Dean, Marylin og Elvis, - dramatísk örlög .

Marylin Monroe, James Dean og Elvis Presley voru stærstu nöfnin á mesta breytingaskeiði tónlistar og lífsstíls síðustu aldar, þegar rokkið sigraði heiminn og völdin tók fyrsta unglingakynslóð mannkynssögunnar sem fékk fjárráð og aðstöðu til að hafa afgerandi áhrif á þessu sviðum.

Þessi bylting tók aðeins örfá ár milli 1954 og 1958.

James Dean var kannski sannasti tákngervingur þessarar byltingar, uppreisnargjarn og ákafur ungur maður með ástríðu fyrir kappakstri og því að lifa hratt og hátt.

Hann reis til hæstu frægðarhæða kvikmyndaleikara á örfáum misserum en hörmulegur dauðdagi hans í bílslysi kom í veg fyrir að spurningunni um langan frægðarferil á hvíta tjaldinu yrði svarað.

Þessi dramatíski dauðdagi gerði hann að enn áhrifameiri tákngervingi lífsstílsbyltingar en ella hefði orðið.

Ferill Marylin Monroe var ekki mikið lengri, stóð í áratug, en öll dulúðin og dramatíkin í kringum dauðdaga hennar langt um aldur fram varð til þess að lyfta nafni hennar enn hærra en annars hefði orðið. Nú berast fréttir af því að hún hafi verið enn lengra leidd andlega og líkamlega þegar hún dó, en þó var vitað.  

Þriðja stóra nafnið, Elvis Presley, er kannski þekktast af þessum þremur, þótt fáa hefði kannski grunað það á árunum 1964 til 1968 þegar Bítlarnir og bylting þeirra ruddu öllu frá sér.

En "Elvis lifir", "kóngurinn lifir" og hin ömurlegu síðustu ár hans og dauði langt um aldur fram, hafa bara gert hinn einstæða feril hans dramatískari og magnaðari en ef hann hefði lifað lengur.

"Þeir sem guðirnir elska, deyja ungir", var einhvern tíma sagt, og það getur átt við þríeykið Dean-Marylin-Elvis.

Á þessum árum var listinn langur yfir heimsfrægt fólk, sem dó langt um aldur fram á þessum árum.

Bara nokkur nöfn:

Dean-Marylin-Presley-Ricky Valens-Big bopper Richardson-Buddy Holly-Patsy Cline-Jim Reeves-Rocky Marciano...   


mbl.is Monroe var óþekkjanleg þegar hún lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki var hún Marylin mjó,
milli fóta Rex í,
brjóstgóð hún með þybbinn þjó,
þótti afar sexí.

Þorsteinn Briem, 16.6.2015 kl. 22:43

2 Smámynd: Már Elíson

Þetta er það eina sem getur réttlætt veru þína hér inni á korkinum hjá Ómari, Mr. Briem - Nú hagarðu þér eins og góður strákur. - Og vísan var góð.

Már Elíson, 16.6.2015 kl. 23:12

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þér kemur ekki rassgat við hvað ég birti hér og undirrituðum er nákvæmlega sama hvað þér finnst um hitt og þetta, Már Elíson.

Þorsteinn Briem, 16.6.2015 kl. 23:27

4 Smámynd: Már Elíson

Takk fyrir þitt (eðlilega) elskulega miðmót og svar. Til hamingju með daginn í dag ! - P.S. Vísan þín var samt góð.

Már Elíson, 17.6.2015 kl. 10:15

5 Smámynd: Már Elíson

Æ,Æ...Steini...."Viðmót" átti að standa þarna, en allir hinir skilja að þetta var innsláttarvilla.

Már Elíson, 17.6.2015 kl. 10:16

6 identicon

Mér finnst það til marks um "forkastanlegan hroka" að svívirðia minningu þessarar kynbombu á sjálfan ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGINN. Loðnir leggir, bláköflótt húð og falskar....nei ég afber þetta ekki. Hví gátu þessir fréttamenn á MBl. ekki hlíft mér við þessu? Nú get ég aldrei notið þjóðhátíðardagsins, hvað þá heldur Monroe án þess að hrylla mig. Mátti ekki minning hennar vera í friði? 

jon (IP-tala skráð) 17.6.2015 kl. 16:53

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Miklu fleiri voru með falskar tennur á þessum tíma en var á almanna vitorði. Faðir minn heitinn var til dæmis kominn með falskar tennur 19 ára gamall og hefði fengið þær fyrr ef hann hefði haft efni á því. 

Ómar Ragnarsson, 18.6.2015 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband