19.6.2015 | 09:19
Dönsk stjórnmál ólík íslenskum stjórnmálum.
Um áratuga skeið hafa dönsk stjórnmál verið ólík íslenskum stjórnmálum. Hér á landi hafa ríkt átakastjórnmál þar sem meirihlutastjórnir hafa verið við völd og flokkar hafa farið ofan í skotgrafir á Alþingi og þvílíka hörku að þingið hefur með árunum orðið rúið trausti þjóðarinnar.
Í Danmörku hafa setið minnihlutastjórnir sem hafa haldið velli með því að stunda samræðustjórnmál eftir bestu getu í leit að skástu málamiðlunum, sem fundist hafa.
Danska stjórnmálahefðin, sem myndast hefur, hefur leitt af sér farsæld og mesta mögulega frið í samfélaginu þótt skoðanir hafi verið skiptar milli flokka eins og gengur.
Í kjarabaráttunni sigla Danir eins lygnan sjó og mögulegt er með því að hafa þróað ákveðið módel fyrir kjarasamninga sem taka mið af heildarhagsmunum.
Íslenskum stjórnmálamönnum væri hollt að kynna sér dönsk stjórnmál og sjá, hvort eitthvað megi ekki af þeim læra.
Ríkisstjórn vinni þvert á flokkslínur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
...Danir hljóta að vera með glænýja stjórnarskrá úr því að þeim tekst svona vel upp... - Annars er merkilegt hvað allir flokkar eru sammála um. Hér á landi þættu allir flokkarnir "óstjórntækir" af vissum ástæðum sem ekki má nefna.
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 19.6.2015 kl. 10:07
Danir gáfust upp á stjórnarskránni frá 1849, í grunninn þeirri sömu og við höfðum, og gerðu nýja stjórnarskrá 1955.
Ómar Ragnarsson, 20.6.2015 kl. 06:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.