Enn eru sumir samt jafnari en aðrir.

Það er ástæða til að halda upp á daginn í dag með fögnuði sem merkan dag í sögu þjóðarinnar. Kosningaréttur kvenna þennan dag 1915 var risaskref í átt að jafnrétti kynjanna. 

En þeirri vegferð er samt ekki lokið. 

"Meira jafnrétti" segir forsætisráðherrann núna í útvarpinu. Þetta er bæði málfræðilega og rökfræðilega rangt, því að annað hvort er staðan jöfn eða ekki jöfn.

Um jafnrétti gildir hið sama og um jafntefli. Annað hvort er staðan jöfn eða ekki jöfn. 

"Minna misrétti" væri nær að segja þá dagana sem fimm karlar færa fram fyrir þjóðina ráðstafanir um vandasamasta verkefnið í fjármálum hennar og launamisrétti er enn við líði.

Fólk á ekki að vera feimið við að nota orðið misrétti, því að misrétti getur verið mismunandi mikið og jafnvel sáralítið. 

 

"Meira jafnrétti" er orðalag sem minnir dálítið á frægustu setninguna í sögu Orwells: "Allir eru jafnir, en sumir eru jafnari en aðrir."   


mbl.is „Merkisdagur í okkar sögu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það má benda á það jafnrétti sem að ríkir í forræðismálum líka

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.6.2015 kl. 12:35

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, eitt af því þar sem misréttið virðist hygla konum. 

Ómar Ragnarsson, 19.6.2015 kl. 12:49

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Getur nokkurn tíman verið 100% jafnrétti? Meira að segja i jafnréttis Sovétríkjunum þá vora sumir jafnari en aðrir og svo hrundi það jafnréttis ríki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 19.6.2015 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband