Enn koma ummæli Jónasar stýrimanns upp í hugann.

Jónas Guðmundsson heitinn stýrimaður var vinsæll pistlahöfundur hér á árum áður þegar hlýju sumrin í upphafi okkar aldar voru ekki gengin í garð. 

Áður hefur verið vitnað í hann hér á þessari síðu en svo virðist að aldrei sé góð vísa of oft kveðin, ef marka má veðurspá dagsins. 

Í einum pistlinum hæddist hann að hina óbilandi og einstæðu trú Íslendinga á það hve landið væri vel fallið til útihátíða og hömuðust við að halda slíkar helst hverja einustu helgi sumarsins, þótt kaldar tölur um meðalhita og úrkomu væru þær lægst í Evrópu.

Og að meðaltalið segði, að á Suðurlandi væru aðeins 30% líkur á því i að hægt væri að halda útihátíð í þurrviðri, og þá væri þetta þurrviðrir oftast með nöprum norðanvindi.

Allir ættu að sjá að útihátíðarfíknin byggði á yfirgnæfandi líkum á því að veðrið yrði afleitt en samt héldu menn áframa að skipuleggja og halda útihátíðir og legðu í mikinn kostnað vegna þess ár eftir ár, þótt dæminu um stórtap á slíku héldu áfram að hlaðast upp.  

"Það mætti halda að Íslendingar trúi því að það rigni aldrei nema 17. júní" skrifaði Jónas. 

Orð að sönnu. 


mbl.is „Dæmigert en milt 17. júní veður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Jónas stýrimaður var frændi minn af Bráðræðisholtinu. Eitt af mörgum hlutverkum mínum hjá Vísi og DV var að sjá tíma og tíma um kjallaragreinar. Jónas var um skeið fastur kjallarapenni og mætti með greinar sínar vélritaðar. Eitt skiptið var ég búinn að fá pata af skyldleika okkar, býsna náinn. Svo ég segi við Jónas þegar hann rétti mér nýjan pistil á kontórnum mínum: Jónas, mér er sagt að við séum skyldir. Jæja, svarar hann hægt, og finnst þér það verra? Síðan kom að því að hann mætti með kjallaragrein sem ég las eins og venjulega þegar hann var farinn, en fann ekki samhengi í textanum né við fyrirsögnina. Þegar ég hringdi svo til þess að tjá mig um þetta við stýrimanninn, var hann dáinn. Hann skrifaði svo sannarlega fram í rauðan dauðann!

Herbert Guðmundsson, 17.6.2015 kl. 10:36

2 identicon

Maður græðir náttúrulega ekkert á því að hafa gaman annað en ánægjuna :)

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 10:56

3 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Nú getur maður lesið skyldleika gegn um Íslendingabók. Afi minn og amma Jónasar voru systkini, meðal barna Odds formanns sem fórst ungur. Jónas átti millinafnið Marteinn. Í Íslendingabók er hann sjóliðsforingi og rithöfundur, sem hæfir vel. En hann málaði líka muni ég rétt. Pétur bróðir Jónasar var tveim árum eldri, dó í vetur, hann var þekktastur sem flugvallarstjóri í Keflavík.

Herbert Guðmundsson, 17.6.2015 kl. 11:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband