19.6.2015 | 14:25
Slys, sem markaði spor í söguna.
Það hefur ekki verið haft í hámæli, hvað flugslysið á Fagradalsfjalli 3. maí 1943 markaði spor í veraldarsöguna.
Frank Matthew Andrews var yfirmaður alls herafla Bandamanna í Evrópu og stóð frammi fyrir uppbyggingunni í aðdraganda innrásarinnar í Normandy.
Hann var 59 ára gamall og sex árum eldri en Eisenhower, sem þá átti fyrir höndum 17 ára feril í hermálum og stjórnmálum.
Andrews hefði þess vegna getað átt eftir um rúman áratugs feril ef hann hefði lifað og spilað jafn vel úr sínum spilum og mönnum bar saman um að hann hefði hæfileika til, ekkert síður en Eisenhower, sem yfirmaður Evrópuheraflans og síðar herafla NATO.
Augljóst er hvað ferlar þeirra Andrews og Eisenhowers voru tengdir og höfðu áhrif hvor á annan.
Er vafasamt að Eisenhower hefði orðið forseti Bandaríkjanna 1953 á jafn auðveldan hátt og raun bar vitni, ef Andrews hefði allt fram að því staðið honum framar í hernum, í stað þess að bíða bana í flugslysi á Íslandi.
Reisa minnisvarða á Fagradalsfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.