanlegt sandfok í átt til höfuðborgarsvæðinsins og á svæðinu frá Grindavík til Þingvalla er gróðurlendi í ömurlegum tötrum vegna langvarandi ofbeitar.Grafningur 2.

Á svæðinu norðaustur og austur af Grindavík og Ísólfsskála er uppblásturinn svo mikill að meirihluti fyrri gróðurs er fokinn á haf út. Þarna ætti að sjálfsögðu hafa verið lögð niður sauðfjárbeit fyrir löngu og tekið til hendi. 

Á flugi yfir Grafning í gær tók ég nokkrar myndir, en ástand gróðurs í beitarlöndum þar hefur um áratuga skeið verið afar lélegt og ömurlegt að sjá.

Ekki er hægt að grípa til gömlu klisjunnar um að þessi uippblásturssvæði séu á hálendi heldur þvert á móti.

Þau eru að langmestu leyti fyrir neðan 200 metra hæð yfir sjávarmáli.Grafningur 3.

Eitt stærsta og ljótasta svæðið er alveg við ströndina hjá Krýsuvík, þar sem voru tugir bændabýla fyrr á öldum.  

 


mbl.is Þurrkur og vindar orsaka svifryk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Ég ók austur fyrir fjall um hádegi í dag. Fór þrengslin.

Þegar við komum á fjallsbrúnina ofan við Hraun og Breiðabólstað sáum við mikið mistur, nánast eins og þoku. Það kom að austan, og ljóslega ekki frá söndunum við Þorlákshöfn.

Norðan jökla, þ.e. Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls, var bjart og heiðríkit.

Vindátt var suðaustan og hefur með kvöldinu snúist meira til hreinnar austanáttar, þar sem ég dvel í landi Hrauns á jaðri hrauns og sanda.

Enn er mistur hér austur og suður en bjart í norðri til norðausturs.

Þetta þykir mér benda til að mistrið stafi fyrst og fremst af öskufoki, en alls ekki af jarðvegsrofi af hálendinu. Slíkt mistur hef ég oft séð hér, þetta er gjörólíkt því.

Kveðja, ÞJ

Þórhallur Birgir Jósepsson, 15.6.2015 kl. 20:39

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

BÆNDUR FYRR Á ÖLDUM ÁTTU NOKKRAR ROLLUR HVER TIL AÐ FRAMFLEYTA SER OG SÍNUM- MISTUR FRÁ ÞEIM TÍMUM ER VARLA Í LOFTINU Í DAG.

SAUÐKINDIN HEFUR HALDIÐ LÍFINU Í LANDSMÖNNUM FRÁ LANNÁMI OG FURÐULEGT AÐ SUMT FÓLK - SEM BYR Í REYKJAVIK KENNI HENNI UM UPPBLÁSTUR- MENGUN OG ALLA ÓÁRAN ! ASKAN Á MINUM GÓLFUM HER Í ÁRBÆ ER ASKA- EKKI MOLD !

Erla Magna Alexandersdóttir, 15.6.2015 kl. 21:16

3 identicon

Sæll Ómar

Hér neðst í Landeyjum sést varla milli bæja af ríki frá fljótinu en það ber fram ösku leir, hef nú trú á því að eitthvað af því sé yfir höfuðborgarsvæðinu núna

Guðni Ragnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 23:13

4 identicon

Það er til mikið meira en nóg af beitilandi á láglendinu fyrir rollur og búfénað í girðingum og hefur verið alla tíð.  Það er óþarfi og algjör della að sleppa búfénaði lausum á hálendið og hefur alla tíð verið það. Fólk þarf ekki lengi að keyra um sveitir landsins til að sjá það.

Haraldur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 15.6.2015 kl. 23:21

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég talaði um sandana austan við Þorlákshöfn í pistlinum sem uppsprettu sandfoks og væntanlega er mistrið þaðan. En slíkt hefur gerst fyrir gosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum og á graslendi á Suðurlandi er sú aska fyrir löngu komin ofan í jarðveginn. 

Sandmistur af þessu tagi rýkur upp af leirum jökulánna, sem bera fram aur, sem á ekkert skylt við eldfjallaösku síðustu eldgosa. 

Og um ástand gróðurs í landnámi Ingólfs þarf ekki að segja mér neitt eftir þúsundir ferða á landi og í lofti um það. 

Ómar Ragnarsson, 16.6.2015 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband